Stígandi - 01.01.1949, Síða 38

Stígandi - 01.01.1949, Síða 38
slíkar afleiðingar þar, mundi bjarga lýðræðinu meðal annarra þjóða, því má hver trúa, sem vill. Við skulum þá snúa okkur að hinum höfuðaðilanum á sviði heimsstjórnmálanna, Sovétríkjunum. Eins og Bandaríkin eru þau til orðin í byltingu, sem um margt er svipuð amerísku bylt- ingunni, og borin uppi af skyldum hugsjónum. Þróun liennar tekur þó allt aðra stefnu. í stað þess, að lýðræðið í Bandaríkjun- um helzt við að bókstaf og yfirlýsingu, en takmarkast í reynd af andstæðum þjóðfélagslegum skilyrðum, þá er lýðræði ekki komið á að formi til í Sovétríkjunum, mörg almenn mannréttindi lengi vel ekki staðfest, og sum ekki enn, því beinlínis lýst yfir, að fram- kvæmd lýðræðisins sé ekki möguleg vegna sérstakra þjóðfélags- legra skilyrða, stöðugrar árásarhættu á hið unga ríki, og vegna þess mikla verkefnis, sem fram undan var, og allt annað varð að víkja fyrir: atvinnidegri uppbyggingu liins víðlenda og frumstæða ríkis. Flestir þeirra Vestur-Evrópumanna, sem litu með samúð og skilningi á hina rússnesku byltingu og þjóðfélagsþróun, en voru á hinn bóginn ákveðnir lýðræðissinnar, munu Iiafa talið það rétt, að skilyrði til frjáls og lýðræðislegs stjórnarfars væru ekki fyrir hendi í Sovétríkjunum .Það, sem þeir vonuðu, var, að þróunin myndi ganga í þá átt eftir því, sem hið nýja þjóðfélag yrði öflugra og hættan á erlendum árásum minnkaði, og ýmislegt hefir á stund- um bent í þá átt. Eins og sakir standa er þó óhætt að segja, að þeim hafi enn ekki orðið að von sinni, og útlit allt harla tvísýnt um, að svo verði. í þeim nágrannalöndum Sovétríkjanna í Austur- Evrópu, þar sem álirifa þeirra hefir gætt mest, liafa á seinustu árum átt sér stað svipaðar byltingar og lík þróun og þar, enda skilyrði öll um flest lík, að Tékkoslóvakíu þó að nokkru leyti undantekinni. í sambandi við jjessa þróun er það umfram allt athugandi, að eitt frumskilyrði jiess, að frjálslegt stjórnarfar geti jiróazt, öryggi út á við, hefir aldrei verið fyrir Iiendi. Það má heita, að allur heimurinn hafi í 30 ár verið í stöðugu samsæri gegn jæssu eina ríki. Rétt eftir að landið er búið að hrinda af höndum sér stórkostlegustu innrásarstyrjöld veraldarsögunnar, sem kostaði J:>að 7 milljónir mannslífa, er því Iiátíðlega ógnað með atómsprengj- unni. Fyrsti og síðasti bókstafurinn í stafrófi Jæss áróðurs, sem mest er rekinn erlendis, er að þetta ríki ógni allri veröldinni, og þar á meðal þessu landi, með árásarstyrjöld, og fyrir því vaki ekkert annað en heimsyfirráð. í jæssum áróðri eru fólgnar ósam- rýmanlegar mótsagnir, sem þegar liggja í augum uppi. Annars 36 STÍGANDI

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.