Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 16
12. apríl 2014 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Skýrsla Alþjóðamálastofn-unar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna við Evrópusambandið, sem kom út í vikunni, og skýrsla Hag- fræðistofnunar mynda saman mikilvægan þekkingargrunn fyrir upplýsta umræðu. Spurn- ingin er: Hvaða ályktanir má svo draga af þessum skýrslum? Með ýtrustu hófsemi má orða niðurstöðuna á þann veg að engin rök hafi komið fram sem mæla með því að slíta viðræðunum eða gera hlé á þeim. Í raun verð- ur þó ekki önnur ályktun dregin af nýju skýrslunni en sú að það sé beinlínis andstætt íslenskum hagsmunum að láta ekki reyna á samninga. Pólitísku áhrifin eru þau að hófsamasta túlkunin kippir öllum stoðum undan viðræðu- slitatillögu utanríkisráð- herra. Efnislega niðurstaðan er sú að engin vissa er fyrir því að við fáum sérlausnir í nægjan- lega ríkum mæli vegna einstakra hagsmuna eins og fiskveiða. En líkurnar eru það miklar að annað er óverjandi en ljúka verkinu. Með öðrum orðum er þeirri kenn- ingu hafnað með skýrum rökum að Íslendingar geti sagt sér það fyrir fram að tilgangslaust sé að halda áfram. Aftur á móti gefur skýrslan ekki svar við þeirri spurningu hvort aðild verði á endanum hag- stæð þegar heildaráhrifin á öllum sviðum samfélagsins eru metin. Á kynningarfundi sögðu höfundar að ályktanir af því tagi væri ekki unnt að draga fyrr en samnings- niðurstaðan liggur fyrir. Erfitt er að andmæla því. Skýrslurnar geyma einfaldlega fullnægjandi upplýsingar til þess að svara megi spurningunni hvort skynsamlegra sé að ljúka viðræð- unum eða slíta þeim. Á þessu stigi er óþarfi að deila um annað. Andstætt íslenskum hagsmunum að slíta Skýrslurnar marka tímamót. Eftir útkomu þeirra er erf-iðara að taka afstöðu með hleypidóma eina að vopni. Með þeim er leitt í ljós að sú ákvörðun utanríkisráðherra að slíta viðræð- unum var ekki byggð á athugun eða fræðilegu mati á hagsmunum Íslands. Og að baki henni bjó held- ur ekki könnun á möguleikunum til að fá sérstöðu landsins viður- kennda á tilteknum sviðum. Ályktunartillaga utanríkisráð- herra um viðræðuslit virðist fyrst og fremst vera reist á hleypidóm- um. Lítill málefnalegur grundvöll- ur hefur verið kynntur til sögunn- ar. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna utanríkisráðherra lagði ofurkapp á að knýja fram sam- þykki Alþingis fyrir viðræðuslit- um áður en umræðu um skýrslu Hagfræðistofnunar lyki og áður en skýrsla Alþjóðastofnunar birt- ist. Þegar báðar þessar skýrslur eru komnar út blasir svarið við. Tillagan stóðst einfaldlega ekki þá fræðilegu úttekt á stöðu aðild- arviðræðnanna sem nú liggur fyrir. Ráðherrann hefur verið búinn að átta sig á þessu. Um leið er ljóst hvers vegna utanríkisráðherra hafnaði sam- starfi við samtök launafólks og atvinnufyrirtækja um heild- stæða skýrslu. Hann hefur gert sér fulla grein fyrir því að sú ákvörðun, sem búið var að taka fyrir fram, þyldi ekki jafn djúpt og víðtækt mat á stöðunni og nú liggur fyrir. Þegar þjóðin reis upp gegn tillögunni um viðræðuslit, með hætti sem á sér fáar hliðstæður í stjórnmálasögunni, viðurkenndi utanríkisráðherra að óðagotið við framlagningu hennar hefði verið mistök. En nú þegar þrengt hefur verið að hleypidómunum sem til- lagan byggist á bregst hann við með því að segja að viðurkenn- ing á mistökum breyti engu um efnislega afstöðu hans eða áform. Þrengt að hleypidómunum Pólitíska klípan er þessi: Utan-ríkisráðherra segir að mis-tökin við framlagningu til- lögunnar hafi legið í því að hann gerði sér ekki grein fyrir viðbrögð- um almennings. Mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst því í könn- unum að hann vilji ljúka viðræðun- um. Ríflega fimmtíu þúsund kjós- endur hafa auk þess skrifað undir áskorun um að fá að greiða atkvæði um framhaldið eins og lofað var í kosningabaráttunni. Viðbrögð almennings höfðu þau áhrif að utanríkisráðherra ákvað að hægja á framgangi málsins. Óhjá- kvæmilegt var að utanríkisnefnd fengi að fjalla um skýrslu Alþjóða- málastofnunar. En klukkan gengur eigi að síður á utanríkisráðherra eins og þá sem tefla skák. Hann þarf að sýna hvernig hann ætlar að losa sjálfan sig og þjóðina úr klíp- unni. Það er erfitt að leika úr skák eftir að hafa fengið á sig gaffal. Ráð- herrann er því ekki í öfundsverðri stöðu. Ósanngjarnt væri að gefa honum ekki rýmri tíma en þekkist í hraðskák þó að hann hafi sjálfur opnað skákina með þeim tímamörk- um. Það eru miklir þjóðarhagsmun- ir í húfi og því réttmætt að ráð- herrann fái bæði dymbilvikuna og páskavikuna til að hugsa næsta leik. Fyrstu viðbrögð aðildarandstæð- inga við skýrslu Alþjóðamálastofn- unar hafa verið fremur nöldursleg. En það er ekki kostur fyrir ráð- herrann að standa upp frá skákinni og sífra. Á honum hvílir sú ábyrgð að leika úr stöðunni. Klukkan gengur á utanríkisráðherra Aðalsafnaðarfundur Háteigssafnaðar Aðalsafnaðarfundur Háteigssafnaðar verður haldinn sunnudaginn 27. apríl að lokinni messu klukkan 12:00. Dagskrá: Skýrsla sóknarnefndar Ársreikningar lagðir fram Önnur mál Sóknarnefnd Háteigskirkju R annsóknarnefnd Alþingis, sem skilað hefur skýrslu um fall sparisjóðanna, er varkárari í ályktunum sínum og yfirlýsingum en fyrri rannsóknarnefndir. Af skýrslu hennar má þó ráða að víða var pottur brotinn í starf- semi sparisjóðanna fyrir hrun. Stjórnendur og stofnfjáreigendur sjóðanna misstu sjónar á upphaflegum samfélagslegum markmiðum þeirra og vildu vera með í leiknum sem stóru strákarnir í viðskiptabönkunum léku. Margt fór á sömu leið og í bönkunum; stjórnendur fengu ofur- laun, útlánastefnan varð áhættusæknari og græðgin virðist hafa náð tökum á mörgum. Rannsóknarnefndin telur þannig að lög hafi verið brotin með of háum arðgreiðslum sparisjóðanna; jafnvel hafi verið greitt meira út en sem nam hagnaði viðkomandi rekstrar- árs. Þannig hafi beinlínis verið gengið á varasjóðinn. Spari- sjóðirnir hafi spilað á reglurnar með því að hækka stofnfé í lok árs, sem hafi ekki dregið úr arðsemi, en gefið háa arðgreiðslu til stofnfjáreigendanna. „Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjár- eigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð,“ segir í skýrslunni. Þetta er alveg prýðilegt dæmi um að eigendur og stjórnendur sparisjóð- anna voru dottnir úr sambandi við upphaflegt hlutverk þeirra. Í ýmsum tilvikum kann að hafa verið um refsiverða háttsemi að ræða í starfsemi sparisjóðanna; þannig tilkynnti nefndin 21 mál til saksóknara, sem sum hver hafa ekki ratað á hans borð áður. Fall sparisjóðanna hefur þegar kostað skattgreiðendur um 30 milljarða króna og gæti átt eftir að kosta allt að 300 milljörðum. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er lýst fálmkenndri viðleitni stjórnvalda eftir hrun til að bjarga sparisjóðunum. Sumar þeirra ákvarðana, eins og um dýra endurreisn Sparisjóðsins í Keflavík, má draga mjög í efa að hafi verið réttar. Þegar sparisjóðaskýrslan var rædd á Alþingi í gær kom fram það sjónarmið, bæði af hálfu stjórnar og stjórnarandstöðu, að það gengi ekki að sparisjóðirnir gætu ekki starfað sjálfstætt og án hjálpar frá ríkinu. Illugi Gunnarsson, staðgengill fjármálaráð- herra í umræðunni, benti á að ættu sparisjóðirnir að fá að taka við innlánum frá almenningi yrðu þeir að lúta sama regluverki og aðrar fjármálastofnanir. Af samkeppnisástæðum og reglum um ríkisaðstoð, sem Ísland er bundið af, gengi heldur ekki að þeir nytu fyrirgreiðslu sem aðrar fjármálastofnanir gerðu ekki. Alþingi verður að nýta vel þá fjárfestingu sem liggur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar og skoða framtíð sparisjóðanna frá öllum hliðum. Hugsanlega verðum við að horfast í augu við að mistökin sem gerð voru upp úr síðustu aldamótum í rekstri sparisjóðanna hafi einfaldlega gengið af merkilegri hreyfingu og farsælli sögu dauðri. Þá er eftir það verkefni að skoða hvernig ná megi markmiðum sparisjóðanna með öðrum hætti. Græðgin náði yfirhöndinni í sparisjóðunum: Eiga sparisjóðirnir sér framtíð? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.