Stígandi - 01.04.1944, Side 29

Stígandi - 01.04.1944, Side 29
STÍGANDI NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP 107 Og aðalniðurstaðan verður svo í rauninni þetta (,,Pundið“): „Sólbjarmans fang vefst um allt og alla; æska og fegurð á loftbránni hlær. Moldarundrið glitrar og grær. Gullbros af náð yfir jörðina falla. Með þagnandi ekka hafbrjóstið hnígur, er himinsins blær lognhljóðum sporum af ströndunum stígur. Ljósherrann breiðir á lífsins brautir liljuprýði og eikarþrótt — en myrkrið felur sig helkalt og hljótt í hjarta mannsins, með nagandi þrautir, þar dagsins ásýnd er eins og gríma, en undir býr nótt — herfjötruð veröld takmarks og tíma“. Ljós og myrkur. Líf og dauði. „Hví brauzt ég frá sókn þeirra vinnandi vega á vonlausu klifin, um hrapandi fell?“ Hvers vegna? Hvers vegna?----------- „Er nokkuð svo helsnautt í heimsins rann sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann, — og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð samhljóma í böli og nauðum?“ Hví er skilið við vináttuna, samhljómana, samþýðinguna — hið „almáttuga orð“, sem „íshjartað“ getur „kveðið frá dauð- um“. — Var það eigin sök; hinn „eyddi draumur, sem eilífð ei borgar?“-------Sannist það á nokkru skáldi, að það dæmi sig sjálft, má segja það um Einar Benediktsson, enda minnir hann býsna mikið í kvæðum þeim, sem ég hefi nú verið að tala um — á H. Ibsen og ekki sízt síðasta skáldrit hans („Naar vi döde vaagner“). Skynjunarþáttur eyrans, hljómlistin, snertir Einar Bene- diktsson einkum með sárum trega, einkum á síðari árum hans — og með sterkri hlutdeild tilfinningalífsins. Um annað skáld hér á landi, Þorstein Erlingsson, sem uppi var um sama leyti, er þessu töluvert öðruvísi varið, eins og næstu vísur sýna:

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.