Stígandi - 01.04.1944, Síða 50
STÍGANDI
BJARTMAR GUÐMUNDSSON:
í ORLOFI
Svo ég geri grein fyrir mér og ættinni:
Faðir minn var stórbóndi og stríðsgróðakarl, hét Jón og heit-
ir, ef hann er ekki dáinn af búsáhyggjum.
Hann bjó á óðali sínu Völlum, sem svo hefir heitið, síðan
landsnámsmaðurinn kom, og frá er sagt í fornum fræðum.
Jafnan voru vinnuhjú á Völlum. Sú öld er nú liðin, og man
ég hana samt. Lífsvenjubreytingar fækkuðu fólki á búi bóndans
úr átta eða níu niður í núll.
Ekki var þetta samt Jóni Jónssyni að skapi.
Hann gekk um flesta bæi í sinni sveit og falaði fólk til vistar.
En það var ekki til núorðið á lausum kili. Bændasynir stunduðu
nú mjög landvarnir fyrir föðurlandið með öðrum sonum þjóð-
arinnar. Og meyjamar voru komnar í búðir og hótel, skrifstofur
og matsölur, sumar, og enginn vissi hvert.
Jón Jónsson óðalsbóndi leitaði fyrir sér um næstu sveitir.
Sama sagan mætti honum þar á bæjunum. Þá auglýsti hann.
Og auglýsing hans fór landshornanna á milli í málgagni bænda-
stéttarinnar úr höfuðstaðnum.
Grafarþögn ríkti við þeirri auglýsingu.
Þá sneri bóndinn sér til Búnaðarfélagsins í örvæntingu og
baðst ásjár.
Þrem mánuðum seinna kom svarið: Ekki hægt.
Jæja. Lengi hafði hann lifað milli vonar og ótta, meðan mátt-
arvöldin þinguðu um örlög hans. Nú var því lokið.
Konulaus maður var Jón, þegar hér var komið ævi hans, ég
einbimi og skyldi erfa Vallaauðinn, þegar þar að kæmi. Og var
það mikið fé, eða svo sagði almannarómurinn, sem sjaldan lýgur.
Um skeið voru hér þrjú hundruð ær. Nú voru þær hálfu færri.
Brjóstveiki lagðist í búdýrin til ábata fyrir eigandann. Jón Jóns-
son hefði aldrei fækkað fénaði sínum af ráðnum huga, þó að
mannafli minnkaði við verkin og fjárgeymsluna. Hann var ekki