Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 38

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 38
slíkar afleiðingar þar, mundi bjarga lýðræðinu meðal annarra þjóða, því má hver trúa, sem vill. Við skulum þá snúa okkur að hinum höfuðaðilanum á sviði heimsstjórnmálanna, Sovétríkjunum. Eins og Bandaríkin eru þau til orðin í byltingu, sem um margt er svipuð amerísku bylt- ingunni, og borin uppi af skyldum hugsjónum. Þróun liennar tekur þó allt aðra stefnu. í stað þess, að lýðræðið í Bandaríkjun- um helzt við að bókstaf og yfirlýsingu, en takmarkast í reynd af andstæðum þjóðfélagslegum skilyrðum, þá er lýðræði ekki komið á að formi til í Sovétríkjunum, mörg almenn mannréttindi lengi vel ekki staðfest, og sum ekki enn, því beinlínis lýst yfir, að fram- kvæmd lýðræðisins sé ekki möguleg vegna sérstakra þjóðfélags- legra skilyrða, stöðugrar árásarhættu á hið unga ríki, og vegna þess mikla verkefnis, sem fram undan var, og allt annað varð að víkja fyrir: atvinnidegri uppbyggingu liins víðlenda og frumstæða ríkis. Flestir þeirra Vestur-Evrópumanna, sem litu með samúð og skilningi á hina rússnesku byltingu og þjóðfélagsþróun, en voru á hinn bóginn ákveðnir lýðræðissinnar, munu Iiafa talið það rétt, að skilyrði til frjáls og lýðræðislegs stjórnarfars væru ekki fyrir hendi í Sovétríkjunum .Það, sem þeir vonuðu, var, að þróunin myndi ganga í þá átt eftir því, sem hið nýja þjóðfélag yrði öflugra og hættan á erlendum árásum minnkaði, og ýmislegt hefir á stund- um bent í þá átt. Eins og sakir standa er þó óhætt að segja, að þeim hafi enn ekki orðið að von sinni, og útlit allt harla tvísýnt um, að svo verði. í þeim nágrannalöndum Sovétríkjanna í Austur- Evrópu, þar sem álirifa þeirra hefir gætt mest, liafa á seinustu árum átt sér stað svipaðar byltingar og lík þróun og þar, enda skilyrði öll um flest lík, að Tékkoslóvakíu þó að nokkru leyti undantekinni. í sambandi við jjessa þróun er það umfram allt athugandi, að eitt frumskilyrði jiess, að frjálslegt stjórnarfar geti jiróazt, öryggi út á við, hefir aldrei verið fyrir Iiendi. Það má heita, að allur heimurinn hafi í 30 ár verið í stöðugu samsæri gegn jæssu eina ríki. Rétt eftir að landið er búið að hrinda af höndum sér stórkostlegustu innrásarstyrjöld veraldarsögunnar, sem kostaði J:>að 7 milljónir mannslífa, er því Iiátíðlega ógnað með atómsprengj- unni. Fyrsti og síðasti bókstafurinn í stafrófi Jæss áróðurs, sem mest er rekinn erlendis, er að þetta ríki ógni allri veröldinni, og þar á meðal þessu landi, með árásarstyrjöld, og fyrir því vaki ekkert annað en heimsyfirráð. í jæssum áróðri eru fólgnar ósam- rýmanlegar mótsagnir, sem þegar liggja í augum uppi. Annars 36 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.