Stígandi - 01.04.1944, Side 81

Stígandi - 01.04.1944, Side 81
STÍGANDI LEYNDARDÓMAR TILVERUNNAR 159 Kraftar fimmtu stærðar, hverjir sem þeir reynast, eða hversu marg- brotnir, munu taka öllum öðrum langt fram. Við höfum reynt að leiða athygli að hinum lítt skiljanlega krafti, sem heldur áðurnefndum formum í föst- um skorðum þrátt fyrir allar þær truflanir, sem andrúmsloftið er und- irorpið. Kraftur eldsins er vissulega mik- ill, en hann er einnig næmur fyrir mörgu. Raforkan þarfnast hreyfing- ar, hún þarf að koma frá stað og fara til staðar, og hún eyðist, en hinn dularfulli máttur fimmtu stærðar hlýðir öðrum lögum. Form- in, sem hann geymir og varðveitir, eru þar, sem þau eru, því að það er frumorka sköpunarkraftsins, sem umlykur þau og verndar gegn öll- um breytingum. Því skyldi veitt eftirtekt, að myndir af jurtagróðri, sem koma fram á gluggarúðum, færa líkur að þeirri hugmynd, að mynd eða form mannslíkamans sé geymt í völund- arhúsi fimmtu stærðar. Ef til vill kristallað á annan hátt og með öðr- um bylgjuhraða, og sennilegt er, að framköllun þess krefjist annarra hluta en hitamunar, til þess að hún verði sýnileg eða líkamist. Áður en gler var fundið upp, hafði enginn séð frostrósir, og þá hefði verið bor- ið á móti, að slíkt fyrirbrigði væri til. Enginn vafi leikur á því, að maðurinn á eftir að skapa flöt eða yfirborð, sem önnur og merkileg form munu birtast á. Við skulum líta á möguleika fyrir þvílíku tæki, og hvað það sé, sem unnizt hefir á því sviði: Athugun fimmtu stærðar hefir leitt í ljós þessi atriði: (a) Að form eru alls staðar í loftinu. (b) Að mörg form búa á sama bletti, en sjálfstæð. (c) Að það er frumform- ið eða einstaklingseðlið, sem sendir frá sér geislanir. (d) Að það er of- urorka bak við allt þetta, sem varð- veitir það óhagganlega. Finnum við þá nokkur dæmi til samanburðar þessum atriðum í líkama mannsins? Við skulum grípa dæmi af handa- hófi, úr sögu læknisfræði og sjúk- dóma: Kona var langt leidd af krabba- meini. Hún var skorin upp, en þá kom í Ijós, að meinið hafði sáð frá sér, og lækning var óframkvæman- leg. Læknarnir saumuðu saman sár- ið, án þess að hafa gert nokkra til- raun til að skera fyrir meinin. En þegar konan vaknaði, eftir svæfing- una, sögðu þeir henni, að skurður- inn hefði tekizt ágætlega. Konunni batnaði skyndilega og að fullu. Öll sjúkdómseinkenni hurfu. Fyrir nokkrum árum hefði þetta verið óskiljanlegt. Á síðustu tímum hafa vísindin þokazt það áleiðis, að hægt er að gizka á orsakir batans. Sá skilningur hefir fengizt, að sjúk- dómar og heilbrigði eru í afar nánu sambandi við sveiflur. Sjúkdómar og heilbrigði eru á valdi sveiflna og hljóðfalls. Raskist þessi áhrif, eða hið heilbrigða starf þeirra í líkaman- um, þá leiðir það til sjúkdóms og dauða. Sé aftur á móti hægt að færa þetta í rétt horf, og skapa annan hraða — nýtt tempo, þá virðast hin- ar jákvæðu og neikvæðu eindir fylkja sér til nýrrar atlögu gegn sjúkdóminum og mynda nýja vefi og efni. Líkur árangur hefir orðið af nýj- ustu ljósalækningunum, t. d. af infra-rauðum ljósum, útfjólubláum geislum, radium o. fl. Þessi lækn- ingatæki hafa hjálpað hinum öðrum geislum, er sífellt ganga i gegnum likama mannsins. Þessi nýju tæki hafa stytztu öldulengd, en mjög háa

x

Stígandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.