Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 63

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 63
 rýni á þeim bókfræðilegn atriðum, er mestu þykja varða um samningu bókar- innar og varðveizlu, stórum kortum, þar sem á eru mörkuð öll landnámin, og að lokum með áttföldu registri, fyrst yfir öll mannanöfn, þá staðanöfn, rit og kvæði, scm nefnd cru, ættanöfn og þjóða, næst yfir dýr, skip, sverð o. Q., þar á eftir hauga og kuml, ennfremur efni (allt, er snertir menningu, atvinnuvegi o. fl.), og loks er sérstök skrá yfir alla landnáms- ntennina, og eru þeir taldir i röð frá Jökulsá á Sólheimasandi vestur Suður- land, um Vesturland, Norðurland og Austurland til Jökulsár. Vissulega er þessi útgáfa merkilegt vitni þess, að enn er menning okkar ís- lendinga sérstæð að ýmsu leyti, þrátt fyrir þann breka erlendra áhrifa, sent yfir okkur hefir brotið á síðari árum. Ekki er það síður vitni um sérstöðu okkar, að mönnum virðist það furðu lítið ljóst, hversu sérstæð og einkennileg þessi útgáfa er. Mönnum finnst jafnvel að hún vera sjálfsögð í hendi hvers full- lesandi manns hér á íslandi. Hitt er eftir að vita, hversu margir verða til þess að stafa sig gegnum handritasamanburðinn. Fer það vitanlega eftir því tvennu, hversu vel menn treysta vandvirkni út- gefandans og hvort hinn forni menn- ingararfur okkar er enn lifandi Iíf mikils hluta þjóðarinnar eða aðeins forn leif. Hér verður ekki um vandvirkni út- gefandans dæmt. Bæffi er, að til þcss skortir þann, er þessar línur ritar, þekk- ingu og heimildir, og í annan stað hefir Stígandi falið það öðrum, sérfróðum manni, og má vænta ritgerðar hans um útgáfuna í næsta hefti tímaritsins. Þess skal þó getið, að tortryggilega margar prentvillur eru í útgáfu þessari, bæði leturrugl mjög til óprýði og svo staf- villur. Sumt af þessu er leiðrétt í skrá yfir prentvillur, er fylgir á sérstöku blaði, en miklu fleira blasir við þegar við fyrsta lestur. En við það hlýtur að vakna nokkur tortryggni gagnvart hand- ritasamanburðinum, sein krefsl miklu meiri aðgæzlu en prófarkalesturinn. En með handritasamanburðinum stendur eða fellur þessi útgáfa sem vísindalegt verk. Til lestrar fyrir alþýðu manna mundi bókin hafa verið aðgengilegri, hefði einu aðalhandriti verið fylgt í megin- máli (t. d. Sturlubók, eftirrit sr. Jóns Er- lendssonar, eða Hauksbók), en frábrigði annarra handrita neðanmáls, og var sá háttur þó engu síður vísindalegur. Enn var sá háttur til, að gefa bókina út á líkan hátt og Sturlungasaga var gefin út á sl. ári, og þannig mundi útgáfan að líkindum átt auðveldast með að ná skjótum vinsældum, en þá hefði hún heldur ekki einstæð orðið og ekki því- líkt gersemi fyrir bókasafnara, sem þessi útgáfa hlýtur að verða. Þó að útgáfa þessi sé nokkuð þung í léstri vegna handritasamanburðarins, þegar lesið er áfram að venjulegum hætti lesenda, þá er þess jafnframt að geta, að registur þau, er henni fylgja, gera hverjum þeim, er fletta vill upp því, er hann fýsir að vita á hverjum tíma, mjög auðvelt að nota bókina. Einnig gera kortin hana að þessu leyti handhæga, auk þess sem þau hljóta að verða hverjum áhugasömum lesanda mjög til skemmtunar. En um öryggi þeirrar vinnu, sem bak við registrin og kortagerðina stendur, verður hins vegar ekki dæmt að þessu sinni, heldur verður það látið bíða næsta heftis. Útgáfan er myndarleg og svipmikil af forlagsins hálfu. Heildarútgáfa af ritum Guðm. G. Hagalíns. Guðm. G. Hagalín: Rilsafn I—II. Útgáfufélagið Kaldbakur. Guðm. G. Hagalín skálcl varð fimm- tugur sl. ár- og var að tilefni þess stofnað til heildarútgáfu af ritum hans. Útgáfu þessa kostar sérstakt útgáfufélag, Kald- STÍGANDI 6 1 ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.