Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 38
FÓLK|HELGIN Minjasafnið á Akureyri opnar jólasýningu á morg- un, laugardaginn 30. nóvember, klukkan 13. Í aðal- hlutverki eru 82 hrekkjóttir íslenskir jólasveinar, skógur gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spennandi jólasveinaveröld og rannsóknarstofa jólasveina. Flestir þekkja jólasveinana þrettán en færri vita deili á þeim 69 sem út af standa. Í ár og næstu ár verða þessir jólasveinar myndgerðir. Fyrst verða þau Flotsokka og Faldafeykir sem Ingibjörg H. Ágústsdóttir listakona hefur útbúið. Gestir geta litið inn í smáveröld jólasveinanna sem Þórarinn Blöndal, listamaður og leikmynda- hönnuður, hefur skapað. Þar geta þeir sett sig í spor þeirra og prófað hluti sem tengjast þeim! Á sýningunni má einnig sjá fjölda jólatrjáa sem bæjarbúar hafa komið með en þau eru frá árunum 1920 til okkar tíma. Jólaskrautið fær einnig stóran sess á sýningunni. Jólasýning Minjasafnsins á Akureyri verður sett upp árlega um ókomna framtíð með það fyrir augum að heimsókn í safnið verði fastur liður í undirbúningi jólanna. Sýningin verður aldrei eins frá ári til árs en alltaf kunnugleg! Minjasafnið er opið daglega frá 30. nóvember til 6. janúar klukkan 13 til 17. Lokað er á hátíðisdögunum. STÓRSÝNING Sýningin Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar stendur til 2. febrú- ar 2014 í Gerðar- safni. Fjórar listasmiðjur fyrir börn og unglinga verða haldnar þessar vikurnar í tengslum við sýn- inguna Íslenska teiknibókin – 350 ára afmæli Árna Magnússonar, sem nú stendur yfir í Gerðarsafni í Kópavogi. Fyrsta listasmiðjan var haldin síðustu helgi og sú næsta er á morgun laugardag. Aðgangur er ókeypis en fjöldi þátttakenda er takmarkaður og þarf að skrá sig á Gerðarsafni. Að sögn Ingibjargar Jóhanns- dóttur, skólastjóra Mynd- listaskólans í Reykjavík, eru námskeiðin hluti af fræðslupró- grammi í tengslum við sýningu sem er hluti af miklum hátíða- höldum til minningar um Árna Magnússon. „Þetta verða alls fjórar listasmiðjur sem byggja á Íslensku teiknibókinni. Sú bók er mjög merkileg en hún inniheldur safn fyrirmynda sem gerðar voru af fjórum óþekktum listamönnum á tímabilinu 1350-1500. Myndirn- ar í bókinni eru fyrirmyndir sem listamenn á miðöldum nýttu sér, til dæmis þegar þeir lýstu handrit eða máluðu altarismyndir. Það má því segja að listasmiðjurnar nýti þessa gömlu teiknibók á áhugaverðan hátt í nútím- anum.“ Á námskeiðinu síðustu helgi fengu krakkar á aldrinum 8-12 ára að kynnast verkfærum og aðferðum sem teiknarar Íslensku teiknibókarinnar notuðu á sínum tíma. Á morgun verða skrímsli og furðuverur bókarinnar skoðuð og sett í samhengi við nútímann. Ingibjörg bendir á að skólar geti pantað tíma á Gerðarsafni fyrir nem- endur sína. Þannig geta þeir sem komast ekki á listasmiðjurnar fengið leiðsögn um sýninguna og kynnst því sem boðið er upp á. „Slíkar heim- sóknir eru gott tækifæri fyrir krakka á öllum aldri til að kynnast þessum gömlu verkfærunum og teikningum úr bókinni. Um leið verða aðgengileg á safninu, og á vefnum www.kveikjan. is, ýmis teikniverkefni þar sem unnið er út frá Íslensku teiknibókinni. Verk- efnin eru bæði hugsuð fyrir gesti og gangandi sem geta sest niður í smiðjum í kjallara safnsins og teiknað en einnig fyrir myndmenntakennara sem koma hingað með nemendur sína.“ GAMLAR TEIKN- INGAR LIFNA VIÐ LISTASMIÐJUR FYRIR BÖRN Í tengslum við hátíðahöld til minningar um Árna Magnússon verða haldnar nokkrar skemmtilegar listasmiðjur fyrir börn. FURÐUVERUR Ýmis skrímsli og furðu- verur verða skoðuð og sett í samhengi við nútímann á lista- smiðjunni á morgun. MYND/ÚR EINKASAFNI LISTASMIÐJUR Ingibjörg Jóhanns- dóttir er umsjónarmaður Listasmiðjunnar. MYND/ÚR EINKASAFNI HREKKJÓTTIR JÓLASVEINAR FLOTSOKKA Flotsokka er ein af 82 íslenskum jólasveinum. Hér er hún túlkuð af listakonunni Ingibjörgu H. Ágústsdóttur. FÁTÆKT Styrktu verkefni Barnaheilla og sendu SMS með textanum „jol“ í síma 903 1510 - 903 1520 - 903 1550 fyrir 1.000, 2.000 eða 5.000 krónur. www.jolapeysan.is 12 ára drengur í Reykjavík 13 ára drengur á Vesturlandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.