Fréttablaðið - 12.04.2014, Blaðsíða 64
Viltu taka þátt í að byggja upp öflugt
óháð fjármálafyrirtæki?
ALM Fjármálaráðgjöf hf. óskar ef tir að ráða öfluga
starfsmenn í eignastýringu og fyrir tækjaráðgjöf.
Eignastýring
Leitað er að reynslumiklum einstaklingi á sviði
eignastýringar (Senior) sem hefur til að bera mikinn
metnað fyrir hönd viðskiptavina og framúrskarandi
þjónustulund.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Gerðar eru kröfur um háskólamenntun í viðskiptafræði,
hagfræði eða verkfræði, eða sambærilega menntun.
Framhaldsmenntun er kostur. Árangursrík reynsla af
eignastýringu eða hliðstæðum verkefnum
á fjármálamarkaði er skilyrði.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Kristinn Egilsson,
forstöðumaður eignastýringar.
Umsóknir sendist á sigurdur@almfjarmal.is
Fyrirtækjaráðgjöf
Leitað er að aðilum sem hafa nokkura ára starfs
reynslu í fyrir tækjaráðgjöf.Verkefni eru á sviði
fjármögnunar fyrir tækja, lánshæfismat, verðmat
fyrir tækja og skuldabréfa.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Gerðar eru kröfur um háskólamenntun í viðskiptafræði,
hagfræði eða verkfræði, eða sambærilega menntun.
Framhaldsmenntun er kostur. Óskað er ef tir aðila
sem hefur a.m.k. þriggja ára starfsreynslu í fyrir-
tækjaráðgjöf.
Nánari upplýsingar veitir Ísak S. Hauksson,
forstöðumaður fyrir tækjaráðgjafar.
Umsóknir sendist á isak@almfjarmal.is
Umsóknarfrestur er til og með 28 apríl, 2014.
Um ALM Fjármálaráðgjöf hf.
ALM Fjármálaráðgjöf hf. er sérhæf t verðbréfaf yrir tæki á sviði
eignast ýringar, áhæt tugreiningar og f yrir tækjaráðgjafar.
ALM Fjármálaráðgjöf hf. er með star fsley f i frá F jármálaef t ir li t inu.
Tæknimaður á skipulags-
og byggingasviði
Skipulags- og byggingasvið Árborgar óskar eftir að ráða
byggingatæknifræðing eða byggingafræðing til starfa
sem fyrst. Starfið heyrir beint undir skipulags- og bygginga-
fulltrúa.
Meðal verkefna eru:
• Ýmis fagleg úrvinnsla vegna byggingareftirlits
í samræmi við lög og reglugerðir.
• Undirbúningur og umsjón með framkvæmd úttekta.
• Skráning fasteignaupplýsinga og viðhald
fasteignagjaldgrunns.
• Skýrslugerð.
• Þróun Landupplýsingakerfis.
• Yfirferð aðaluppdrátta, sérteikninga og annarra
hönnunargagna.
• Vinna við áætlunargerð og eftirfylgni áætlana.
• Innleiðing gæðastjórnunarkerfis.
• Aðkoma að skipulagsmálum.
Áhersla er lögð á að umsækjandi sé duglegur, geti unnið
sjálfstætt, sé fær í mannlegum samskiptum og hafi áhuga á
að veita skjóta og trausta þjónustu.
Æskileg menntun og reynsla:
• BS-tæknifræði/verkfræðinám eða nám í byggingafræði.
• Reynsla af áætlunargerð, úrlausn verkefna og
verkstýringu á verkefnasviðinu.
• Þekking á og reynsla af notkun Windows-Office og Cad-
hugbúnaðar.
• Reynsla og/eða áhugi á upplýsingakerfum og rafrænum
lausnum í nútíma stjórnsýslu. Konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um.
Umsókn skal skilað á netfangið
umsokn@arborg.is fyrir 25. apríl 2014.
Allar upplýsingar um starfið veitir Bárður Guðmundsson,
skipulags- og byggingarfulltrúi, í síma 4801500 á
skrifstofutíma eða á netfanginu bardur@arborg.is
Sveitarfélagið Árborg
FORSETI LAGADEILDAR HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK
Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að leiða
áframhaldandi þróun og uppbyggingu öflugrar lagadeildar HR. Deildarforseti ber ábyrgð á rekstri
deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir rektor og situr
í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík.
LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:
• Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
• Doktorspróf á sviði lögfræði.
• Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
• Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
• Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
• Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.
Menntavegi 1 | 101 Reykjavík | Sími 599 6200 | www.hr.is
Innan lagadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir í lögfræði. Boðið er upp á nám á BSc-, ML- og PhD-stigi.
Um 360 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn 17 talsins auk fjölda stundakennara.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Kristinn Jónsson, rektor (ari@ru.is), sími 599 6200.
Umsóknum skal skilað á vef Háskólans í Reykjavík, ru.is/lausstorf, fyrir 5. maí 2014. Fylgigögn skal hengja við
umsóknareyðublað en þau má einnig senda á mannaudur@ru.is eða til Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1,
101 Reykjavík, merkt „Starf deildarforseta“. Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir
einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi. Kennsla og rannsóknir við Háskólann
í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt
umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu. Nemendur háskólans eru um 3400 og starfa um 230 fastir starfsmenn við
skólann auk fjölda stundakennara.
VILT ÞÚ SPENNANDI OG LÍFLEGT
STARF Í FERÐAÞJÓNUSTU?
Starf á verkstæði
Bílaleigur AVIS og Budget leita að starfsmanni á verkstæði á leigustöð í Reykjavík.
Helstu verkefni:
Almennar hæfniskröfur:
Umsóknir sendist á atvinna@alp.is
merkt „Verkstæði“.
Umsóknarfrestur er til 18.apríl 2014.