Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 53
STÍGANDI
í ORLOFI
131
Nú opnaðist hurð og kvenmannsfótur sté út á brautarkantinn.
Kvenmann hefi ég ekki séð á mínu heimili síðan í fyrra. Það
er alveg satt. Ekki eina veru, ekki einu sinni fót, varla sokk af
því fríða kyni. Fagurlega skapaður fótur þreifaði sig fram og
nam staðar á guðsgrænni jörðinni.
Ég gleymdi að hotta á hestana. Þeir stóðu, en ég sat og horfði
á það, sem koma skyldi. Slægjan hvítnaði í þurrkinum. Svitinn
rann af vinnuhestunum. Hvorugt sá ég, bara þetta:
Tvær stúlkur hoppuðu upp á túngarðinn og komu hlaupandi
og hjöluðu silfurorð sín á milli, sem ekki urðu þó aðgreind enn-
þá. Roskin kona staulaðist út um aðrar dyr og feitlaginn maður
við aldur á eftir henni, líklega forstjóri.
— Sæll manni minn, sögðu báðar meyjarnar í einu.
— Guðmundur minn og Jesías og Jerimías í hæðum og
himnaríki! Alveg er það draumur í dósarloki að vera komin upp
í sveit í heyskapinn og sólskinið og frelsið og æfintýrin! sagði
önnur mærin. Ekki satt, Gógó? Þær voru í buxum með göngu-
skó, í stökkum og heldur en ekki ferðamannalegar, sá ég.
— Hvað heitirðu, væni minn? sagði nú hin, sem ávörpuð
hafði verið með Gógóarnafninu. Ég er Gógó. Þessi er Bíbíbí. Nú
verðurðu að segja, hver þú ert. Ekki klumsa og sveitó, svona
sætur piltur og huggulegur.
— Jón, sagði ég, en orðin sátu enn hálf-föst í hálsinum. Bráð-
um rættist samt úr því við alúð kvennanna og lítillæti, enda lá
nokkuð við að standa sig. Bílstjórinn dittaði að bifreiðinni. For-
stjórinn sté á þúfu og frúin tyllti sér á tá. Svo bentu þau á feg-
urð náttúrunnar, hann með allri hendinni, hún með vísifingri.
— Á að láta þetta allt inn í hlöðu í kvöld? sagði Gógó og dif-
aði með tánni undir síðasta múginn minn. Ó, hvað það er hríf-
andi að fara í heyskapinn. Ég er bara spennt að drífa alla þessa
heyglás inn í hlöðu strax í kvöld.
— Drengur, sagði Bíbíbí, af hverju ferðu ekki ofan af þess-
ari hjólatík og ferð að hætta þessu slátturíi í kvöld?
Ég hafði dvalið um sinn í nýrri veröld. Nú áttaði ég mig og
sté til jarðarinnar.
—- Hvert eruð þið að halda? sagði ég, og fór að losa sláttu-
hestana frá.
— Halda? Halda. Hvað er það? sagði Bíbíbí.
— Að fara, sagði ég til leiðréttingar. Hvert er ferðinni heit-
ið, á ég við?
9*