Stígandi - 01.04.1944, Side 79
STÍGANDI
LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR
157
veggi, húsmuni, eða mannlega lík-
ama, án þess að um vitunarsnert-
ing hafi verið að ræða. Eru þessar
verur, sem eiga tilveru á hinu sama
ósýnilega, en fasta sviði, svipaðar
hinum ókristölluðu frostrósaform-
um? Getur ekki skeð, að til séu aðr-
ar verur, sem fara eða ganga í gegn-
um svipina, án þess að hvor viti af
annarri? Og er ekki líklegt, að á
þessu sérstaka tilverusviði, hinni
sambræddu fimmtu stærð, sé að
finna frummyndir allra forma, sem
þekkt eru hér á jörðu?
Frá þessu sjónarmiði getum við
byrjað að ræða um fimmtu stærð-
ina sem ásigkomulag, þar sem ótelj-
andi hlutir eða form þeirra búa eða
hafazt við á sama stað. Hugsi mað-
ur sér, að fjölda reykjarhringa væri
blásið frá ýmsum áttum til eins og
sama staðar, þá mundi ástandi
reykjarhringanna svipa til þess fyrir-
komulags, er búast má við, að eigi
sér stað í fimmtu stærð. Samlíking-
in er vitanlega ófullnægjandi, en
getur þó leitt til nokkurs skilnings á
því, sem reynt hefir verið að segja
frá.
Við verðum að reyna að gera
okkur ljóst, að ótölulegur fjöldi
forma — sum kunn, önnur ókunn —
liggja svo þétt og samanofin í rúm-
inu, að ekkert, sem við þekkjum í
sjónarheimi vorum, kemst þar í
nokkurn samjöfnuð. Hvaðan þessi
form eru komin, og hvort þau eiga
tilveru sína í breytilegum loftlögum,
eða við hvað þau eru tengd, eru
spurningar, sem við munum síðar
fást við.
Vísindamenn hafa sannað, að
hægt er að ákveða sveifluhraða
hugsananna, og einnig að ákveðnar
hugsanir hafa breytilega öldulengd,
og að þær, þrátt fyrir þetta ósam-
ræmi, eiga tilveru sína á sama blett-
inum, án þess að truflast hvor af
annarri. Allt í tilverunni, sem náð
hefir einstaklings þroska, sellan,
frumögnin og jafnvel hugsunin,
varpar frá sér geislum. Þær starfa á
líkan hátt og rafhlaðan; eiga sínar
sérstöku bylgjulengdir og sam-
kvæmt þeim lögum varpa þær út
orku, sem hefir svip, lit og form,
með öðrum orðum, bera sín ein-
staklings einkenni. Við getum rann-
sakað byggingu sellanna í smá-
sjánni, en ekkert áhald er enn fund-
ið, er sýni form hugsunarinnar, en
það mun verða fundið.
Útvarp og önnur þráðlaus tæki
sanna, að talað orð geislast út um
víða veröld, og að unnt er að ná því
úr loftinu, ef hin réttu tæki eru fyrir
hendi.
Hvert mannlegt hljóð, kvak fugla
og raddir dýra, geislast út um geim-
inn. Ahald það, sem áður er getið,
og nefnist eidophone, og sem til
bráðabirgða mætti nefna framkall-
ara formsins, sýnir okkur form þau,
sem hljóðið veldur, þegar frum-
myndin hefir orðið fyrir orku þess.
Auðsætt virðist, að formið sé
frumatriði, geislun hið síðara, það
er formið, sem skapar ölduna. Virð-
ist því rétt að skipa því sæti í
fimmtu stærð, eða hinni innstu
stærð. Við höfum ástæðu að ætla,
að fimmta stærðin innibindi allar
tegundir forma, sem til kunna að
vera, og að þar muni alheimssálin
dvelja, sem er byggingameistari og
listahöfundur í senn. Sé formið til,
í þessari ósýnilegu tilveru, þá geisl-
ast það út, vegna áhrifa fjórðu
stærðar, til efnislegra hluta, og fær
á þann hátt sundurgreiningu og líf.
Fjórða stærðin verður því hlekk-
ur á milli anda og efnis. Hún er tæk-
ið, sem flytur formið, og að síðustu
verður efnið tæki, eða flytjari, og
líkamsgerving hugsunar og orku,
bæði fjórðu og fimmtu stærðar.