Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 12.04.2014, Qupperneq 38
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 „Við verðum að horfast í augu við það að leigumarkaðurinn í Reykja- vík og á Íslandi er mjög óheilbrigð- ur. Hann hefur ekki náð að þrosk- ast og verða til. Hér hefur verið rekin sú stefna að allir þurfi að kaupa íbúð. Það er fínt á meðan fólk hefur efni á því en eins og staðan er núna er bara orðið mjög erfitt fyrir t.d. ungt fólk að kaupa íbúð. Þá er ansi slæmt að ekki skuli vera til heilbrigður leigu- markaður. Núverandi meirihluti, Besti flokkurinn og Samfylking- in, hefur verið að þróa hugmynd- ir sem við köllum Reykjavíkur- hús. Þar er verið að tala um beint inngrip borgarinnar í leigumark- aðinn. Við aðstoðum við að koma honum á fót. Hinn frjálsi markað- ur hefur haft ansi langan tíma en þetta hefur ekki verið að gera sig. Spurningin er hvort borgin þurfi ekki að hjálpa þessu af stað í tíu, tuttugu ár og svo getur hún selt þetta. Framlag borgarinnar yrði þá í formi lóða,“ segir Björn. Fara úr borg í borg Björn segir að Björt framtíð leggi mikla áherslu á þéttingu byggðar. „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipulag sem er stefnumót- unarplagg til framtíðar. Þar erum við að segja að við viljum þétta byggð. Við viljum ýta undir fleiri samgöngumáta en einkabílinn og þetta er auðvitað risamál. Þetta er ákveðin breyting á borginni. Við erum að fara úr sveit í borg, úr borg í borg. Við lítum þannig á að þetta sé eftirsóknarverð þróun. Hún er hagkvæmari fyrir okkur og það verður annar bragur á borginni. Menn sætta sig við að Reykjavík er borg og við skulum þróa hana sem slíka. Ekki þróa hana sem dreifbýli. Ég held að sá hugsunarháttur sé á undanhaldi.“ Björn horfir meðal annars til Vatnsmýrarinnar sem framtíð- arbyggingarsvæðis. „Vatnsmýr- in er það svæði sem við eigum að byggja upp. Það verður þess- ari borg til mestrar framþróun- ar og öllu landinu. Ég lít svo á að eftir því sem Reykjavíkurborg er sterkari, því sterkara verður landið. Flugvöllurinn er ekki eina tengingin við landsbyggðina. Við teljum að það eigi að vera flug- völlur á höfuðborgarsvæðinu og það eru nokkrar staðsetningar sem koma til greina. Sannleikur- inn er hins vegar sá að borgin hefur þróast með þeim hætti að miðja hennar liggur nú við Vatns- mýrina. Í miðborginni er mikið um atvinnu, þarna vill fólk vera og við náum fram mikilli hagræð- ingu og hagkvæmni t.a.m. í sam- göngum með því að þétta okkur inn á þennan reit. Reykjavík ekki skítug borg Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, sagði í við- tali við Fréttablaðið um síðustu helgi að verulega hefði dregið úr umhirðu í borginni sem væri nú orðin skítug. Björn hafn- ar þessum fullyrðingum. „Ég er ekki sammála því að borgin sé skítug. Það var skorið niður í umhirðu í borginni eftir hrun um 50 prósent og það segir sig sjálft að eitthvað varð undan að láta. En okkur hefur hins vegar tekist mjög vel að halda þess- ari borg hreinni og fallegri. Við fáum líka ábendingar frá borg- arbúum um að hlutir megi betur fara varðandi hreinsun og við reynum þá alltaf að bregðast við því. Mér finnst hins vegar hey- skapur Reykjavíkurborgar vera alltof mikill. Við erum með gríð- arlega túnfláka sem við eigum að skoða hvort ekki sé hægt að hanna á annan hátt. Það eru til ýmsar skemmtilegar gróðurteg- undir aðrar en gras. Reykjavík- urborg en langstærsti aðilinn á landinu sem stundar heyskap og við gerum ekkert við þetta hey. En mér finnst hins vegar orðum aukið að hér sé allt í órækt og illa slegið,“ segir Björn. Hagræðing í að þétta byggð og byggja upp leigumarkað í borginni S. Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík, segir að með þéttingu byggðar megi ná fram mikilli hagræðingu. Hann segir nauðsynlegt að borgin komi að málum til að byggja upp leigumarkað til að taka á húsnæðisvandanum. FYRRI STÖRF STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA OG MENNTUN Viðtalið við S. Björn er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á visir.is visir.is Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@frettabladid.is 2008 Fjármál fyrir stjórnendur í Endurmenntun HÍ 1996 Meirapróf 1995 Skotveiðileyfi1989 Flensborgarskóli 1988 Kvennaskólinn í Reykjavík 1986-1988 Flensborgarskóli 2010-2014 Aðstoðarmaður Jóns Gnarr 2008-2009 Framkvæmdastjóri hjá Gutenberg ehf. 2006-2007 Markaðsstjóri hjá Gutenberg ehf 2001-2006 Vörustjóri (product manager) hjá Heimilistækjum ehf./hf 1999-2001 Stjórnarformaður og starfsmaður hjá Reynisson & Blöndal 1998-1999 Sölumaður hjá Takt ehf 1996-1998 Blaðamaður á Viku- blaðinu Austra (Egilsstöðum) og hluta tímabilsins fréttaritari Dags- Tímans á Austurlandi 1995-1996 Skólaliði við grunnskólann á Hallormsstað 1994 Háseti á ísfisktog- urum Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Hólmaborg og Hólmanesi 1991-1993 Starfsmaður á lager ÁTVR, auk þess starfandi sem tónlistarmaður 1984-1991 Ýmis sumarstörf ásamt námi og tónlistariðkun 2010-2014 Varaborgarfulltrúi Besta flokksins 2013– Oddviti Bjartrar framtíðar í Reykjavík 1984 1989 1994 1999 2004 2009 2014 ÁRIN SEM AÐSTOÐAR- MAÐUR JÓNS GNARR Þetta er búið að vera mjög athyglis vert kjörtímabil og skemmti- legt. Ég held að flestir geti gert sér í hugarlund að það að vera aðstoðar- maður Jóns Gnarr í Reykjavík er mjög skemmtilegt. Ég hef unnið með mörg- um í gegnum tíðina en hann er skemmtilegasti samstarfsmaður sem ég hef haft. FYRSTA VERK SEM BORGARSTJÓRI Ég myndi halda áfram því sem við höfum verið að gera. Ég myndi reyna að gera mitt besta. Ég treysti mér vel í þetta starf. Þekki þetta mjög vel. Hef verið við hliðina á manninum sem hefur sinnt þessu síðustu fjögur ár. Mér finnst þetta skemmtilegt og spennandi. MEIRIHLUTASAMSTARF EFTIR KOSNINGAR Mér finnst eðlilegast að ná saman við Samfylkinguna. Við höfum átt í farsælu samstarfi á þessu kjörtímabili.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.