Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 55

Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 55
STÍGANDI í ORLOFI 133 — Ekki man ég nú lengur, hvenær farið er í göngurnar, sagði forstjórinn, þó bjó ég einu sinni í sveit. Er það ekki eitt- hvað um þetta leyti árs? Mig minnir það helzt. — Það er á haustin í september, sagði ég, en rekið á afrétt um þetta leyti. — Já, vissi ég, sagði forstjórinn. Annað hvort var það fjall- reksturinn eða göngurnar. Hvort tveggja eru skemmtilegustu ferðalögin í lífinu. Konan hans var líka gömul sveitakona og hjálpaði mér við skyrið, og kunni það. — Mikið sakna ég þess, að hafa flutt úr blessaðri, blessaðri sveitinni, sagði hún með viðkvæmni. Maðurinn minn ætlar að kaupa jörð, ef hann fær nógu stóra og góða með stangarveiði og náttúrufegurð og stóru túni og engjum og víðlendi undir stórbú. Það eru svo miklir styrkir og svoleiðis til bændanna, kjötstyrkir og smjörstyrkir, og ég veit ekki hvað. Er ekki einhver styrkur út á þetta skyr og alla hluti? Og konan hrærði skyrið eins og gömul búkona. — Ha, styrkur? sagði ég orðlaus og hissa. Þá kom Gógó í búrdyrnar og bjargaði sóma mínum öðru sinni, því að ekki mundi ég um skyrstyrkinn. Hér stendur hún á þröskuldinum, berhöfðuð með ljósa lokk- ana niður á herðar í þúsu'nd sinnum þúsund liðum og heit augu og reikandi í spori af ferðaþreytu. — Ó, þú hefir svo mikið fyrir þessu öllu, sagði hún og kom við mig óviljandi, þar sem hjartað er innan undir. — Að hugsa sér, að vera búin að ferðast yfir sjö öræfi og átta fjöll og bragða ekki þurrt eða vott. Hingað til hafði þessi mær verið í mínum augum eins og hver önnur. — Ó, hvað ég get verið svöng og þreytt, andvarpaði mærin. Er ekki lax og hangiket og steik? Ég skal steikja og sjóða og elda. Ég kann það. Það má ekki, að þú gerir allt, drengur, þegar allt fólkið er fjarverandi. — Því miður höfum við ekki kjöt, stamaði ég, ekki á þessum árstíma. — Ekki til, sagði stúlkan vonsvikin, ekki til í sveitinni? Eru ekki dilkar og gemlingar og kindur og fé? En það er þó lax í ánni? Og hún benti á gluggann, sem vissi að áráttinni. — Áin er á leigu, sagði ég.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Stígandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.