Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 42

Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 42
Einn af hverjum níu í heiminum hefur ekki aðgang að hreinu neysluvatni, þriðji hver hefur ekki aðgang að klósetti. Þetta jafngildir því að 35.OOO Íslendingar hefðu ekki aðgang að hreinu vatni eða allir sem búa í Hafnarfirði og Garðabæ og að 1O6.OOO Íslendingar hefðu ekki aðgang að klósetti, sem er svipaður fjöldi og býr í Reykjavík! Við getum varla séð Ísland þannig fyrir okkur enda hafa 1OO% íbúa Íslands aðgang að hreinu vatni og 1OO% íbúa hafa aðgang að hreinlætis- aðstöðu. Þetta er nú samt staðreyndin ef við horfum til stöðu jarðarbúa í heild. Tæplega 8OO milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni og 2,5 milljarðar jarðar- búa hafa ekki aðgang að klósetti. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða heilbrigðisstofn- uninni (2O12) hafa 44% Eþíópíubúa aðgang að hreinu vatni og 4O% aðgang að klósetti. Þetta eru staðreyndir sem hafa alvarlegar afleiðingar. Heilsan er slæm, sjúkdómar herja og dauðsföll eru allt of tíð. 73O.OOO börn undir 5 ára aldri deyja árlega í heiminum úr niðurgangspestum af völdum óhreins vatns. Er það ásættanlegt? Svari hver fyrir sig. Vatnsverkefni í Úganda, Malaví og Eþíópíu er svar Hjálparstarfs kirkjunnar. Í Eþíópíu er aðgengi að hreinu vatni bætt með vatnsþróm og brunnum. Í samstarfi við héraðsyfirvöld, þorpsleiðtoga og íbúa er grafin vatnsþró eða brunnur. Reistir eru sýnikamrar og fólki kennt hvernig það getur gert sína eigin og það er frætt um notkun þeirra, hreinlæti og smitleiðir sjúkdóma. Þegar vatnið er komið fylgir svo margt annað í kjölfarið. Hægt er að rækta grænmetisgarða sem auka fjölbreytni fæðu og næringar. Stúlkur sem áður voru bundnar við að sækja vatn í marga klukkutíma ljúka því á skömmum tíma og komast í skóla. Heilsan verður betri og nám barnanna gengur betur. Hvert er þitt viðhorf til stöðunnar í heiminum í dag varðandi aðgang að hreinu vatni? Ertu sátt/ur? Hugsar þú kannski „ekki benda á mig“? Winston Churchill sagði: „Viðhorf er smáræði sem skiptir þó sköpum“ (Attitude is a little thing that makes a big difference). Hvert er þitt viðhorf? Ef þú vilt taka þátt í að breyta ástandinu til hins betra getur þú greitt valgreiðslu í heimabankanum þínum upp á 1.8OO krónur, gefið framlag á framlag.is eða lagt inn á söfnunar- reikning: O334-26-886 kt. 45O67O-O499. Handgrafinn brunnur með hreinu, tæru vatni kostar um 18O.OOO krónur. Vertu með, því þitt framlag skiptir máli! Í byrjun nóvember á hverju ári ganga tilvonandi fermingarbörn í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku. Í fermingarfræðslunni fræðast þau um þær gjörbreyttu aðstæður til hins betra sem skapast með vatnsþró, vatnstanki eða brunni með hreinu vatni. Í nóvember 2O13 söfnuðu börnin sem nú eru að fermast 8.283.633 krónum sem varið er til vatnsverkefna í Eþíópíu, Malaví og Úganda. Hjálparstarfið þakkar fermingarbörnum á Íslandi árið 2O14 sem og almenningi sem tók svo vel á móti þeim kærlega fyrir ómetanlegan stuðning! Ekki benda á mig Framlag fermingarbarna er risastórt 2 – Margt smátt ... Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason Framkvæmdastjóri: Bjarni Gíslason Margt smátt, 1. tbl. 26. árg. 2O14 Ábyrgðarmaður: Kristín Ólafsdóttir Umbrot: PIPAR/TBWA Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.