Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 17
S rÍGANDI
KONA VÍGA-GLÚMS
95
þorðu að spyrna á móti þyrnibroddum Þverárbóndans, þó að
þeir væru sárbeittir. í fylkingarbrjósti slíkra andstæðinga stóð
Þórarinn Þórisson á Espihóli, vitur maður og vinsæll. Hjá hon-
um höfðu jafnan leitað athvarfs allir þeir, er ósigur biðu fyrir
Glúmi, eða voru olnbogabörn hans á einhvern hátt. Þórarinn
safnaði þeim um sig til halds og trausts gegn Glúmi og atti við
hann kappi í mörgum málum, en fór ætíð halloka. En eitt sinn
hittust þeir Glúmur og Þórarinn á svonefndum Hrísateigi, og
var ærinn liðsmunur, því að Þórarinn var við fimmtánda mann,
en Glúmur hafði aðeins sex menn með sér. Þó vildi Þórarinn
ekki sækja fram gegn Glúmi, því að hann vissi, að Glúmur átti
sér brátt von liðstyrks Más sonar síns með átján menn. Gaf Þór-
arinn skipun um að snúa undan heim á leið. En er Glúmur sá,
að Þórarinn hopaði, rann hann á eftir honum sem skjótast og
tafði för hans, unz hann vissi sig hafa nóg öryggi til að láta
skríða til skarar, — þá hóf hann atlögu, en Esphælingar snerust
lil varnar — og Hrísateigur litaðist blóði.
---------En á meðan hamslaus vígmóðurinn svall í brjóstum
hinna kynbornu víkinga, svo að þeir fundu villta nautn í
því að herða branda sína í blóði andstæðinganna, talaði friðar-
rödd kærleikans sínu máli í hjarta húsfreyjunnar á Þverá. —
------„Þess er £etit, at Halldóra, kona Glúms, kvaddi konur
með sér, — „ok skulum vér binda sár þeirra marma, er lifvænir
eru, ór hvárra liði sem er.“ — „Enn er hon kom at, þá íéll Þórar-
ii m fyrir Mávi, og var öxlin höggin frá, svá at lungun féllu út í
sárit.“ En Halldóra batt um sár hans, ok sat yfir honum, til þess
er lokit var bardaganum.“ En bardaganum lauk fyrir meðal-
göngu margra manna og urðu úrslit þau, að fimm menn féllu úr
hvorum flokki. Förunautar Þórarins höfðu hann heim með sér,
og Glúmur fór einnig heim með sína menn. „En er menn váru
heim komrúr, þá mælti Glúmur við Halldóru: — „Eör vár
mundi hafa orðit góð í dag, ef þú hefðir heima verit, ok hefði
Þórarinn eigi lífs brott komizt.“ Hon segir, at Þórarni væri lítil
von lífs, — en þó muntu eiga skamma stund héraðvært, þótt
hann lifi, en ef hann deyr, muntu aldrei eiga landvært“. Þessi
örlagaspá rættist, og einnig sannaðist hið fornkveðna, „að
skamma stund verður hönd höggi fegin“, því að fyrir þennan
liildarleik á Hrísateigi og allar fyrri mótgerðir Glúms við þá
Ksphælinga varð hann von bráðar að þola þá raun að selja óðal
s'tt höfuðandstæðingi sínum í hendur og hrekjast í aðra sveit