Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 66

Fréttablaðið - 12.04.2014, Síða 66
Langar þig að starfa sem sjónvarpsfréttamaður? Í boði er áhugaverð vinna á skemmtilegum vinnustað í stöðugri sókn. Fréttastofa Stöðvar 2 leitar að fréttamanni í fullt starf. Umsækjendur þurfa: - að hafa góða þekkingu á íslensku samfélagi og brennandi áhuga á málefnum líðandi stundar - að hafa gott vald á íslenskri tungu - að vera öruggir í framkomu - að vera færir í mannlegum samskiptum - að geta unnið undir álagi og stundað sjálfstæð vinnubrögð Reynsla af fréttamennsku er skilyrði. Fyllsta trúnaðar er gætt við meðhöndlun umsókna. Áhugasamir sendi tölvupóst á fréttastjóra Stöðvar 2, Breka Logason, breki@stod2.is Umsóknarfrestur er til 22. apríl. Skipaeftirlitsmaður HB Grandi óskar ef tir að ráða skipaef tirli tsmann í sumarafleysingar til að hafa umsjón með viðhaldi togara félagsins. Viðkomandi þarf að vera vélfræðingur eða hafa sambærilega menntun. Æskilegt að viðkomandi geti hafið stör f sem fyrst . Umsóknir skal senda á póst fangið torfi@hbgrandi.is Nánari upplýsingar gefur Gísli Jónmundsson í síma 858 1103 eða Guðmundur Hafsteinsson í síma 858 1122 HB Grandi hf. óskar eftir að ráð gæðaeftirlitsmann HB Grandi óskar ef tir að ráða gæðaef tirli tsmann fyrir frysti-og ísfisktogara félagsins, en félagið gerir út þrjá frystitogara og fjóra ísfisktogara Umsóknir skal senda á póst fangið torfi@hbgrandi.is Nánari upplýsingar gefur Torfi Þ. Þorsteinsson í síma 858 1140 eða Birkir Hrannar Hjálmarsson í síma 858 1101 Starfið felur meðal annars í sér: • Út tekt á afurðum frysti togara • Mat á gæðum og frágangi á f iski af ísf isk togurum • Kennsla um borð í meðferð afla og vinnslu • Innleiðing og viðhald á gæðaker fum • Ýmis t il fallandi verkefni Hæfniskröfur: • Reynsla af sjómennsku • Færni í helstu tölvuforri tum • Ensku kunnát ta • Mjög góðir samskipta hæfileikar • Háskólapróf kostur en er ekki nauðsyn Skipaeftirlitsmaður Krikaskóli er leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 1-9 ára og starfsemin tekur mið af skólastefnu Mosfellsbæjar um heildstætt uppeldis- og skólastarf í leik- og grunnskólum. Skólaárið 2014-2015 verða börn á aldrinum 2ja-9 ára í skól- anum. Umsækjendur eru hvattir til að kynna sér skóla- stefnu skólans á heimasíðu hans áður en þeir sækja um starf. Krikaskóli er þróunarskóli með heimild Mennta- og menningarmálaráðuneytis. Skilyrði fyrir ráðningu í Krikaskóla er að viðkomandi hafi ánægju af börnum í öllum sínum fjölbreytileika, hafi ríka samskiptahæfni í hröðu og lifandi umhverfi skólastarfsins og eigi auðvelt með að taka ábyrgð á sjálfum sér. Eftirfarandi starf er laust til umsóknar: Þroskaþjálfi með leikskólabörnum. Um 100% stöðu er að ræða vegna fæðingarorlofs til eins árs. Starfið felst í að vera liðsmaður ákveðinna barna og sinna einstaklingsþörfum þeirra. Um teymisvinnu er að ræða þar sem hver liðsmaður sinnir nokkrum börnum. Hæfnikröfur: Háskólamenntun á sviði þroskaþjálfunar og/eða sérkennslu Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg Góð hæfni í mannlegum samskiptum er skilyrði Jákvæðni og sjálfstæði í vinnubrögðum Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl 2014. Áhugasömum er bent á að kynna sér heimasíðu skólans www.krikaskoli.is. Umsóknir ásamt ferilskrá skulu sendar á netfangið krikaskoli[hjá]krikaskoli.is. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Krikaskóla, Þrúður Hjelm thrudur[hjá]krikaskoli.is eða Ágústa Óladóttir sviðstjóri Krikaskóla agusta[hjá]krikaskoli.is í síma 578-3400. Jákvæðni – virðing – framsækni – umhyggja Þroskaþjálfi í Krikaskóla Viltu vera með í að styrkja samstarf á Norður-Atlantssvæðinu? Norræna Atlantssamstarfið leitar eftir verkefnastjóra til starfa á aðal- skrifstofunni í Þórshöfn í Færeyjum. Umsóknarfrestur: 2. maí 2014. Nánari upplýsingar um NORA og um stöðuna á www.nora.fo Nordic Atlantic Cooperation AUG LÝSI NG KENNSLUSTJÓRI LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS LISTAHÁSKÓLI ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STARF KENNSLUSTJÓRA Hlutverk kennslustjóra er að leiða stefnumótun á sviði kennslumála og þróunar við skólann í sam- starfi við aðra stjórnendur. Leitað er að einstakl- ingi sem hefur metnað í skólamálum og skilningi á vægi lista í samfélaginu. Viðkomandi þarf að hafa ríka skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera góður leiðtogi, lipur í samskiptum og eiga auðvelt með að starfa með öðrum. Helstu verkefni kennslustjóra: > Yfirumsjón með kennsluskrá, samræming stundaskráa og fyrirkomulag kennslu í samræmi við einingafjölda, námslýsingar og hæfniviðmið. > Stefnumótun í tengslum við kennsluskrá og kennslufyrirkomulag til að ná fram þverfagleg- um markmiðum skólans á fræðasviði lista. > Skipuleggja stuðning, endurmenntun, þjálfun og samskipti við kennara. > Tryggja gæði náms. Menntunar- og hæfniskröfur: > Meistaragráða sem nýtist í starfinu. > Reynsla af umsjón og skipulagi kennslu. > Þekking á háskólaumhverfi og uppbyggingu kennsluskrár. > Færni í greiningu gagna. > Mjög gott vald á íslensku og ensku hvort heldur sem er í ræðu eða riti. Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn: > Yfirlit yfir starfsferil, menntun og námsferil ásamt afriti af útskriftarskírteinum. > Stutt greinagerð þar sem umsækjandi lýsir hug- myndum sínum um hlutverk kennslustjóra. Umsóknum skal skila á aðalskrifstofu skólans að Þverholti 11, Reykjavík, eigi síðar en miðviku- daginn 30. apríl. Gert er ráð fyrir að kennslustjóri hefji formlega störf við upphaf næsta skólaárs, eða 1. ágúst 2014. Listaháskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Upplýsingar um starfið veita: Gunnhildur Arnardóttir gunnhildurarnar@ceohuxun.is og Trausti Harðarson traustihardar@ceohuxun.is Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Skólinn starfar í fimm deildum; myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild, og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru þrjár við Þverholt, Sölvhólsgötu og Laugarnesveg í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.