Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 41

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 41
varps- eða blaðamaður okkar megín við „járntjaldið“ lét svipuð orð falla. Aðrir létu betur yfir, t. d. John Foster Dulles, fyrrver- andi tilvonandi utanríkisráðherra í stjórn Deweys, fyrrverandi tilvonandi forseta Bandaríkjanna. Honum þótti þingið nokkuð gott. Má vera. Má vera, að enginn hafi í fyllstu alvöru búizt við meiru. Heimurinn er orðinn svo vanur því upp á síðkastið, að þeir, sem telja sig sjálfkjörna til þess að leysa vandamálin, setjist í rökstóla nokkrum sinnum á ári, munnhöggvist í nokkrar vikur, taki ákvarðanir um hin smærri mál og ómerkari, en segi síðan fundi slitið. Öll stórmálin, allt sem í raun og sannleika skiptir máli fyrir framtíð þína og mína og þessa svokölluðu menningu okkar allra, er látið óafgreitt. Sjálf deilumálin, bjórarnir í hrá- skinnaleik stórveldanna, eru eftir sem áður hangandi sverð yfir höfði mannkynsins, og „kalda stríðið“-er háð af hálfu meira kappi en fyrr. Hvað veldur? Hvernig stendur á því, að allar þessar ráð- stefnur bera svo raunalega lítinn árangur? Vegna þess að sam- komulag næst ekki, er okkur tjáð. Vegna þess, að Rússar hafna allri samvinnu í tíma og ótíma, segja talsmenn Vesturveldanna. Vegna þess, segja Rússar aftur á móti, að Vesturveldin nota meiri- hlutaaðstöðu sína á þingum og í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til þess að berja blákalt fram vilja sinn án nokkurs tillits til óska minnihlutans, og neitunarvaldið er því okkar eina vopn. Þessar skýringar hvor um sig renna ljúflega niður í andleg meltingarfæri þeirra, sem kjósa að sjá eina lilið á hverju máli, en hitt hélt ég hafa seytlað inn í flesta, íslendinga að minnsta kosti, þegar á unga aldri, að sjaldan veldur einn, þá tveir deila. Það virðist til of mikils ætlazt, að andi þeirra einföldu sanninda, þótt hvert mannsbarn skilji, svífi yfir vötnum „hinna stóru“ ográðstefnum þeirra, þegar mest á ríður. Og að sá vægi, sem vitið liefir meira, er sennilega of einföld og barnaleg úrlausn vandamála til þess, að þeir Marshall og Molotov láti sér sæma að líta við henni. Hefir ykkur annars aldrei furðað á því, lesendur góðir, að stjórnmálamenn virðast ekki þurfa að búa sig undir ævistarf sitt á sama hátt og flestir aðrir dauðlegir menn. Engum, sem ekki liefði hlotið nokkra læknismenntun, rnyndi koma til hugar að reyna að gera botnlangaskurð; enginn getur prentað bók, nema hafa eitthvað gluggað áður í viðkomandi iðngrein; og af öryggis- ástæðum þykir rétt að meina öðrum en fullgildum rafvirkjum með langt nám að baki að gera við bilað straujárn. En hver sem er getur orðið stjórnmálamaður, jafnvel forustumaður heillar STÍGANDI 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.