Fréttablaðið - 12.04.2014, Page 115
LAUGARDAGUR 12. apríl 2014 | MENNING | 71
Mið-Ísland kemur fram í Hofi á Akur-
eyri í kvöld 20.00.
Tónlist
12.00 Tectonics-tónlistarhátíð Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands með nýrri
tónlist undir listrænni stjórn Ilans
Volkov verður haldin í þriðja sinni. Sér-
stök áhersla á hátíðinni í ár verður lögð
á íslenska tónlist með ný íslensk verk
og nýja íslenska hljómsveitartónlist
í forgrunni þar sem samstarf ólíkra
tónlistarmanna úr ýmsum geirum
kristallast. Á hátíðinni hljóma meðal
annars verk eftir Charles Ross, Valgeir
Sigurðsson, Kjartan Sveinsson, Maríu
Huld Markan Sigfúsdóttur og Bergrúnu
Snæbjörnsdóttur. Hátíðin fer fram í
Hörpu og hefst klukkan 12.00.
14.00 Hin svokölluðu skáld er yfirskrift
dagskrár sem hópur skálda stendur
fyrir í stóra salnum í Háskólabíói í dag
klukkan 14.00. Dagskráin er saman sett
til heiðurs hinu háttbundna nútíma-
ljóði, sem er í mikilli sókn þessi miss-
erin.
14.00 Söngvararnir Bjarni Snæbjörns-
son, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Frið-
riksdóttir og Orri Huginn Ágústsson
flytja lög úr skemmtilegustu barnasöng-
leikjum í heimi. Tónleikarnir hefjast
klukkan 14 í Hofi á Akureyri.
15.00 Karlakór Reykjavíkur heldur
árlega vortónleika sína í Langholtskirkju
í dag og hefjast þeir klukkan 15.00.
16.00 Friðrik Ómar syngur sálma og
saknaðarsöngva í Vopnafjarðarkirkju
klukkan 16.00. Húsið opnar 30 mín-
útum fyrir tónleika og er miðaverð
2.500 krónur.
17.00 Jóhannesarpassían eftir Johann
Sebastian Bach verður flutt af Kammer-
kór Grafarvogskirkju, félögum úr Bach-
sveitinni í Skálholti og einsöngvurum í
dag klukkan 17 í Grafarvogskirkju.
18.00 Hópur strengjanemenda frá
Bayswater Suzuki Group frá London
er nú í heimsókn hér á landi og mun
halda tónleika í Langholtskirkju í dag
klukkan 18.00. Leiðari breska hópsins
er Jillian Leddra, frá Nýja-Sjálandi, en
hún hefur áður farið nemendahóp
sinn í utanlandsferðir, meðal annars til
Cremona 2009 og Valencia 2011.
21.00 Heiðurstónleikar ABBA Eld-
borgarsal Hörpu í kvöld klukkan 21.00.
ABBA er vinsælasta hljómsveit allra
tíma að Bítlunum undanskildum og
hafa plötur sveitarinnar selst í yfir 370
milljónum eintaka. Hljómsveitin starf-
aði aðeins í 10 ár en á þeim tíma sendi
hún frá sér fleiri smelli en hér er pláss
til að telja upp.
21.30 Friðrik Ómar syngur sálma og
saknaðarsöngva í Þórshafnarkirkju
klukkan 21.30. Húsið er opnað 30
mínútum fyrir tónleika og er miðaverð
2.500 krónur.
22.00 Andrea Gylfa og Bíóbandið
skemmta á Café Rosenberg. Aðgangs-
eyrir krónur 2.000.
22.00 Hljómsveitin Mono Town heldur
útgáfutónleika í tilefni af frumburði
sínum In The Eye Of The Storm á
Akureyri. Tónleikarnir munu fara
fram á Græna hattinum á Akureyri í
kvöld. Miðasala fer fram á Miði.is og í
Eymundsson á Akureyri.
22.00 Hin nýstofnaða djasshljómsveit
Kjass heldur tónleika með íslensku ívafi
í Sögusmiðjunni. Kjass spilar íslensk lög
í eigin útsetningum ásamt frumsömdu
efni og hefðbundnum sönglögum,
íslenskum sem erlendum. Sem dæmi
verða Krummi svaf í klettagjá, Abba-
labba-lá og Blessuð sértu sveitin mín á
dagskrá í sögusafninu næstu helgi. Tón-
leikarnir hefjast klukkan 22.00.
23.00 Sváfnir Sigurðarson og félagar
skemmta á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakka-
stíg 8, í kvöld klukkan 23.00.
Listamannaspjall
15.00 Listamannaspjall í tengslum við
sýninguna Undirstöðu í Hafnarhúsinu í
dag klukkan 15.00. Katrín Sigurðardótt-
ir ræðir við Markús Þór Andrésson um
verk sitt í Hafnarhúsi sem var opinbert
framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins
árið 2013. Verkið Undirstaða er stór
innsetning í A-sal Hafnarhússins sem
nær út í port hússins en það er hugsað
sem þríleikur innsetninga. Fyrsta gerð
verksins var sýnd í Feneyjum þar sem
það skaraðist við veggi gamals þvotta-
húss. Í Reykjavík er sýningin í Hafnar-
húsi sem upphaflega var vörugeymsla.
Aðgangseyrir á sýninguna er krónur
1.300. Frítt fyrir handhafa menningar-
kortsins.
★★★ ★★
Sýnt í Kúlunni
Hugmyndarík og frábærlega útfærð
sýning: leikhúslistamenn Þjóðleikhúss-
ins sýna hvers þeir eru megnugir.
Jakob Bjarnar Grétarsson
Litli prinsinn
Elding býður upp á páskaeggja-
leit í Viðey í dag en um er að
ræða skemmtilegan leik sem
gengur út á það að finna sem flest
lítil páskaegg frá Freyju. Einnig
verða nokkrir stærri vinningar
fyrir þá sem finna sérstaklega
merkt egg. Ræst verður í páska-
eggjaleitina klukkan 13.30 við
Viðeyjarstofu en þátttakendur
geta að sjálfsögðu slegist í hópinn
síðar. Leikurinn gengur þó út á
þá meginreglu að „fyrstur kemur,
fyrstur fær“. Afmörkuð verða
sérstök leitarsvæði, þar á meðal
eitt fyrir yngri kynslóðina en til
hennar teljast börn sem eru sex
ára og yngri.
Veitingasala er í Viðeyjarstofu
en Viðeyjarferjan siglir sam-
kvæmt vetraráætlun um helgina.
Páskaeggjaleitin er unnin í
samstarfi við sælgætisgerðina
Freyju, Viðeyjarstofu og Reykja-
víkurborg.
Páskaeggjaleit
í Viðey í dag