Stígandi - 01.04.1944, Side 63

Stígandi - 01.04.1944, Side 63
STÍGANDI SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 141 anna, sem aldrei kom til byggða allan sinn varðtíma, réttar 14 vikur. Þess skal getið viðkomandi Sveini Magnússyni, að sonur hans, Kristján Ingi, liefir sagt mér, að Pétur Andrésson, bóndi í Stokk- hólma, muni liafa haft hans vörzlu á hendi að einhverju leyti um sumarið, í verkaskiptum, með því að Sveinn var atkvæða-sláttu- maður, en Pétur þoldi miður erfiðisvinnu. Pétur bjó um langt skeið í Stokkliólma og var merkur bóndi. Hvenær hann dó, veit ég ekki. Allir voru menn þessir kunnir að trúleik og samvizkusemi í störfum. Þeir voru flestir enn á bezta aldursskeiði, jró að sumra jreirra nyti ekki lengi við eftir Jretta. \rar tilfinnanlegt skarð höggvið í bændahóp Goðdalasóknar, er þeir féllu frá, með rúm- lega mánaðar millibili, nágrannarnir, Hjálmar á Breið og Guð- mundur á Tunguhálsi, 3J4 ári síðar. Vörður í byggð og allt suður að Keldudalsá hófst um sumar- mál og stóð þar til fé var almennt tekið í hús um haustið. Um Jökuldal, en svo heitir efri hluti Keldudals varðsvæðsins, hófst liann um rniðjan maí og stóð Jrar til að liinar lögboðnu göngu liöfðu verið gerðar um haustið, en á efstu varðstöðvunum frá miðjum júní til fyrstu gangna. Laun varðmannanna voru þessi: Þeirra, sem voru í byggð, 3 krónur á dag, á Keldudalsvarðstöðvum kr. 4.00 og 4.25 og loks Jreirra, sem voru í Pollum, 4.25 og 4.50 á dag. Þótti Jretta allgott á þeim tíma. Og það var greitt í peningum, og Jrað Jrótti öllum almenningi nokkurs virði þá. En Jress ber að gæta, að varðmaður- inn þurfti að vinna alla daga, jafnt helga sem virka, og auk þess að leggja sér til hest. Þess utan bar Jreim Sigtryggi og Hjálmari á Þorljótsstöðum að sjá um matvælaflutning handa sér og sínum félögum, þegar þess þurfti með um sumarið, enda höfðu þeir hvor um sig 25 aurum meira á dag. Þeir, sem vörðu í byggð, gátu allir, líklega þó að Gísla undanteknum, matast og sofið heima hjá sér. Þeir urðu að fara 2 ferðir til og frá á dag um sitt varðsvæði, a. m. k. 4 þeir nyrztu. En Jreir, sem vörðu í óbyggðum, fóru aðeins eina ferð á dag. Mér var vörður þessi allvel kunnur, einkum í óbyggðunum, enda tók ég ofurlítinn þátt í honum. Ég var þá 14 ára gamall og átti heima á Þorljótsstöðum hjá áðurnefndum Hjálmari. Sá bær er

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.