Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 29.11.2013, Qupperneq 58
Freyja Rúnarsdóttir hefur mikinn áhuga á Ítalíu og er að klára BA í ítölsku í vor. Hún hefur einnig gaman af því að elda góðan og hollan fjöl- skyldumat og prófa sig áfram með nýjar uppskriftir. Hér býður hún upp á einfalda uppskrift að sænskum kjöt- bollum fyrir fjóra. Lífi ð FRÉTTABLAÐIÐ Helgarmaturinn og Spjörunum úr. Hvern faðmaðir þú síð- ast? Ég faðmaði Sölva Ottesen þegar ég kvaddi hann í Króatíu eftir landsliðsferðina. En kysstir? Ég kyssti líka Sölva Ottesen. Hver kom þér síðast á óvart og hvernig? Vinur minn sem var ekki beint að koma mér á óvart en það kom mér hins vegar mjög mikið á óvart þegar ég sá hann rífa sigg af stóru tánni á sér og borða það. Hvaða galla í eigin fari ertu búinn að umbera allt of lengi? Ég er búinn að vera neikvæður og þrjóskur alltof lengi. Ertu hörundsár? Ég held alveg örugglega að ég sé ekki hörundsár, kýs allavega gagn- rýni fram yfir hrós. Dansarðu þegar enginn sér til? Já, ég dansa einungis þegar enginn sér til. Hvenær gerðirðu þig síðast að fífli og hvern- ig? Ég man ekki hvenær ég gerði mig síðast að fífli, því miður, en ég er alltaf að segja eitthvað heimskulegt og óúthugs- að við fólk. Ég sagði til dæmis einu sinni við liðsfélaga minn í Svíþjóð að mér þætti kærastan hans „ekkert svakalega sæt“. Hringirðu stundum í vælubílinn? Ég veit ekki alveg hvað það þýðir að hringja í vælubílinn en þegar væluþörfin kemur þá hringi ég í bestu vini mína og væli aðeins í þeim. Tekurðu strætó? Ég tek aldrei strætó en ég tek oft metró. Hvað eyðirðu mikl- um tíma á Facebook á dag? Ég eyði alltof miklum tíma á Facebook og hata mig líka fyrir það. Ferðu hjá þér þegar þú hittir fræga eða heils- arðu þeim? Hvorugt, en ég stari stundum á þá. Lumarðu á einhverju sem fáir vinir þínir vita um þig? Það vita það ekki margir en ég er viss um að það komi samt engum vini mínum á óvart að metið mitt í að leysa 3x3 Rúbiks-tening er 1 mínúta og 13 sekúndur. Hvað ætlarðu alls ekki að gera um helgina? Um helgina ætla ég alls ekki að pirra mig á vælu- og sleikju- statusum hjá fólki á Facebook. Ragnar Sigurðsson ALDUR: 27 ára STARF: Knattspyrnumaður ...SPJÖ RU N U M Ú R HELGARMATURINN SÆNSKAR KJÖTBOLLUR Ofninn stilltur á 190°C 500 g nautahakk 1 dl brauðmylsna/rasp 1 laukur (saxaður) 1 egg Chili Explosion-krydd (eða annað krydd) Salt og pipar 1 dós tómatmauk (mér finnst best að nota maukið frá Sollu, 200 g) Púrrulaukur 500 g kartöflur Um 8 dl vatn Kryddið nautahakk- ið með salti og pipar, bætið brauðmylsnu (raspi), chili-kryddinu, lauknum og egginu saman við. Blandið mjög vel saman (ég nota yfirleitt matvinnsluvél- ina) og mótið um átta bollur. Af- hýðið kartöflurnar (val) og sker- ið þær í mjög þunnar sneiðar. Púrrulaukurinn er svo skorinn niður, settur í eldfast mót ásamt kartöflunum. Blandið tómat- maukinu við vatn og piprið og hellið svo yfir kart- öflurnar og púrrulauk- inn þannig að lögurinn hylji kart- öflurnar og laukinn. Raðið svo bollunum í eldfasta mótið og setjið inn í ofninn í um 40 mín- útur eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Kjötbollurnar eru svo bornar fram með nýbökuðu naan-brauði, hrísgrjónum eða fersku salati.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.