Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 10

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 10
Þessi tapsrekstur okkar á sér reyndar langa sÖgu, og verður hún ekki rakin hér. En hversu óstjórnlegur liann hefir orðið á hinum síðustu árum, stafar a. m. k. að verulegu leyti af samábyrgð margra flokka á stjórnarháttum okkar. Málum okkar hefði tvímælalaust verið miklu betur komið, ef við hefðum látið stærsta þingflokk okkar bera einan ábyrgð á stjórn landsins síðan 1942. Þetta er sannarlega ekki sagt af neinni sérstakri trú á Sjálfstæðisflokkinn eða stefnu hans í íslenzkum stjórnmálum. Sá, sem þetta ritar, telur sig andstæðing flokksins og stefnu hans fullkominn. En í stjórn hvers lands er betra að veifa röngu tré en öngvu, betri stefna, sem fer vill vegar en engin stefna, og fyrir öllu er það, að einhverjir beri fulla ábyrgð á stjórnarathöfnunum, geti staðið og fallið með þeirn, og að til séu einhverjir að taka við, þegar þeir, sem með stjórnina hafa farið, eru flæktir orðnir í afglöpum sínum og riða til falls. Um það öngþveiti, sem nú er í íslenzkum stjórnmálum og fjármálum, geta stjórnarflokkarnir kennt hvor öðrum, og það með rökum, því að þeir eru allir nokkurn veginn jafn sekir. Ef koma á fram ábyrgð á hendur þeim, verður því að koma henni á þá alla, eigi þeir að falla á sínum afglöpum, verða þeir allir að falla, en engum þeirra ber öðrum frarnar siðferðilegur réttur eða skylda að taka við, og engum þeirra sýnist öðrum frernur trúandi til þess. Þeir hafa að vísu allir lýst einhverjum stefnumörkum urn innanlandsmál, en enginn þeirra hefir sýnt, að honum væri stefn- an það alvörumál, að hann vildi standa eða falla með henni. Svo virðist, að til séu menn, sem ala þær vonir í brjósti, að með einu ráði megi losna úr þessu fjármálaöngþveiti, sem við erum í, því, að ganga í hernaðarbandalag með „hinum vestrænu þjóð- um“, Atlantshafsbandalagið, sem nú er boðað og undirbúið. Litlu síðar en fyrst fréttist, að það bandalag væri í uppsiglingu, fór einn alþingismaðurinn á stúfana, auglýsti fyrirlestur um „varn- arlaust land, tómar búðir“. Þegar fyrirlesturinn var síðan prent- aður, var reyndar sleppt úr fyrirsögninni tómu búðunum, en í þess stað sett mottó: „Þú vissir ei þig gisti í gær hið gullna augna- blik.“ Þetta „gullna augnablik“ var að vísu samkvæmt því sem fyrirlesarinn segir, „í gær“, þegar okkur bauðst það 1945, að her yrði áfram í landinu, fjölmennur amerískur her. Er slíkt að vísu nokkur staðfesting á því, sem hvíslað var manna milli í Reykja- vík, þegar það boð kom fyrst (og átti þó lágt að fara), að við ætt- um kost á að fá 300 milljónir á ári, sumir hvísluðu krónur, aðrir dollara, fyrir þau fríðindi okkur til handa, að Bandáríkin héldu 8 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.