Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 19

Stígandi - 01.04.1944, Blaðsíða 19
STÍGANDI KONA VÍGA-GLÚMS 97 innstu hjartarótum: Ólafur pá hélt hlífiskildi yfir Bolla sonar- bana sínum, taldi sér Kjartan að engu bættari, þó að Bolli væri drepinn, og sendi sínum ógæfusama fóstursyni liðstyrk til varn- ar gegn þeim, er sóttu eftir lífi hans. Ingimundur gamli og Ás- kell goði leyndu banasárum sínum, unz þeir ógæfumenn, sem veittu þau, voru frelsaðir frá ógn hefndarinnar. — Síðu-Hallur lagði Ljót son sinn ógildan, svo að alþjóð mætti frekar bjargast úr ófriðareldinum. Þannig mætti lengur telja, og minning slíkra manna líkist vita á myrkri, sæbarinni strönd — björtum vita, sem leiðir út úr ógöngunum, vísar veg fram hjá blindskerjum. En — því miður virðist þessi fyrirgefandi friðarmildi ekki hafa átt nein áberandi ítök í hjarta fornkonunnar íslenzku. Hún var tíðum búin gáfum og gervileika, hugprúð hetja á reynslustundum, heit og fómfús í ást sinni, — trú til dauðans öllu því, er hún hafði velþóknun á. En mættu mótgerðir, svo sem óvirðing eða ósigrar, þá lét þessi sama kona tíðum stjórnast af villtri tilfinning ham- stola haturs, og þá var hún miskunnarlaus gagnvart óvinum sín- um, jafnvel enn miskunnaríausari en hinn harðfengasti víking- ur. Hana hungraði og þyrsti eftir hefndinni. Hún þekkti vopn- ið, sem gat veitt hana og kunni vel að beita því, svo að það særði eftirminnilega. — Að eggja, fyrst meinhægt og ertandi, svo fast og ákveðið, síðast ófyrirleitið — blygðunarlaust, ef þess gerðist þörf, var sóknarstefna slíkrar konu. íslendingasögurnar eru auðugar af fi'ásögnum um slíkar eggjanir: Bergþóra Skarp- héðinsdóttir eggjar sonu sína og bónda til að hefna fyrir níð- kviðling þann, er þeim var tileinkaður: — „Gjafar eru yðr gefn- ar feðgum, og verðit þit litlir menn af, ef þit launit engu“. — Guðrún Ósvífursdóttir eggjar Bolla til að vega að Kjartani fóst- bróður sínum, er hann fer fáliðaður um héraðið. Þorgerður móðir Kjartans hefnir síðan fyrir þá áeggjun og ógæfuverkið, sem af henni leiddi, með því að fylkja sonum sínum fram gegn Bolla einum og varnarlitlum og eggja þá til ósleitilegrar at- göngu. — Og loks er eggjun allra eggjana, — eggjun Hildigunn- ar Starkaðardóttur, er hún steypir blóði drifinni skikkju Hösk- ulds Hvítanessgoða yfir Flosa föðurbróður sinn til að æsa hann til róttækustu hefndarráðstafana. Lík eru mörg fleiri dæmi, en þessi, sem hér eru greind, eru næg sönnun þess, að kvenhetjum fortíðarinnar var það yfirleitt tamara að æsa ófriðareldinn, en fela hann. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.