Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 36

Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 36
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 36 Bestu og verstu endurgerðirnar Endurgerðir gamalla kvikmynda eru daglegt brauð í Hollywood eins og The Secret Life of Walter Mitty og hasarmyndin Robocop bera vott um. Hverjar ætli séu best heppnuðu endurgerðirnar í Hollywood og þær verst heppnuðu? Fréttablaðið kannaði málið á vefsíðunni IMDb.com, þar sem aðeins myndir með háar einkunnir í líkingu við forvera sinn og myndir með lægri einkunnir komu til greina. Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is Bestu endurgerðirnar Scarface (1983) 8,3 Scarface (1932) 7,8 Leikstjórinn Brian DePalma breytti áfengi í kókaín og ítölskum innflytjanda í kúbverskan þegar hann endurgerði glæpamynd Howards Hawks, Scarface. Al Pacino hikaði ekki við að fara yfir strikið í túlkun sinni á Tony Montana en handrit myndar- innar var eftir Oliver Stone. Fyrri myndin gerðist á bannárunum í borginni Chicago en sú síðari í hinni sólríku Miami, en Kúba er einmitt í aðeins 145 kílómetra fjarlægð frá Flórída. The Departed (2006) 8,5 Infernal Affairs (2002) 8,2 Martin Scorsese hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir myndina The Departed eftir að hafa verið sniðgenginn af akademíunni í fjölda ára. Myndin hlaut fern Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin. The Departed var endurgerð Infernal Affairs frá Hong Kong en sú mynd hefur getið af sér tvær framhaldsmynd- ir. Önnur þeirra gerist á undan atburð- unum í Infernal Affairs en hin á eftir þeim og komu þær báðar út árið 2003. The Thing (1982) 8,2 The Thing From Another World (1951) 7,3 The Thing var einnig byggð á vísindaskáldsögumynd frá sjötta áratugnum sem hét The Thing From Another World. Í nýju útgáfunni gat leikstjórinn John Carpen- ter notast við tæknibrellur sem voru ekki fyrir hendi árið 1951, og skipti það sköpum fyrir heildar- útkomuna. The Thing gerist á suðurheimskautinu og fjallar um vísindamenn sem lenda klónum á geimveru sem tekur á sig mynd fórnarlamba sinna. Myndin var endurgerð í annað sinn árið 2011 með heldur slökum árangri. Fistful of Dollars (1964) 8,1 Yojimbo (1960) 8,4 Yojimbo í leikstjórn Akira Kuro- sawa fjallar um samúræja sem kemur í bæ þar sem tvö mismun- andi glæpagengi ráða ríkjum. Hann ákveð- ur að etja þeim saman í von um að frelsa bæinn úr viðjum þeirra. Ser- gio Leone aðlagaði myndina vestra- forminu og fékk Clint Eastwood í aðalhlutverkið með prýðilegum árangri. Önnur mynd byggð á Yojimbo var Last Man Standing með Bruce Willis í aðal- hlutverki og einnig vestrinn Django frá árinu 1963. The Magnificent Seven (1960) 7,8 Seven Samurai (1954) 8,8 Þetta er nokkuð óvenjuleg endur gerð því þarna var ann- arri sígildri samúræja-mynd Kurosawa snúið á haus og breytt í vestra. Myndin snýst um mexíkóska þorpsbúa sem eiga undir högg að sækja. Leita þeir aðstoðar sjö byssubranda til að hjálpa sér við að verja heimili sín. Í aðal- hlutverkum voru Steve McQueen, Yul Brynner, James Coburn og fleiri kunn- ir leikarar. The Fly (1986) 7,5 The Fly (1958) 7,1 David Cronenberg endurgerði hina klassísku vísindaskáld- sögumynd frá sjötta áratugn- um með nýjustu tæknibrellum. Fyrir vikið var ferlið ógeðslega, þar sem persóna Jeffs Goldblum breyttist smám saman í flugu, trúverðugt. Sterk persónusköp- un og góður leikur Goldblums og Geenu Davis sem lék á móti honum átti einnig stóran þátt í gæðum myndarinn- ar. Cronen- berg endur- lífgaði The Fly á leik- sviði árið 2008 þegar hann bjó til óperu úr efniviðnum. Swept Away (2002) 3,6 Swept Away (1974) 7,5 Upphaflega myndin frá Ítalíu fjallaði um snobbaða djammdrottningu sem strandaði á eyðieyju með kommúnískum sjómanni. Hún fékk fínar viðtökur en það sama er ekki hægt að segja um endurgerð Bretans Guy Ritchie. Þáverandi eiginkona hans, söngkonan Madonna, sýndi afleita frammistöðu í aðalhlutverkinu og spurningin er hvort myndin hafi lagt grunninn að skilnaði þeirra nokkrum árum síðar. Verstu endurgerðirnar Psycho (1998) 4,6 Psycho (1960) 8,6 Margir ráku upp stóru augu þegar þeir fréttu af því að leikstjórinn Gus Van Sant ætlaði að endurgera hina sígildu Hitchock-mynd Psycho ramma fyrir ramma. Eina breytingin yrði sú að hún myndi gerast í nútímanum, með öðrum leikurum og yrði í lit. Eins og gefur að skilja þótti nýja útgáfan engu bæta við þá gömlu góðu, heldur þvert á móti. Myndin kostaði 60 milljónir dala en halaði einungis inn 37 milljónir dala í miðasölunni. Sannkallað klúður. Godzilla (1998) 5,3 Godzilla (1954) 7,5 Gagnrýnendur sem og aðdáendur gömlu myndarinnar voru ekki hrifnir af bandarísku útgáfunni og fundu henni flest til foráttu. Á endanum var hætt við fyrirhugaðar framhaldsmyndir Godzilla í Hollywood. Engu að síður gekk myndinni vel í miðasölunni og halaði inn hátt í 400 milljónir dala. Í maí næstkomandi, sextán árum síðar, á loksins að gera aðra til- raun með Godzilla í Hollywood og í þetta sinn verður skrímslið í þrívídd.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.