Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 38

Fréttablaðið - 29.11.2013, Page 38
FÓLK|HELGIN Minjasafnið á Akureyri opnar jólasýningu á morg- un, laugardaginn 30. nóvember, klukkan 13. Í aðal- hlutverki eru 82 hrekkjóttir íslenskir jólasveinar, skógur gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spennandi jólasveinaveröld og rannsóknarstofa jólasveina. Flestir þekkja jólasveinana þrettán en færri vita deili á þeim 69 sem út af standa. Í ár og næstu ár verða þessir jólasveinar myndgerðir. Fyrst verða þau Flotsokka og Faldafeykir sem Ingibjörg H. Ágústsdóttir listakona hefur útbúið. Gestir geta litið inn í smáveröld jólasveinanna sem Þórarinn Blöndal, listamaður og leikmynda- hönnuður, hefur skapað. Þar geta þeir sett sig í spor þeirra og prófað hluti sem tengjast þeim! Á sýningunni má einnig sjá fjölda jólatrjáa sem bæjarbúar hafa komið með en þau eru frá árunum 1920 til okkar tíma. Jólaskrautið fær einnig stóran sess á sýningunni. Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri verður sett upp árlega um ókomna framtíð með það fyrir augum að heimsókn í safnið verði fastur liður í undirbúningi jólanna. Sýningin verður aldrei eins frá ári til árs en alltaf kunnugleg! Minjasafnið er opið daglega frá 30. nóvember til 6. janúar klukkan 13 til 17. Lokað er á hátíðisdögunum. STÓRSÝNING Sýningin Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar stendur til 2. febrú- ar 2014 í Gerðar- safni. Fjórar listasmiðjur fyrir börn og unglinga verða haldnar þessar vikurnar í tengslum við sýn- inguna Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Fyrsta listasmiðjan var haldin síðustu helgi og sú næsta er á morgun laugardag. Aðgangur er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og þarf að skrá sig á Gerðarsafni. Að sögn Ingibjargar Jóhanns- dóttur, skólastjóra Mynd- listaskólans í Reykjavík, eru námskeiðin hluti af fræðslupró- grammi í tengslum við sýningu sem er hluti af miklum hátíða- höldum til minningar um Árna Magnússon. „Þetta verða alls fjórar listasmiðjur sem byggja á Íslensku teiknibókinni. Sú bók er mjög merkileg en hún inniheldur safn fyrirmynda sem gerðar voru af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Myndirn- ar í bókinni eru fyrirmyndir sem listamenn á miðöldum nýttu sér, til dæmis þegar þeir lýstu handrit eða máluðu altarismyndir. Það má því segja að listasmiðjurnar nýti þessa gömlu teiknibók á áhugaverðan hátt í nútím- anum.“ Á námskeiðinu síðustu helgi fengu krakkar á aldrinum 8-12 ára að kynnast verkfærum og aðferðum sem teiknarar Íslensku teiknibókarinnar notuðu á sínum tíma. Á morgun verða skrímsli og furðuverur bókarinnar skoðuð og sett í samhengi við nútímann. Ingibjörg bendir á að skólar geti pantað tíma á Gerðarsafni fyrir nem- endur sína. Þannig geta þeir sem komast ekki á listasmiðjurnar fengið leiðsögn um sýninguna og kynnst því sem boðið er upp á. „Slíkar heim- sóknir eru gott tækifæri fyrir krakka á öllum aldri til að kynnast þessum gömlu verkfærunum og teikningum úr bókinni. Um leið verða aðgengileg á safninu, og á vefnum www.kveikjan. is, ýmis teikniverkefni þar sem unnið er út frá Íslensku teiknibókinni. Verk- efnin eru bæði hugsuð fyrir gesti og gangandi sem geta sest niður í smiðjum í kjallara safnsins og teiknað en einnig fyrir myndmenntakennara sem koma hingað með nemendur sína.“ GAMLAR TEIKN- INGAR LIFNA VIÐ LISTASMIÐJUR FYRIR BÖRN Í tengslum við hátíðahöld til minningar um Árna Magnússon verða haldnar nokkrar skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn. FURÐUVERUR Ýmis skrímsli og furðu- verur verða skoðuð og sett í samhengi við nútímann á lista- smiðjunni á morgun. MYND/ÚR EINKASAFNI LISTASMIÐJUR Ingibjörg Jóhanns- dóttir er umsjónarmaður Listasmiðjunnar. MYND/ÚR EINKASAFNI HREKKJÓTTIR JÓLASVEINAR FLOTSOKKA Flotsokka er ein af 82 íslenskum jólasveinum. Hér er hún túlkuð af listakonunni Ingibjörgu H. Ágústsdóttur. FÁTÆKT Styrktu verkefni Barnaheilla og sendu SMS með textanum „jol“ í síma 903 1510 - 903 1520 - 903 1550 fyrir 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. www.jolapeysan.is 12 ára drengur í Reykjavík 13 ára drengur á Vesturlandi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.