Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 50

Fréttablaðið - 29.11.2013, Síða 50
KYNNING − AUGLÝSINGSpil FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 20134 Veldu spjald, lestu upp spurningu og vinir þínir svara henni fyrir þig! Þú velur það svar sem þér líkar best og hinir giska svo á hvaða svar þú valdir og veðja á það með því að nota spilapeninga. Besta svarið er hressilegt og einfalt spil sem gaman er að spila jafnt í vinahópi sem á kósíkvöldum fjölskyldunnar en spilið gengur út á að kanna hversu vel leikmenn þekkja hver annan. Hversu vel þekkja vinir þínir þig? Besta svarið er bráðskemmtilegur afþreyingarleikur sem ekki á að taka of alvarlega. Í góðra vina hópi er því tilvalið að draga hann fram eða spila í fjölskylduboðum en í leiknum er kannað hversu vel leikmenn þekkja hver annan. Besta svarið er þýtt upp úr spilinu Say Anything og er framleitt af sömu aðilum og framleiddu Alias-spilið, söluhæsta spil á Íslandi frá upphafi. Say Anything hefur fengið verðlaun um allan heim og var meðal annars valið besta partíspilið á Golden Geek. Besta svarið er komið í verslanir. Ef líf mitt væri kvikmynd, hver væri þá titillinn? Vinir þínir skrifa niður það svar sem þeir halda að eigi best við þig og þá er fróðlegt að sjá hversu vel þeir telja sig þekkja þig. Þú velur það svar sem þér líkar best. Algengar spurningar um hvernig spila á Besta svarið Getur spyrjandinn reynt að hafa áhrif á hina leikmennina? Nei! Spyrjandinn má alls ekki hafa áhrif á hvað hinir leikmennirnir skrifa niður né hjálpa þeim á neinn hátt. Spyrjandinn má hins vegar segja allt sem hann vill eftir að svarið hefur verið sýnt! Má leikmaður reyna að hafa áhrif á að sitt svar verði valið? Já! leikmenn geta reynt að hafa áhrif á hvaða svar er valið. Það er hluti af skemmtigildi leiksins. Hvað ef tvö svör eru eins? Aðeins fyrra svarið sem lagt er á borðið gildir. Sá sem er seinni til verður að skrifa nýtt svar. Ef upp kemur ágreiningur um hvor varð fyrri til verður spyrjandi að skera úr. Dæmi um spurningar: Hvaða kvikmyndapersóna væri ég síst til í að vera? Hvað myndi ég gera ef ég ynni milljón í lottó? Ef ég væri ósýnileg/ur í einn dag, hvað myndi ég gera? Ef líf mitt væri kvikmynd, hver væri þá titillinn? Hvaða persónu gæti ég ekki hugsað mér að sitja við hliðina á í flugvél? Hvernig á að spila Besta svarið? Að spyrja spurningar Ef þú ert með valhjólið ert þú spyrjandinn. Veldu spjald, veldu síðan hvaða spurningu sem er á spjaldinu og lestu upphátt. Hinir leikmennirnir skrifa svör sín með tússpennunum á svartöflur sínar og leggja þær svo á borðið þannig að allir sjái svörin. Að velja svar Spyrjandinn velur uppáhaldssvarið sitt með því að snúa valhjólinu á sama lit og er á svartöflunni sem hefur að geyma besta svarið, án þess að sýna hinum það strax. Hinir leikmennirnir velja besta svarið með því að leggja spilapeninga sína á það svar sem þeir halda að spyrjandinn velji. Þegar allir leikmenn hafa valið svar sýnir spyrjandinn hvaða svar hann valdi. Að telja stigin Spyrjandinn fær stig fyrir hvern spilapening sem er á því svari sem hann velur en hinir leikmennirnir fá 1 stig fyrir hvern spilapening sem þeir hafa sett á svarið sem spyrjandinn velur. Sá leikmaður sem skrifaði valda svarið fær 1 aukastig. Hefjið svo nýja umferð með hrein spjöld og sá leikmaður sem situr til vinstri við spyrjanda síðustu umferðar verður spyrjandi. Eftir að allar umferðirnar hafa verið spilaðar á stigavörður að telja saman stigin. Sá leikmaður sem er með flest stig sigrar! Áður en leikurinn hefst - Veljið eina svartöflu og tvo spilapeninga í sama lit. - Setjið tússpenna á borðið þann- ig að allir spilarar geti náð til þeirra. - Stokkið spurningaspjöldin og leggið þau hvolf á borðið. - Náið í bréf svo hægt sé að þurrka út svörin eftir hverja spurningu. - Veljið stigavörð sem skráir niður stigin á stigatöfluna. - Látið lágvaxnasta leikmann- inn fá valhjólið og hann byrjar leikinn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.