Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 22

Fréttablaðið - 14.12.2013, Side 22
14. desember 2013 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | PIPA PP PPAP R \\ TBW A TBW A TBW A TBW A SÍA SÍA SÍA SÍA 132 74 3 132 7 32 74 3 Stundum heyrist í fjölmiðlum að ýmis fyrirtæki og einstak- lingar séu sótt til saka fyrir undanskot frá sköttum. Við skattalagabrotum eru þung viðurlög í formi hárra sekta og jafnvel fangelsisvistar. Þessi lög gilda líka um opin- bera aðila eins og Reykjavík- urborg og önnur sveitarfélög. Allir eru jafnir fyrir lögunum eða er ekki svo? Fyrir um það bil sex árum hóf Gámaþjónustan að bjóða íbúum Reykjavíkur upp á Endur- vinnslutunnuna en í hana má setja sjö flokka endurvinnsluefna. Tunn- an er síðan losuð á fjögurra vikna fresti. Fyrir það greiða notendur fast gjald auk virðisaukaskatts. Nokkrum misserum síðar hóf Reykjavíkurborg að bjóða upp á bláa tunnu fyrir pappír og fleira og innheimti fyrir þjónustuna með hækkuðum fasteignagjöldum og var enginn virðisaukaskattur lagður á. Gámaþjónustan benti yfirvöldum samkeppnismála á þetta en ekkert var aðhafst á þeim tíma. Fyrir tæpum tveimur árum vakti Gámaþjónustan aftur máls á þessu, nú í bréfi til Ríkisskattstjóra. Í svari Ríkisskattstjóra frá í október sl. segir m.a.: „… fellur söfnun sveitar- félaga á efni til endurvinnslu undir skattskyldusvið laga nr. 50/1988, þegar sveitarfélög inna þjónustuna sjálf af hendi og teljast vera í sam- keppni við atvinnufyrir- tæki. Af því tilefni rit- aði ríkisskattstjóri bréf dags. 27. september 2013, þar sem Reykja- víkurborg er greint frá framangreindri niður- stöðu ríkis skattstjóra varðandi virðisauka- skattskyldu umræddrar starfsemi.“ Viðbrögð borgarinnar Hver skyldu viðbrögð Reykjavík- urborgar vera við þessu bréfi Rík- isskattstjóra? Þau koma líklega best fram í nýlegri fjárhagsáætl- un Reykjavíkur hvað varðar sorp- hirðugjöld. Í fyrra hækkaði almennt sorphirðugjald Reykjavíkurborgar um 14% en þjónustugjald fyrir blát- unnu lækkaði um 12%. Nú á almennt sorphirðugjald að hækka um næst- um því 10% samkvæmt fjárhags- áætlun enda engin samkeppni þar á ferðinni en gjald fyrir blátunnu á enn að lækka um 2%. Ekki benda þessi viðbrögð til þess að hefja eigi innheimtu á virðisaukaskatti af þessari þjónustu í bráð þrátt fyrir bréf Ríkisskattstjóra nema þetta sé bara „taxfree tilboð Reykjavík- urborgar“. Skilaboð Reykjavíkur- borgar eru skýr: Áfram skal haldið að útrýma öllum samkeppnisaðilum og frumkvöðlum þessarar þjónustu af markaði. Gámaþjónustan hefur um skeið sótt um starfsleyfi til Reykjavíkur- borgar til að auka þjónustu við heim- ili í Reykjavík. Þar er um að ræða sérstaka söfnun á lífrænum eldhús- úrgangi til jarðgerðar. Umsóknum hefur ítrekað verið hafnað og ýmsu borið við og er sumt af því tæplega svara vert eða hafandi eftir svo fjar- stæðukennt er það. Reykjavíkur- borg er samkeppnisaðili Gámaþjón- ustunnar á sumum sviðum þjónustu við borgarbúa eins og að framan greinir. Er ekki svolítið einkennilegt að fyrirtækið þurfi að sæta því að sækja um starfsleyfi til samkeppn- isaðila síns? Í Rómaveldi var ein- hvern tíma spurt: „Hver á að gæta varðanna?“ (Quis custodiet ipsos custodes?). Spurningin á svo sann- arlega enn við. Er eðlilegt að sömu embættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? ➜ Er eðlilegt að sömu emb- ættismenn gefi út starfsleyfi til fyrirtækja en séu um leið starfsmenn aðila sem keppa á sama markaði? Eru undanskot stundum liðin? SKATTUR Elías Ólafsson stjórnarmaður í Gámaþjónustunni hf. Ágæti launamaður. Mig langar að gera stuttlega grein fyrir stöðunni í kjara- viðræðunum. Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hafði um nokkra vikna skeið unnið ásamt Samtökum atvinnulífs- ins að ramma fyrir svokallað- an aðfarasamning til 8-12 mán- aða sem lagt gæti grunninn að kjarasamningi til lengri tíma. Þegar kom að því að ræða launalið þessa skammtímasamn- ings þar sem stefnt yrði að auknum kaupmætti launa á grundvelli stöð- ugleika og sérstakri hækkun lægstu launa þá skelltu SA menn í lás. Þetta vildum við gera með því að hækka lægstu laun um ákveðna krónutölu en að síðan tækju önnur laun pró- sentuhækkunum. Til- gangur okkar með þess- ari leið var að lægstu launin hækkuðu hlut- fallslega mest. Yfir því sáu SA ofsjónum fyrir utan að hafna almenn- um launabreytingum sem samninganefnd ASÍ var tilbúin að ræða og voru innan þeirra marka sem Seðlabankinn hefur nefnt sem þolmörk með tilliti til verðbólgu. Þessa afstöðu er ekki hægt að skilja öðruvísi en svo að Samtök atvinnulífsins vilji eingöngu semja um almenna kjaraskerðingu og leggja mjög lítið af mörkum til þeirra sem lægst hafa launin. Það væri forvitnilegt að setja þann mun sem er á tilboði SA og hugmyndum ASÍ um hækkun launa í samhengi við laun forstjóra þeirra fyrirtækja, sem skráð eru á verð- bréfamarkaði eða eru á leið í skrán- ingu, þar sem hver og einn þeirra fær sem nemur margföldum árs- launum tekjulægsta fólksins. Þetta er ekki bara óeðlilegt, þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki svona samfélag aukinnar misskiptingar á Íslandi. Undir það mun verkalýðs- hreyfingin aldrei skrifa. SA vill semja um kjaraskerðingu KJARAMÁL Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ➜ Tilgangur okkar með þessari leið var að lægstu launin hækkuðu hlutfalls- lega mest. Yfi r því sáu SA ofsjónum. Sérfræðihópur stjórnvalda kynnti nýverið tillögur um aðgerðir í skuldamálum heimilanna. Er þar um að ræða tvíþætt úrræði sem annars vegar lýtur að nið- urfærslu verðtryggðra hús- næðislána og hins vegar fyrirheit um skattfrjálsa ráðstöfun viðbótarsparn- aðar (líka nefnt viðbótar- lífeyrissparnaður eða sér- eignarsparnaður) inn á þessi sömu lán. Viðbótar- sparnaðurinn hefur fram til þessa verið afar hag- kvæmt sparnaðarform meðal annars vegna fram- lags vinnuveitanda á móti iðgjaldi launþega og skattfrjálsrar uppsöfn- unar sparnaðarins fram að töku líf- eyris. Sá möguleiki að greiða megi óskattlagðan viðbótarsparnað inn á húsnæðislán gerir þennan sparnað jafnvel enn fýsilegri en áður. Í skýrslu áðurnefnds sérfræði- hóps kemur fram að mögulegt sé að yfirfæra hugmyndina um ráðstöf- un viðbótarsparnaðar yfir á þann hóp sem ekki á sitt eigið húsnæði, t.d. með stofnun húsnæðissparnað- arreikninga. Þannig væri óskatt- lögðum viðbótarsparnaði safnað með sambærilegum hætti inn á reikning sem síðan yrði nýttur til greiðslu útborgunar í íbúðarhús- næði. Hér virðast vera uppi ráða- gerðir um að nýta þá umgjörð sem búin hefur verið um viðbótarsparn- að til að auðvelda sparnað fyrir fyrstu kaup á íbúðarhúsnæði. Slík aðstoð, á tímum þar sem ráðstöfun- arfé er af skornum skammti, getur lagt grunninn að nauðsyn- legri eignamyndun þeirra sem eru að koma undir sig fótunum í samfélaginu og slíkt skiptir ekki minna máli en lífeyrissparnaður. Oftast er ævisparnaðurinn einmitt bundinn í þessu tvennu, þ.e. lífeyrissparn- aði og eigin húsnæði. Viðbótarsparnaðurinn hefur reynst vel Viðbótarsparnaður byggir á iðgjaldi launþega og 2% mótframlagi launagreið- anda sem mynda inneign rétthafa. Iðgjaldið rennur óskattlagt inn á sjóð eða reikning rétthafans. Viðbótarsparnaðurinn er skattlagður eins og tekjur við úttekt en ólíkt hefðbundnum sparn- aði er ekki greiddur fjármagns- tekjuskattur af viðbótarsparnaði. Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum er heimilt að hefja úttekt inneignar við 60 ára aldur. Inneignin er ekki aðfararhæf og erfist að fullu við andlát rétthafa. Heimilt er að segja upp samningi um viðbótarsparn- að með tveggja mánaða fyrirvara, uppsögn veitir hins vegar ekki rétt til útborgunar inneignar, en heim- ilt er að flytja hana á milli vörslu- aðila. Uppsögn rýrir í engu upp- safnaðan sparnað þegar um er að ræða hefðbundinn viðbótarsparn- að. Annað form viðbótarsparnaðar eru erlendar lífeyristryggingar en um þær gilda að ýmsu leyti aðrar reglur, m.a. eru takmarkaðir mögu- leikar á flutningi inneignar milli vörsluaðila. Frá því að viðbótarsparnaðurinn var tekinn upp fyrir um 15 árum hefur hann reynst launþegum afar dýrmætur. Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir almennings í viðbótarsparnaði um 380 milljarðar króna. Eftir efnahagshrunið 2008 var opnað fyrir takmarkaðar og tímabundnar útgreiðslur. Fjölmarg- ir hafa nýtt heimildina og nemur samanlögð fjárhæð útgreiðslunnar yfir 80 milljörðum króna. Tillögur stjórnvalda um tíma- bundna skattfrjálsa ráðstöfun við- bótarsparnaðar til niðurgreiðslu íbúðarlána fela í sér mikilvægt tækifæri fyrir þá sem geta nýtt sér kosti hans. Mótframlag launagreið- anda og skattleysi greiðslna inn á húsnæðislán gera viðbótarsparn- aðinn að hagstæðum kosti fyrir þá sem vilja hámarka tekjur sínar og byggja upp eigið fé á sama tíma. Aðstæður manna eru hins vegar ólíkar og í einhverjum tilvikum mun umrætt úrræði ekki gagnast. Því er mikilvægt að hver og einn kynni sér reglur viðbótarsparnað- ar og úrræði skuldaleiðréttingar þegar þau hafa verið útfærð. Hvað sem tillögum stjórnvalda líður þá verður viðbótarsparnaðurinn áfram mjög hagstætt sparnaðarform sem ætti að nýtast öllum launþegum. Ráðstöfun viðbótarsparnaðar EFNAHAGSMÁL Ólafur Páll Gunnarsson verkefnastjóri líf- eyrissparnaðar hjá Landsbankanum og framkvæmdastjóri Íslenska lífeyris- sjóðsins ➜ Hvað sem tillögum stjórnvalda líður þá verður viðbótarsparnaðurinn áfram mjög hagstætt sparn- aðarform sem ætti að nýtast öllum launþegum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.