Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 73

Stígandi - 01.01.1949, Blaðsíða 73
ar þeirra xnætavel sagðar. — Rit þetta er gefið út sem skemmtirit, og kennir góð- látrar samansemi útgefandans jafnt í þeim alvörublæ, sem liann hefir á ritið sett með hinuin fræðilega inngangi um hvern galdramann, og vali sagnanna. Fjögur ár í Paradís. Osa Johnson: Fjögur ár i Paradis. Maja Baldvins þýddi úr ensku. Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar. Bók þessi segir frá kvikmyndatöku- leiðangri til brezku Austur-Afríku á ár- unum 1924—27. Fyrir þessum leiðangri stóðu ung amerísk hjón, Martin og Osa Johnson, og hefir frúin ritað þessar frá- sagnir af leiðangrinum. Tilgangur liáns var, að ná sem beztum og fjölbreyttust- um myndum af dýralífi Austur-Afríku, áður en það truflaðist af menning- arbrölti hvítra manna. Dvalið var um fjögurra ára skeið við lítið vatn skammt norður og vestur af Kenyafjalli. Þetta vatn, sem raunar var gamall gígur, var öruggt vatnsból, sem dýrin leituðu til tugþúsundum saman og því golt að veita þeim þar fyrirsát til myndatök- unnar. Sagt er frá löngu og erfiðu ferða- lagi upp að vatninu, dvölinni og lífinu þar, myndatökunni og þó einkum dýra- lífinu, fílunum, Ijónunum, nashyrning- unum, flóðhestunum, hlébörðunum, öp- unum, fuglunuin o. s. frv. Þessar frá- sagnir virðast allar öfgalausar, ekkert reynt til að gera þær ævintýralegar, og yfir þeim öllum er þessi kunnugleika- blær, sem venjulegur er, þegar menn segja frá stöðum, þar sem þeir hafa dvalið langdvölum. Konan, sem bókina hefir ritað, virðist vera tilgerðarlaus en vandvirkur rithöfundur, sem hefir gam- an að dýrunum í þessari ævintýralegu veröld þarna uppi í hálöndum Afríku, einkum fílunum. Hins vegar hefir hún furðu fátt að segja frá erfiðleikunum, sem því hljóta að fylgja að taka sig upp úr félagslífi amerískrar menningar og flytja til langdvalar upp á þessar regin- heiðar villtrar náttúru. Ef til vill cr þetta af því, að þau hjónin hafa efni á að flytja svo mikið af „menningunni" með sér, þau eru stórmannlega að heim- an búin, ekkert til ferðar þeirra sparað og þau hafa fjölmennt föruneyti blökku- manna í þjónustu sinni. En líklegra er þó hitt, að frúin hafi talið þetta aðra sögu en þá, sem hún er sérstaklega að segja. Annars segist hún hafa verið ham- ingjusöm þessi fjögur ár, og verður heldur ekki annað ráðið af frásögn hennar, hvorki af því, sem beint er sagt, eða hinu, sem lcsa má milli línanna. — Þýðing bókarinnar er óvenjugóð að máli og stíl. Þetta er snoturlega út gefin bók og skemmlileg, einkum fyrir forvitna unglinga, sem gaman geta liaft að dýra- lífi og fjölbreyttri náttúru. Lýti er það á jafn snoturri bók og þessari, að á bls. 37—38 eru stórfelld línubrengl. Þetta er þó tæpast hægt að kenna útgefanda, því að jafnvel hinir vandvirkustu prófarkalesarar geta ekki séð við þvílíkum ósköpum. Víða í prent- smiðjum er það siður að láta byrjendur í prentiðninni setja inn leiðréttingar, og fyrir kemur það, að þegar allt á að vera klappað og klárt frá prófarkalesarans hálfu, lesnar og leiðréttar tvær eða þrjár prófarkir, hefir síðustu leiðréttingunum verið stungið inn einhvers staðar cins og af handahófi rétt áður en prentunin hefst og ekkert um það hirt, hvort nokk- ur er til eftirlits. Að þessu sinni hefir þetta orðið í stórfelldasta lagi, þarna cr á einum stað stungið inn nokkrum lín- um, sem eiga heima hingað og þangað í bókinni. Það er Prentsmiðjan Oddi h.f. í Reykjavík, sem hefir prentað bókina. Kvæði eftir byrjanda. Kluhkan slœr. Kvæði eftir Böðvar Guðlaugsson. Norðri. Þetta er byrjandabók, og virðist hér vera bráðungur maður á ferð. Oll eru STÍGANDI 7 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.