Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 54
FÓLK|HELGIN FERÐIR
Elding býður upp á páska-eggjaleit í Viðey í dag í sam-starfi við sælgætisgerðina
Freyju, Viðeyjarstofu og Reykja-
víkurborg. Leikurinn gengur út á
það að finna sem flest lítil páska-
egg frá Freyju. Nokkur þeirra
verða sérmerkt og fá þeir sem
finna þau stærri vinning. Leitin
verður ræst klukkan 13.30 við
Viðeyjarstofu. Afmörkuð verða
sérstök leitarsvæði, þar á meðal
eitt fyrir sex ára og yngri.
„Þetta er þriðja árið sem leitin
fer fram. Fyrsta árið komu 150
manns en í fyrra mættu 500 til
leiks. Í ár verður bryddað upp
á þeirri nýjung að afmarka sér-
stakt svæði fyrir yngstu börnin
meðal annars til að tryggja það
að enginn fari tómhentur heim,“
segir Ágústa Rós Árnadóttir,
verkefnastjóri í Viðey. Viðeyjar-
ferjan siglir samkvæmt vetrar-
áætlun um helgar og verða brott-
farir klukkan 13.15, 14.15 og 15.15.
Hægt er að slást í hópinn eftir að
leitin hefst en meginreglan er þó
sú að „…fyrstur kemur, fyrstur
fær. Við tryggjum þó að allir fái
egg,“ segir Ágústa Rós.
Þeir sem leggja leið sína í eyna
geta svo valið um skemmtilegar
gönguleiðir. Þá er hægt að fá sér
hressingu í Viðeyjarstofu fyrir eða
eftir leit.
Ekkert þáttökugjald er í leitina
en gestir greiða ferjutoll. Mælst er
til þess að þátttakendur skrái sig
til leiks með því að bóka far með
ferjunni en þegar eru fjölmargir
skráðir. Frekari upplýsingar veitir
starfsfólk Eldingar í síma 519 5000
eða með á elding@elding.is.
PÁSKAEGGJALEIT Í VIÐEY
SÚKKULAÐIEGG Á VÍÐ OG DREIF Boðið verður upp á páskaeggjaleit í Viðey í dag. Ræst verður í leitina klukkan 13.30.
Mikil aðsókn var í fyrra en þá mættu 500 manns til leiks. Í ár verður sérstakt leitarsvæði afmarkað fyrir yngstu börnin.
TILVALIN FJÖLSKYLDUSKEMMTUN Það er tilvalið að nýta ferðina til gönguferða um eyna fyrir eða eftir
leit. Munið bara að vera klædd eftir veðri.
SPENNA Margir fyllast kappi enda
spennandi að finna litrík súkkulaðiegg á
víð og dreif.
MIKIL AÐSÓKN Í FYRRA Ekkert þátttökugjald er í leitina en gestir greiða ferjutoll. Mælst er til þess að fólk
skrái sig til leiks með því að bóka far með ferjunni.
MARS-GÓÐGÆTI
4 Mars-súkkulaðistykki (venjuleg
stærð)
½ bolli smjör
2 bollar Rice Krispies
1 bolli súkkulaðidropar
saxaðar hnetur (ef vill)
Bræðið smjör og Mars á lágum hita
í stórum potti þar til það er mjúkt.
Takið af hitanum, blandið Rice Kris-
pies og hnetum saman við.
Þjappið blöndunni í smurða ofnskúffu.
Setjið súkkulaðidropa ofan á og setjið
í ofn í hálfa mínútu, takið úr ofninum
og smyrjið súkkulaðinu jafnt yfir.
Setjið í kæli, skerið svo í teninga og
berið fram.
KORNFLEX-, SÚKKULAÐI-
OG HNETUNAMMI
3 bollar kornflex, mulið
1 bolli hnetusmjör
½ bolli sykur
½ bolli síróp
170 g súkkulaði, saxað
Hitið hnetusmjör, sykur og síróp á lág-
um hita þar til það er bráðnað saman,
bætið kornflexinu við.
Þjappið blöndunni í smurða ofnskúffu.
Bræðið súkkulaðið og smyrjið yfir
blönduna. Kælið, skerið í teninga og
berið fram.
HELGARNAMMIÐ
Um helgar er um að gera að leyfa sér smá óhollustu.
Hér eru tvær uppskriftir að gómsætu nammi.
GIRNILEGT Þetta er endurbætt útgáfa af
Mars-súkkulaðistykkinu.
ÓMÓTSTÆÐILEGT Kornflex, súkkulaði og hnetur saman í nammi er eitthvað sem
getur ekki klikkað.
bobbibrown.com | everythingbobbi.com
Í 15 litum fyrir alla húðliti.
Lærðu leyndarmálið að fulkominni húð hjá
Bobbi Br own í Lyfjum & heilsu Kringlunni.
ý g
Treatment Foundation
N tt: Luminous Moisturizin
20%
afsláttur af öllum förðumog púðrum í Bobbi Brown
11. - 13. apríl.
Lyf & heilsa
Kringlunni
www.lyfogheilsa.is