Stígandi - 01.04.1944, Síða 67

Stígandi - 01.04.1944, Síða 67
STÍGANDI SÍÐASTI FJÁRKLÁÐAVÖRÐURINN 145 Venjulega var lagt af stað um kl. 7]/2 að morgni og komið heim kl. 4—5 síðdegis. Sá, sem fór suður með ánni, varð jafnan á undan heim, því að hinum dvaldist alltaf eitthvað hjá varðmönn- inum að norðan, við Pallaklif. Eftir heimkomuna var hafin mat- reiðsla, og tók hún nokkurn tíma. Vistir voru fluttar til varð- mannanna á hálfsmánaðar fresti, en að ýmsu leyti urðu þeir þó að matbúa handa sér sjálfir. Stórelda gerðu þeir úti, og brenndu feysknum kvistum, beinum o. fl. Annars höfðu þeir olíuvél inni. Silungsveiði stunduðu þeir ofurlítið í lagnetsstúf, aðallega í Reiðarvötnum, og eitthvað skutu þeir af fuglum. — Eftir snæðing var byrjað á þjónustubrögðum og öðrum heimilis- störfum. Skóslit var talsvert, því að stundum var farið gangandi á vörðinn, einkum þó Björn til að hvíla hest sinn, en hann hafði aðeins einn og hinn sama allan tímann. Eg fór og einnig nokkuð gangandi þá daga, er ég var þar efra. Norðasti hluti varðsvæðis- ins, Pallarnir, verður og trauðlega farinn á hesti. — Það þurfti því oft að bæta skó og gera að sokkum og þurrka þá. En ekki var um annað að ræða en íslenzka leðurskó, aðrir gönguskór þekktust ekki þarna í sveit á þessum tíma. Stundum fór og nokkur tími í að safna sprekum til eldsneytis, svo og til veiðiskapar. Ef kindur fundust á varðlínunni varð að reka þær norður í Orravatnarústir, eða jafnvel lengra. Seinkaði það stundum heimkomu varðmann- anna. Þá gerðu þeir og stundum sér til dægradvalar að hlaða vörður, helzt þar sem liátt bar á, eða á sérkennilegum stöðum, og gáfu þeim smellin nöfn og heimilisfang. — Að síðustu settist Björn við dagbók sína, — en það var lítil vasabók — og skrifaði í hana viðburði dagsins. Gerði hann það allt sumarið, en oft mun hann liafa haft frá litlu að segja. Stundum mun eitthvað liafa verið til að lesa. — Svefntíminn var nógur og hvíld yfirleitt, og mátti telja líðanina góða þarna. Tjaldið reyndist vel, þó að það væri aðeins úr þunnum léreftsdúk. Vissi ég ekki til, að það læki né að hæfi- legan hita skorti þar, enda var þetta sumar fremur hlýtt og þurr- viðrasamt norðanlands. Þó snjóaði nokkuð þarna efia um fyrstu lielgina eftir komu okkar Björns þangað. Ekki er hægt að segja, að líf þetta væri tilbreytilegt, í það minnsta fyrir efstu varðmennina tvo, sem fjarri voru byggð og aldrei fengu heimsókn af nokkrum. Á þeim tíma voru fjallaferðir þær, sem nú eru orðnar ein helzta sumarskemmtun ýmsra kaup- staðarbúa og fleiri, með öllu óþekktar, enda óhætt að segja, að þá var of mörgum litið á óbyggðirnar meira með ugg en aðdáun. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.