Stígandi - 01.04.1944, Side 31

Stígandi - 01.04.1944, Side 31
STÍGANDI NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP 109 innar, eins og Einar Benediktsson, og ber kvæðið, „Gunnars- hólmi“ og einkum upphafið — ásamt mörgu öðru — vitni um það. „Skein yfir landi sól á sumarvegi og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi. Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit, og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind“. En tilfinningalíf Jónasar er engu síður í nánu sambandi við sjón en heyrn, eins og þessar vísur sýna: „Sólbjartar meyjar, er ég síðan leit, allar á þig minna. Því geng ég einn og óstuddur að þeim dimmu dyrum“. Og — „Sólin heim úr suðri snýr, sumri lofar hlýju. Ó, að ég væri orðinn nýr og ynni þér að nýju“. Og ekki sízt þessar hendingar: „Eilífur snjór í augu mín út og suður og vestur skín“.------ Við sönglistareðli verður ekki mikið vart hjá Jónasi, annars staðar en í hrynjandi málsins og furðu jafnt í óbundnu máli og bundnu — og á þann hátt, að því verður ekki gleymt. Það, sem hér hefir verið sagt, er ekki annað en ábendingar, og við það vil ég bæta þessu. Eitt af því, sem skáldum — og öðr- um — er ætlað til stuðnings við að bera „ljós yfir lífið“, er svo- nefnd gagnrýni ritskýrenda, sem misjafnlega tekst, eins og mennirnir eru til. í sambandi við það, vil ég minnast sérstaklega á þá vaxandi venju, að tengja sagnir um bækur við fjármuna- græðgi, svo að úr verður aðallega auglýsingaskjall, sem ruglar almenning og unga höfunda, sem leiðsagnar þurfa við.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.