Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 55

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 55
FYRSTA HRAUNSRETTARFERÐIN Eltir BRAGA SIGURIÓNSSON [Hraunsrétt er í landi Hrauns í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Er talið, að hún og Stafnsrétt í Svartiírdal í Austur-Húnavatnssýslu séu stærstu réttir norðanlands. Svo segja fróðir menn, að Hraunsrétt hafi verið byggð um 1830, þar sem liún er nú, en áður var hún vestan undir Hraunstúni, og sjást þar enn mosagrónir veggir hennar í hraunkambi. Sú rétt var þannig byggð, að dilkar — a. m. k. margir hverjir — voru eigi áfastir almenningi, og sést, að þeir hafa verið harla litlir. Bendir það á fjárfæð bænda á tíð þeirri, er sú rétt var reist. Sagt er, að bændur í Helgastaðahreppi hinum gamla — Aðaldælahreppi og Reyk- dælahreppi, sem nú er — hafi samið svo við Jóhann Ásgrímsson, föður Sigurbjarnar skálds frá í’ótaskinni, cr Hraunsrétt var flutt, að hann hlæði almenninginn gegn því að fá haustlamb frá hverjum búanda hreppsins að verkinu loknu. Sjálfir hlóðu bændur dilka sína. Stærð almennings er 90 x 20 m, eða 1800 nr. Er honum skipt um miðju með tvíhlöðnum hraungrýtisvegg, nær axlarháum, og eru breiðar dyr í milli sínar við hvern hliðarvegg. Dilkar munu vera 34, og er stærð þeirra 5432 fermetrar, þannig að öll er réttin 7232 fermetrar. Lengi var enginn safnhringur við Hraunsrétt, en fé allt rekið inn í almenning og dilka kvöldið fyrir réttardag. Voru tveir menn látnir vaka yfir réttinni, svo að eigi tapaðist úr henni eða træðist undir. Voru þetta fjallskil þeirra. Þá var það eitt haustið, að fjögur lömb lágu dauð og sundurtroðin í réttinni að morgni, og varð það sú ráðning, sem þurfti til framkvæmda. Vorið eftir var stór safnhringur hlaðinn norðan við réttina og dyr teknar á norðurstafn hennar, og þar rekið inn. Safnhringur þessi er 3740 ferm. og er þar skjól gott fyrir norðanillviðri. Allt þangað til að mæðiveikin þingeyska tók að herja á búfjárstofn bænda í sýslunni, var Hraunsréttardagurinn einn mesti hátíðisdagur manna í lágsveitum Suður-Þingeyjarsýslu austan Kinnarfjalla. Þangað safnaðist mikill mannfjöldi, bæði karlar og konur, og sjaldan sást stærri hestafloti saman kominn en þann dag, unz bílar leystu hestana þar af hólmi, eins og við aðrar ferðir. Áhugi unglinga á að komast á réttina var óstjórnlegur, því að sá dagur var í augum þeirra engu minni hátíðisdagur en jólin. — Br. S.j Það er sunnanfar í lofti og öðru hverju slítur regndropa úr skýjum. Ég hefi verið að flytja votaband á 4 hestum framan úr Kjarnagerðisstykki allan daginn, en nú er síðustu ferðinni lokið, og ég og faðir minn erum að hleypa niður af hestunum á sléttun- um sunnan og neðan við Litlulaugabæinn. Það er farið að rökkva, STÍGANDI 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.