Stígandi - 01.04.1944, Page 18

Stígandi - 01.04.1944, Page 18
96 ,ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR' STÍGANDI við litla sæmd. Eftir það kom hann naumast nokkru valdi við og naut lítt vitsmuna sinna og fyrri vinsælda. Þegar hann andaðist, var hann blindur orðinn og örvasa og hafði setið mörg ár í skugganum. Þannig lauk ævi Víga-Glúms, mannsins, sem var afrenndur að öllu atgervi og sagan segir, að hafi í tuttugu vetur verið mest- ur höfðingi í Eyjafirði og aðra tuttugu svo, að engir hafi verið meir en til jafns við hann. Saga Víga-Glúms er saga manns, sem er borinn til auðs og ríkis og alinn upp til mikils sjálfræðis, manns, sem fer ungur utan og aflað sér þar f jár og frama með því að leysa stórvirki af höndum, kemur út til íslands aftur í víkingshug, situr að óðali sínu með rausn og myndugleika, vex ótt að auðæfum og met- orðum, sækir hvert mál með ofurkappi hins sterka manns, neytir valds, hvenær sem er, og vopna, hvenær sem mótstaða er fyrir. Mynd hans er mynd vígreifs víkings með brugðinn brand og blóði drifin klæði, — en við hlið hans birtist önnur og bjartari mynd, — friðargyðjan í hvítum klæðum, hin prúða kona, sem sýnir í verki, að hún ann lífinu í hvers brjósti, sem það hreyfir sér og virðir því tilfinningar og rétt annarra manna „úr hvárra liði, sem þeir eru“. Mynd slíkrar konu stendur ófölnuð, löngu eftir að víkingurinn er fallinn, því að hún hefir borið aðalsmerki kærleika og friðar fram til sigurs yfir ójöfnuði og vopnavaldi hans. Ég minntist þess í upphafi, að íslenzk skáld hefðu ekki gert sér far um að heiðra minningu Halldóru Gunnsteinsdóttur. Guðmundur Friðjónsson lét hana þó ekki liggja óbætta hjá garði, er hann reit sína afburðasnjöllu grein — „Konur í iorn- öld“, heldur minntist hann virðulega athafnar hennar á orr- ustuvellinum á Hrísateigi. En sú athöfn mátti teljast einsdæmi á þeirri tíð, er var háð siðalögmálinu, að gjalda „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Þá þótti enginn sæmdarauki að liðsinna óvinum sínum, að fyrirgefa mótgerðir og bera ósigur í hljóði. íslendingasögurnar leiða þó fram á sjónarsviðið menn, sem voru þess megnugir að fara með auð og völd í mildum friði — og þó með fullri sæmd. Þessir menn hlýddu fremur rödd hjarta síns en siðalögmáli samtíðarinnar — voru mannvinir inn að

x

Stígandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.