Morgunblaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2014
Kjartan Kjartansson
Björn Jóhann Björnsson
Gísli Freyr Valdórsson, fv. aðstoð-
armaður innanríkisráðherra, var í
gær dæmdur í átta mánaða
skilorðsbundið fangelsi í Héraðs-
dómi Reykjavíkur fyrir að hafa í
nóvember í fyrra lekið minnisblaði
með viðkvæmum persónuupplýs-
ingum um hælisleitandann Tony
Omos.
Arngrímur Ísberg kvað upp dóm-
inn. Hann ákvað refsingu Gísla átta
mánuði en fresta skyldi fullnustu
dómsins og skyldi hann falla niður
eftir tvö ár haldi Gísli skilorð. Ger-
ist hann hins vegar sekur um slíkt
brot aftur hafi dómurinn nú ítrek-
unaráhrif á mögulegan dóm í fram-
tíðinni.
Málsaðilar hafa fjórar vikur til að
áfrýja dómnum til Hæstaréttar en
Gísli sagðist myndu una dómnum.
Engan kostnað leiddi af rekstri
málsins og verjandi Gísla Freys,
Ólafur Garðarsson, krafðist ekki
málsvarnarlauna en saksóknari
hafði krafist þess að Gísli yrði
dæmdur til refsingar og til greiðslu
alls sakarkostnaðar.
Lögreglan fékk ný gögn
Fyrr um morguninn hafði Gísli
Freyr játað formlega við dóminn að
hann væri sekur af þeim brotum
sem á hann væru borin.
Gísli lýsti sig upphaflega saklaus-
an af ákæru í lekamálinu svonefnda
þegar það var þingfest 16. sept-
ember sl. Hann var ákærður fyrir
brot gegn þagnarskyldu í starfi sínu
sem aðstoðarmaður innanríkisráð-
herra, með því að hafa, á tímabilinu
frá þriðjudeginum 19. nóvember
2013 til miðvikudagsins 20. nóvem-
ber 2013, látið óviðkomandi í té efni
samantektar er bar yfirskriftina
„Minnisblað varðandi Tony Omos“.
Ríkissaksóknari segir að upplýs-
ingarnar hafi verið til þess fallnar
að hafa áhrif á umfjöllun um mál-
efni Tonys Omos sem hælisleitanda,
en þær birtust í Fréttablaðinu og á
netmiðlunum visir.is og mbl.is að
morgni 20. nóvember 2013.
Fram kemur í dómi héraðsdóms
að við ákvörðun refsingar var haft í
huga að Gísli játaði ekki brot sitt
fyrr en komið var að aðalmeðferð
og eftir að komið höfðu fram ný
gögn. Gagnanna aflaði starfsmaður
sérstaks saksóknara um síðustu
helgi með þartilgerðum hugbúnaði.
Sagði saksóknari gögnin sýna að
Gísli hefði átt við minnisblaðið,
breytt því og síðan sent fjölmiðlum.
Ekki talinn ávinningur af leka
„Í minnisblaðinu, sem ákærði
kom á framfæri við fjölmiðla, var að
finna viðkvæmar persónuupplýsing-
ar eins og í ákærunni greinir. Hins
vegar er ekki fallist á að sýnt hafi
verið fram á að ákærði hafi komið
minnisblaðinu á framfæri í því
skyni að afla sér eða öðrum órétt-
mæts ávinnings, hvorki fjárhags-
legs né annars. Þá hefur ákærði
hreint sakavottorð. Samkvæmt
þessu verður refsing ákærða ákveð-
in átta mánaða fangelsi sem bundin
skal skilorði eins og í dómsorði
greinir,“ segir í dómnum.
Ekki lá fyrir í gær hvort ákæru-
valdið myndi áfrýja dómnum. Helgi
Magnús Gunnarsson vararíkissak-
sóknari sagði gott að fá niðurstöðu í
málið, þótt hann væri ekki endilega
alveg sammála henni.
Gísli í skilorðsbundið fangelsi
Fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra játaði leka á minnisblaði um Tony Omos
Lýsti sig saklausan í upphafi Ný gögn komu fram Unir niðurstöðu dómsins
Morgunblaðið/Kristinn
Dómur Gísli Freyr Valdórsson í Héraðsdómi Reykjavíkur, þegar dómur var
kveðinn upp yfir honum, átta mánaða fangelsi, skilborðsbundið í tvö ár.
Umboðsmaður Alþingis hyggst
í næstu viku skila af sér áliti
um samskipti Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur innanríkis-
ráðherra og Stefáns Eiríks-
sonar, fv. lögreglustjóra, vegna
rannsóknar á lekamálinu.
Tryggvi Gunnarsson umboðs-
maður segir við Morgunblaðið
að niðurstaða í máli Gísla
Freys engu breyta, enda um
aðskilin mál að ræða. Alltaf
hafi staðið til að skila álitinu í
næstu viku. bjb@mbl.is
Skilar af sér
í næstu viku
UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS
„Það er ekki útilokað að höfðað
verði nýtt skaðabótamál, það var
brotið á mínum skjólstæðingi í
krafti þess valds sem ráðuneytinu
var falið. Annars hafa hlutirnir
gerst hratt undanfarinn sólarhring
og við erum að skoða þetta betur,“
segir Stefán Karl Kristjánsson,
lögmaður hælisleitandans Tonys
Omos, um játningu og dóm Gísla
Freys Valdórssonar.
„Þetta sýnir fram á að minnst
einn starfsmaður í ráðuneytinu
hefur ekki gætt fullrar hlutlægnis-
skyldu. Þá má minn skjólstæð-
ingur ætla að mál hans hafi ekki
hlotið algerlega faglega meðferð
innan ráðuneytisins. Það á eftir að
koma betur í ljós hverju síðustu at-
burðir breyta,“ segir Stefán Karl.
Hvort grunnur sé til nýs skaða-
bótamáls á hendur innanríkisráðu-
neytinu bendir hann á að þegar
aðalmeðferð málsins átti að fara
fram hafi dómarinn klofið bóta-
kröfuna frá og sett hana yfir í sér-
stakt mál til að einfalda mála-
rekstur.
„Nú liggur fyrir játning og mér
þykir eðlilegt að sú játning taki
einnig til vilja til að gera upp við
þá sem brotið var gegn,“ segir
Stefán Karl ennfremur. bjb@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
Tony Omos Mótmæli við innanríkisráðu-
neytið í fyrra vegna hælisleitandans.
Skaðabótamál á
hendur ráðuneytinu
ekki útilokað
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hanna Birna Kristjánsdóttir inn-
anríkisráðherra segist ætla að
halda áfram með sín verkefni í inn-
anríkisráðuneytinu og ljúka þeim
vel. Hún segist ekki sækjast eftir
að taka á ný við dómsmálunum
sem hún sagði sig tímabundið frá
þegar Gísli Valdórsson, fyrrverandi
aðstoðarmaður hennar, var ákærð-
ur fyrir að afhenda fjölmiðlum
skjöl um hælisleitanda. Hann hefur
nú verið dæmdur fyrir það brot.
„Þetta mál hefur verið afar erfitt
í heilt ár, ég hef ekki legið á því,“
segir Hanna Birna. „Játning hans
gagnvart mér í gær [fyrradag] kom
mér algerlega í opna skjöldu og er
gríðarleg vonbrigði. Ég er sár og
vonsvikin. Þetta er gríðarlegur
trúnaðarbrestur gagnvart þeim
sem hann átti að gæta trúnaðar
gagnvart en einnig gagnvart sam-
starfsfólkinu í ráðuneytinu og mér.
Hann naut fulls trausts. Ég spurði
hann ítrekað og fékk alltaf sama
svarið. Ég hafði ekki ástæðu til að
bregðast fyrr við en mér þykir
þetta allt mjög miður.“
Þykir vænna um
verkefnin en stólana
Hanna Birna nýtur stuðnings
þingflokks Sjálfstæðisflokksins til
að gegna áfram embætti innanrík-
isráðherra. Spurð hvort til greina
hafi komið að hún segði af sér seg-
ir Hanna Birna að nú sé fengin
ákveðin niðurstaða í málinu. Hún
staðfesti að hún hefði ekki haft að-
komu að því.
„Ég hef oft sagt að mér þykir
vænna um verkefnin en stólana. Ég
hef oft, því ég er þannig gerð, velt
fyrir mér stöðu minni í því sam-
hengi, hvort ég sé að ná þeim ár-
angri sem ég tel mikilvægt að ná.“
Hún segist ætla að halda áfram
með sín verkefni og ljúka þeim vel.
„Ég hef auðvitað oft í þessu ferli
íhugað það [að segja af sér] en það
eru frekar persónulegar hugleið-
ingar. Þetta mál hefur verið erfitt
fyrir þá sem næst mér standa, fjöl-
skylduna, og ég hef frekar hugsað
um það hversu langt ég get gengið
gagnvart þeim.“
Hanna Birna svarar því játandi
að hún beri pólitíska ábyrgð á sín-
um aðstoðarmönnum. „Þetta var
lögbrot sem ég hafði enga vitn-
eskju um, gat ekki stöðvað eða
brugðist við fyrr, eins og ég hefði
þó gjarnan viljað gera.
Ég er búin að segja af mér sem
dómsmálaráðherra, gerði það um
leið og Gísli var ákærður. Ég veit
ekki hvort menn vilja að ég segi oft
af mér.“
– Hafðir þú Gísla aldrei grun-
aðan?
„Ég treysti manninum og hafði
ekki forsendur til annars. Hann
var starfsmaður minn og hluti af
teyminu hér. Hann gaf aldrei til
kynna með neinum hætti að hann
hefði sent frá sér upplýsingarnar.
Ég spurði hann ítrekað og fékk
alltaf sömu svörin.“
Reynt að vinna heiðarlega
– Telur þú að málið hafi skaðað
ríkisstjórnina og Sjálfstæðisflokk-
inn?
„Það er ekkert sem bendir til
þess. Ég tel að skaðinn hafi að-
allega verið gagnvart ráðuneytinu,
gagnvart verkefnum sem hér er
unnið að. Auðvitað hefur þetta ver-
ið erfitt og ómögulegt mál í alla
staði. Ég tel að það hafi skaðað
mig pólitískt og verð ég að vinna
úr því. Fyrir hönd þessa starfs-
manns míns verð ég að biðjast af-
sökunar á að hann hafi komið fram
með þessum hætti. Þetta eru mis-
tök sem hann verður að lifa við alla
sína ævi.
Málið hefur tekið á sig allskyns
myndir sem ekki tengjast því
beint. Það er ekkert óeðlilegt við
það. Fjölmiðlar og pólitískir and-
stæðingar hafa skynjað það að ég
hef ekki getað skýrt það út og
fundið að málið hefur verið mér
erfitt. Vissulega hefur það verið
mér erfitt. Ég hef fengið harð-
drægar ásakanir og hótanir. Ég
hef verið sett í snúna stöðu.“
– Sagðir þú Alþingi satt allan
tímann um meðferð ráðuneytisins á
málinu?
„Ég gaf Alþingi alltaf bestu upp-
lýsingar sem ég hafði á hverjum
tíma. Umræðan hefur snúist um
viðbót við skjalið sem aldrei var í
mínu minnisblaði. Ég gat ekki
gengist við þeim upplýsingum. Ég
hef alltaf reynt að vinna að þessu
máli heiðarlega, miðað við þær
upplýsingar sem ég hef haft.“
Vinnur áfram að sínum verkefnum
Hanna Birna Kristjánsdóttir segist ekki hafa haft upplýsingar um lögbrot aðstoðarmanns síns
Segir að málið hafi skaðað sig pólitískt Hún hafi axlað ábyrgð með því að segja sig frá dómsmálum
Morgunblaðið/Kristinn
Í þingflokksherbergi Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundaði um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í gær.
„Hún nýtur trausts til að halda
áfram. Hún nýtur óskoraðs trausts
frá mér og það kom fram breiður
stuðningur við ráðherrann á þing-
flokksfundinum,“ sagði Bjarni
Benediktsson, fjármálaráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins,
eftir þingflokksfund þar sem staða
Hönnu Birnu Kristjánsdóttur var
rædd.
„Hanna Birna var kosin á þing
sem leiðtogi okkar sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík, hún er vara-
formaður flokksins og fyrsti þing-
maður Reykvíkinga. Mér finnst
hún líka hafa ábyrgð sem slíkur
stjórnmálamaður sem ég veit að
hún vill rísa undir. Það gerir hún
best með því að halda sínu striki
og hefur til þess traust frá mér.“
Breiður stuðningur í flokknum
ÞINGFLOKKUR SJÁLFSTÆÐISMANNA RÆÐIR STÖÐUNA