Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 14

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 14
í grein.“ Þau voru í'yrstu upptökin, að Sigurbjörn Einarsson dós- ent við Háskóla íslands flutti ræðu á fullveldishátíð stúdenta 1. desember, — og var þeirri ræðu jafnframt útvarpað. Þar hvatti hann þjóðina til að standa vel á verði um sjálfstæði sitt og menn- ingu og gæta þess að láta ekki einhliða og fjarskafenginn áróður villa sér sýn urn þau mál. En samkvæmt því sem einn af postulum Atlantshafs-hernaðarbandalagsins segir, „með tilliti til hinnar kunnu afstöðu sr. Sigurbjarnar til flugvallarmálsins, var fullkom- in ástæða til að skilja hlutleysisskraf hans á fullveldisdaginn sem viðvörun til þjóðarinnar um að farga ekki hlutleysi sínu með því að ganga ótilneytt í slíkt bandalag“ (sjá Mbl. 12. febr.: Hugleið- ingar um hlutleysi). Var því veitzt að sr. Sigurbirni í Mbl. og Alþbl. með þvílíkum „fordæðuskap" og „skrattagangi“, að mönn- um skildist, að hér var eitthvað meira en lítið óheilt undir. En háskólastúdentar sérstaklega slógu skjaldborg um sr. Sigurbjörn og málstað hans. Þessi hreyfing styrktist enn við áramótaboðskap „forystumannanna" og vaxandi áróður blaðanna. Fjölmennir fundir voru haldnir, og mátti svo telja, að þar væru allir á einu máli um að fordæma erlenda hersetu hér á landi á friðartímum. Jafnframt hópuðust menn inn í félag til verndar sjálfstæði lands- ins, „Þjóðvarnarfélagið“, og 27. f. m. var hafin útgáfa á blaðinu Þjóðvörn. Þessir rnenn eru í ritnefnd blaðsins: Friðrik Á. Brekkan rithöfundur, Hallgrímur Jónasson kennari, Klemens Tryggvason hagfræðingur, Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, Jón Hjaltason stud. jur., Jón Jóhannesson dr. phil., dósent, Magnús Finnboga- son menntaskólakennari, Matthías Jónasson dr. phil., Pálmi Hannesson rektor, Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona og sr. Sigurbjörn Einarsson. En nteðal annarra, er vasklega hafa fram gengið undir þessu merki, þykir rétt að nefna sr. Jakob Jónsson, er hélt þvílíka stólræðu „með lýðræði — móti hersetu“, að vakið hefir almenna urnræðu og aðdáun, en Mbl. til þeirrar kröfu á hendur biskupi landsins, að hann hrekti sr. Jakob frá prestskap! Þessi hreyfing hefir þegar unnið einn mikinn sigur. Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa gefið út yfirlýsingar um það, að þeir séu mótfallnir setu erlends hers hér á landi á friðar- tímum, en að vísu svo loðnar og loðmullulegar, að hvergi á að sjást inn úr óheilindunum. Rétt er að geta þess, að Framsóknar- flokkurinn þakkar sínum áhrifum undanhald samstarfsflokka sinna, og þess einnig, að aðrir þakka það för Bjarna Benediktsson- ar utanríkismálaráðherra á ráðherrafundinn í Osló í lok janúar 12 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.