Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 52

Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 52
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Það er misjafnt þegar ég er heima á Íslandi en ég hef haldið í þá ágætu venju að fara minnst einu sinni á æfingu og svo hefur verið hefð að kíkja í bröns á Laundromat með krökkunum mínum og vinum á sunnudög- um. Ég kíki líka oftast í kaffi til mömmu. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Þessi helgi verður róleg. Ég vinn talsvert mikið að skipulagningu og tökum á nýjum þætti mínum á Stöð 3 þessa dagana og fer því ekki mikið út og ekkert sérstakt plan um þessa helgi. Hvar finnst þér best að vera um helgar? Mér finnst voða gott að komast út úr bænum með krakkana í bústað, njóta náttúrunnar og leyfa henni að fylla mig af orku. Í Búlgaríu þykir mér best að liggja á sundlaugarbakkan- um heima, sitja úti á svölum og njóta veð- ursins, eða bara horfa á stjörnurnar. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt ekki lengi fram eftir nema að ég fari út á lífið. Þá getur dregist ansi lengi að fara í háttinn. Ertu árrisul eða sefurðu út um helgar? Ég vakna klukkan 7.30 alla virka daga og um helgar sef ég kannski til níu eða tíu. Það er svolítið eins og að sofa út hjá mér. Hver er draumamorgunverður- inn? Ég elska góðan Nutribullet- ávaxta- og grænmetisþeyting sem ég útbý úr fersku hráefni og bæti saman við prótíni eða skyri. Það er toppurinn. Hvernig er dæmigert laugardags- kvöld í þínu lífi? Annað hvert laugardagskvöld er mjög rólegt og þá höfum við krakk- arnir það gott saman heima. Hin laugardagskvöldin eru aðeins villtari og spunnin upp hverju sinni. Stundum nýti ég fríhelgarn- ar til að fara út fyrir landsteinana og hitta vini. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Ég hef ekki verið með nammidag síðustu mánuði og leyfi mér frekar það sem ég vil á tilfallandi dögum. Uppáhaldsnammið mitt er eiginlega allt sem inniheldur súkkulaði en ég hugsa að Nóa Kropp sé í fyrsta sæti. Hvað maularðu í sjónvarpssófan um? Ég er ekki mikið í því að maula á kvöldin en yfirleitt á ég til 70% súkkulaði og fæ mér kannski nokkra litla bita. Og ég borða oft harðfisk. Það er snilld að maula hann á kvöldin. Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Nei, það er voða lítið heilagt í minni rútínu, en vonandi verður hann heilagur þegar ég er komin í betri rútínu og búin að koma mér fyrir á Íslandi eða úti. Ég er ekki alveg viss hvar ég verð núna. Ferðu til kirkju eða hlustar á út- varpsmessuna á sunnudögum? Nei, ég hef ekki gert það. Hvað verður með sunnudags- kaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ætli ég skreppi ekki til Vignis bróður. Þau hjónin eru meistarar í gómsætum holl- ustukökum og bíða alltaf með ilmandi kaffi og nýbakaða köku á sunnudögum. Sunnudagar eru einkar þægilegir heimsóknardag- ar, finnst mér. Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að verja tíma með fjölskyldunni, gera eitthvað skemmtilegt saman, njóta lífsins, hlaða batteríin, hafa það gaman og kósí og svo er líka gott að gera ekki neitt. Hvað ætlarðu að gera um páskana? Ég ætla að halda upp á 7 ára afmæli prinsessunnar minn- ar, Victoriu Ránar, og undirbúa mig fyrir komandi myndatökur í Lundúnum fyrir tvö erlend blöð. Hvernig upplifun er það að vera flutt aftur heim? Það hefur sína kosti og galla. Það er svolítið erfitt þegar maður hefur búið í útlöndum í áratug. Hér heima er allt svo ólíkt og ég orðin vön allt öðru vísi lífi. Ég er þó að aðlagast smátt og smátt og vitaskuld er alltaf gott að vera nálægt fjöl- skyldunni. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir þau að hafa mig svona langt í burtu undanfarin ár. Ég vil nú samt ekki viðurkenna að ég sé flutt heim. Ég er hér í verk- efni fram í júní og sé svo til hvað gerist eftir það. ■ thordis@365.is KAFFI HJÁ MÖMMU HELGIN Fyrirsætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunnarsdóttir ann fjölskyldu sinni og íslenskri náttúru en veit ekki fyrir víst hvort hún sé alkomin heim. MÆÐGUR Mæðgurnar Ásdís Rán og Victoria Rán sælar saman í afslöppun við Tjörnina í Reykjavík. MYND/ÚR EINKASAFNI HELGARSPJALLIÐ | ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR HEIMSDAMA „Ég er að aðlagast smátt og smátt og vitaskuld er gott að vera nálægt fjölskyldunni. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir þau að hafa mig svo langt í burtu undanfarin ár.” Í tilefni af Barnamenningarhátíð verða þrjár sýningar í Þjóðminja- safni Íslands. Sú fyrsta verður opnuð í dag en það er sýningin Teiknibókin lifnar við. Á sýningunni er að finna verk eftir nemendur á aldrinum 4 til 12 ára úr barna- og unglingadeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Verkin eru öll unnin út frá Íslensku teiknibókinni sem er einstakt handrit úr safni Árna Magnús- sonar. Talið er að teikningarnar í teiknibókinni séu eftir fjóra teikn- ara sem voru uppi á tímabilinu 1330–1500. Teikningar Íslensku teikni- bókarinnar lifna við í meðförum barnanna, verða að þrívíddar- skúlptúrum, skuggateikningum, leirstyttum, grafíkverkum og hreyfimyndum. Verkin verða til sýnis á Torgi Þjóðminjasafns Íslands til 4. maí. TEIKNIBÓKIN LIFNAR ÞJÓÐMINJASAFNIÐ Sýningin Teiknibókin lifnar við verður opnuð á Þjóðminjasafninu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON 5 frábærir eiginleikar Hvað er BB krem? BB krem (Blemish Balm) er fegurðarleyndarmál frá Asíu með byltingarkenndri formúlu sem sameinar í einu skrefi það besta í húðumhirðu og örfínar litaragnir sem láta húðina ljóma. Miracle Skin Perfector Kraftaverkakremið frá Garnier- 5-í-1 fyrir fullkomna húð á augnabliki. 2 bókstafir, fullkomin húð á 1 augnabliki Miracle Skin Perfector 5-í-1-KREMIÐ krem frá Garnier Jafnar húðlit Rakagefandi Hylur Gefur ljóma Sólarvörn SPF 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.