Stígandi - 01.04.1944, Qupperneq 58
136
I ORLOFI
STÍGANDI
klappa ljáinn sinn. Nú er hann genginn niður á völlinn að slá
hólmann minn frá í gærkvöldi.
— Hann er ötull, þessi gamli maður, sem þið hafið við hey-
skapinn, sagði forstjórinn. Svona trúmennska er fágæt nú á dög-
um hjá vinnulýðnum.
— Já, sagði ég, hann er ekki sérhlífinn. Meira vildi ég ekki
teygja úr því tali.
Forstjórinn sté á gamlan fiskastein á hlaðinu og benti á feg-
urð sveitarinnar með hendinni og frúin með vísifingri.
Hér er Iða gamla, elfurin, og hér er tún í sumarskrúða og ný-
sleginn hringur í því fram af varpanum, og Jón Jónsson faðir
minn og húsbóndi að slá sléttuna við tá sér eins og faðir hans og
afi og allir þar á undan. En túngresið hreykir sér í yfirlæti af
gildleika sínum og lengd. Kannske það eigi eftir að lækka í loft-
inu og leggjast út af og hverfa aftur til jarðarinnar, sem gaf það.
Beitilönd brosa við sólu á allar hliðar, og fjórar kýr háma
gras niðri í Árkrók og safna í júfur sín hinum hvíta drykk, sem
einhver kynni að súpa, ef annar vildi mjólka niður úr spen-
unum.
Bílstjórinn kemur ofan tröðina frá að setja í gang og Bíbíbí
hleypur ferðbúin á móti honum.
Gógó kemur út úr bænum síðust allra með kápu á hand-
leggnum og sólskin í hárbylgjunum, fölleit og grannvaxin mær
með dálítinn barm og fegrun sína geymda sem fjöregg í brúnu
leðurveski.
— Ég fylgi úr hlaði, sagði ég. Svo marséruðum við upp á
þjóðveginn.
Allt líf hefir meiri fyllingu í fjarlægðinni. Það er auðséð á
öllu. Andrúmsloftið er á hraðaferð héðan meira að segja. Þegar
þetta fólk er farið, er ekkert lífsloft framar fyrir mig. Og sendi-
boði hefir komið, sem snart mig og ákallaði í líki meyjarinnar í
sakleysi. Það er lífsgæfan.
Nú stöndum við á brautinni og bíllinn nötrar af ferðaþrá.
— Má ég vera með eina bæjarleið? segi ég.
Bíbíbí varð fyrst til að svara:
— Það má bæta mér við í framsætið, og hvarf þangað án
fleiri orða.
Gógó hliðraði til í aftursætinu bak við forstjórahjónin.
Svo smullu hurðir í lásana og gljábíllinn rann af stað inn í
framtíðina.