Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 116

Fréttablaðið - 12.04.2014, Side 116
12. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 72 HART BARIST UM ÚRSLITASÆTI Átta atriði keppa um atkvæði þjóðarinnar í þriðja undanúrslitaþætti Ísland Got Talent í beinni útsendingu á sunnudagskvöldið. Efl aust verður hægt að fi nna lyktina af spennunni sem mun ríkja í Austurbæ það kvöld. Við kynntumst þessum vonarstjörnum aðeins betur. Vill gefa systur sinni betra líf Hermann töframaður 9009506 Fullt nafn: Hermann Helenuson Aldur: 14 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Ég lofa því að vera með magnað atriði í úrslitaþættinum, eitthvað sem hefur aldrei sést áður. Hver er draumurinn? Að hjálpa systur minni svo hún geti átt betra líf. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mamma mín og Einar Mikael töframaður. Heldurðu að þú getir töfrað þig í úrslit? Ég mun gera mitt allra besta til að koma á óvart og vera með flott atriði. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar Bubbi kom upp á svið og hélt á dúfunni minni. Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Mér þykir vænt um þau bæði, þau eru frábærar fyrirmyndir. Löðrandi af kynþokka Snorri söngur 9009504 Fullt nafn: Snorri Eldjárn Hauksson Aldur: 23 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Af því að ef ég kemst í úrslitin verður atriðið mitt þar löðrandi af kynþokka. Hver er draumurinn? Draumur- inn er að starfa við að skemmta fólki. Helst sem leikari eða söngvari. Ég er mikill söngleikja- maður og nýt mín hvergi betur en í sviðsljósinu fyrir fullum sal. Draumahlutverkið verður að teljast Bond eða Batman. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Pabbi hefur alltaf verið frábær fyrirmynd í lífi mínu. Ég leit mikið upp til hans en nú er ég 195 cm á hæð og nú lít ég niður til hans. Ég er stoltur af að geta kallað mig son hans. Tekur Presley í karókí Aron söngur 9009508 Fullt nafn: Aron Hannes Emilsson Aldur: Nýorðinn 17 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Ef fólk fílar mig sem söngvara og tónlistarmann og langar að hjálpa mér til að láta drauminn minn rætast, þá má fólk endilega gefa mér eitt eða fleiri atkvæði. Því fleiri atkvæði, því meiri líkur á að þú gætir unnið rosa sjónvarp! Bara win/win- dæmi. Hvaða lag tekur þú í karókí? Feeling good og flest lög með Presley. Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Jón Jónsson er frábær gaur og hann hefur alltaf haft trú á mér. Svo er hann líka bara ein besta fyrirmyndin, og þó víðar væri leitað, hann fengi allavega helling af atkvæðum frá mér ef hann væri að keppa í Got Talent. Hins vegar er Þórunn frá- bær söng- og listakona og svo er útlitið ekki að skemma fyrir henni. Vilja snerta við fólki Brynjar og Perla dans 9009502 Fullt nafn: Brynjar Björnsson og Perla Stein- grímsdóttir Aldur: 16 og 17 ára Af hverju á fólk að kjósa ykkur? Okkar ósk er að fólk verði fyrir hughrifum þegar það sér okkur dansa. Við elskum meira en allt að dansa og ef við náum að snerta við fólki er tilganginum náð. Hver er draumurinn? Draumur okkar er að fara utan og sækja tíma hjá bestu kennurunum í heiminum í dag og að koma með heimsmeistaratitil heim til Íslands. So You Think You Can Dance eða Dancing With The Stars? So you think you can dance, því þar eru svo góðir dansarar sem leggja allt í sölurnar og við elskum svona flott show. Allir dómararnir æðislegir Elva María söngur 9009501 Fullt nafn: Elva María Birgisdóttir Aldur: 11 ára, að verða 12 Af hverju á fólk að kjósa þig? Ef fólki líkar við atriðið mitt þá þætti mér vænt um ef það myndi kjósa mig. Hver er draumurinn? Draumurinn er að lifa heilbrigðu lífi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Líklegast Jessie J. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar Bubbi sagði að ef atriðið mitt væri box, þá hefði það verið „knockout“. Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Ég geri ekki upp á milli dómaranna, þeir eru allir æðis- legir. Dreymir um að dansa með Dragon House Brynjar Dagur dans 9009507 Fullt nafn: Brynjar Dagur Albertsson Aldur: 15 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Ég vona að fólki líki vel við atriðið mitt og langi til að sjá meira. Tel mig hafa hæfileika í þessa keppni. Hver er draumurinn? Að fara utan og læra meira í street-dansi og fá að dansa með Dragon House eða Les Twins. Svo væri gaman að komast alla leið í Ísland Got Talent. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar ég var í áheyrnarprufunum og komst áfram. Við- brögðin frá dómur- unum voru frábær. Snyrtilegri núna en síðast Mr. Norrington sönghópur 9009505 Fullt nafn: Hrafn Bogdan Seica Haraldsson, Bjarni Daníel Þorvaldsson og Sigurður Sævar Magnúsarson Í hverju ætlið þið að vera? Adidas-göllum og strigaskóm. DJÓK. Við viljum ekki skemma spennuna fyrir honum Bubba en við lofum ykkur því að vera snyrtilegri til fara núna en síðast! Foreldrarnir fyrirmyndir Alexander Smári píanó 9009503 Fullt nafn: Alexander Smári Kristjánsson Edel- stein Aldur: 15 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Það er erfitt fyrir mig að svara því, ég held bara að fólk verði að hlusta á flutning minn og fylgja eigin sannfæringu. Hver er draumurinn? Að starfa sem einleikari á píanó í framtíðinni. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Foreldrar mínir og margir píanóleikarar sem ég lít mikið upp til, það er erfitt að nefna einhvern einn sérstakan. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar ég komst áfram í áheyrnarpruf- unum. LÍFIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.