Stígandi - 01.04.1944, Side 39

Stígandi - 01.04.1944, Side 39
STÍGANDI GUNNAR í HÓLUM 117 Gunnari búnaðist vel fyrstu árin í Hólum. Börn þeirra Guð- rúnar voru fimm, sem náðu fullorðins aldri: Páll, Jóhannes, Magnús, Ingibjörg og Sigríður. En á miðjum aldri veiktist Gunnar og lá heilan vetur. Kreppti hann þá í rúminu. Náði hann aldrei fullri heilsu og gekk við staf eftir það. Þessar vísur kvað hann, þegar hann fór að hressast: Bending gerði mjúka mér mildur sólar hari: deyfði krafta, deigði fér dauðans undanfari. Ei eru mér þau örlög duld, eins og gæta hlýðir, verð ég dauðans vítaskuld víst að gjalda um síðir. Þegar dauðinn færi fær, fæst ei stund að tefja. Hann er að færast nær og nær nefndrar skuldar krefja. Þá voru börn Gunnars sum í ómegð, því að hann segir í lang- loku, sem hann gerði um allt Hólafólk veturinn, sem hann var veikur: Ingibjörg sitt iðkar kver, er það nýi lærdómur. Sigríður með gull og gler, gengur um pallinn inni þur. Um vorið, þegar Gunnar var að ná sér eftir leguna, var hann oft úti sér til hressingar. Einn dag, þegar hann lá í grasbakka við bæjarlækinn, kemur Tómas mótbýlismaður hans þar að. Hann var lítill maður og ekki sterkur, en fylginn sér. Kemur hann óvörum að Gunnari og veltir honum í lækinn. „Skáldaðu nú,“ segir hann hróðugur og fór síðan burtu. Gunnar brölti upp úr læknum og varð ekki meint við, en heldur mun hafa kólnað samlyndið eftir þetta. Skömmu síðar kvæntist Tómas Egilsson í annað sinn roskinni ekkju, sem Sig- ríður hét. Bjó hún á Eyvindarstöðum í Sölvadal og átti þá jörð.

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.