Stígandi - 01.04.1944, Síða 48

Stígandi - 01.04.1944, Síða 48
126 ,EF EG KYNNI Á ÞVÍ SKIL' STÍGANDI minnists, og miðstigið íslenzka minni hefur auk upphaflegs nn (gotn. minnizo) samlagað sér r úr-ri-ending sinni og jafnskjótt týnt niður 3. n-inu, sem þá myndaðist, atkvæðið minnn var ekki hægt að bera fram allt. Talað er um að fikra sig eða fika sig fram. Hvort tveggja er jafnrétt, þótt fikra sé leitt af fika með -ra-viðskeyti. Orðin tákna að færa sig áfram með smáum, iðnum hreyfingum og tíðast áfjáðum. Af sömu rót er komið að fikta við eitthvað og no. fíkn, lo. fíkinn. Orðið heitinn er rétt notað með nafni framliðinna, t. d.: Ég þekkti Sigríði heitna og man ögn eftir Hjálmari heitnum (en hláleg er beygingarvillan: „Sigríði heitina“). Þetta orð heitinn merkir: sem heitinn var, sem kallaður var. Orðið sálugur er úr dönsku, salig. Margir halda, að af no. vofa sé dregið lo. voveiflegur, en svo er ekki. Váveiflegur er eldri mynd og skiljanlegri og mætti vel verða ríkjandi. Vá er háski, en veif er veifun, sveifla. Váveifleg- ur atburður er það, þegar vá, háska, er sveiflað yfir menn óvænt. Það er segin saga er gamalt orðtak um „sögu“, sem mjög oft hefur gerzt og víða og er á almæli. Fyrst mun þetta hafa verið segjandasaga (Z segjandi saga, saga sem alltaf mátti segja eða alltaf var verið að segja). En úr segjand—, sem ýmsum varð torskilið, bjuggu menn til fráskilið lo., seginn, í skyldri merk- ingu og mega nútíðarmenn vel hafa það orð. Seginn beygist eins og gaumgæfinn, hólpinn, borginn (Huginn og Muninn a. n. 1., þótt nafnorð séu), vakinn og sofinn. Eins ætti að beygjast lo. eiginn, t. d. vegna eigins heimilis. Hveimleiður er sá, sem hverjum (manni) er leiður, þvi að hveim er fornt þágufall af hver, eins og segir í Hávamálum: „— orðstírr / deyr aldrigi / hveim er sér góðan getr.“ Nú hefur orðið afbakazt fyrir skilningsskort og er oftast í tal- máli kvumleiður eða hvumleiður, en í ritmáli hvimleiður. Rit- málsmynd sú hefur fátt gott við sig, og er miklu betra að skipta hreinlega um og taka upp fornu, skiljanlegu orðmyndina hveim- leiður. „Heyr á endemi!“ á eftir uppruna að vera: Heyr á eindæmi! — Eindæmin eru verst, segir spakmælið, og þessi „endemis“-af- bökun er eindæmavitleysa, sem er búin að lifa nógu lengi. Hvað er: „án við löst at lifa“ í þessari vísu Hávamála:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.