Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGAR Tafla 1. Kynja- og aldursskipting rannsóknarhópsins í heild og afturskyggnan og framskyggnan hluta rannsóknarinnar. eftir skiptingu í Afturskyggn Framskyggn í heild Karlar - fjöldi 37 62 99 - meðalaldur ± SD 69,6±10,0 72,2±15,7 71,2±13,8 - seiling (ár) 46-89 26-95 26-95 Konur - fjöldi 21 47 68 - meöalaldur ± SD 78,9±13,4 76,5±11,2 77,2±11,9 - seiling (ár) 41-100 43-94 41-100 Bæði kynin - fjöldi 58 109 167 - meðalaldur ± SD 72,9±12,1 74,1±14,0 73,7±13,4 - seiling (ár) 41-100 26-95 26-100 SD=staöalfrávik. leiðir til aukinnar dánartíðni og eykur hættu á segareki til heila og hjartabilun (2,4-5). Algengast er að gáttatif komi í kjölfar sjúkdóms í hjartanu sjálfu eða sjúkdóma í öðrum líffærakerfum eins og skjaldkirtli og lungum (5,6). Gáttatif sést stundum hjá heilbrigðum einstaklingum í tenglsum við áfengisneyslu (7). Talið er að tæplega þriðjungur sjúklinga með ofstarfsemi á skjaldkirtli fái gáttatif (8- 10). Rannsóknir gefa hins vegar misvísandi niðurstöður um algengi ofstarfsemi í skjaldkirlli hjá sjúklingum rneð gáttatif eða frá fjórum hundraðshlutum til fjórðungs tilfella (8,9). Á síðustu árum hafa einnig komið fram rannsóknir sem benda til þess að lítill ávinningur sé af mælingum á skjaldkirtilshormónum hjá sjúklingum með nýgreint gáttatif, hafi þeir ekki samtímis einkenni um skjaldkirtilssjúkdóm (11). Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi ofstarfsemi á skjaldkirtli hjá sjúklingum sem hafa gáttatif og leggjast inn á lyflækninga- deild. Einnig að athuga algengi ákveðinna grunn- sjúkdóma sem tengdir hafa verið gáttatifi hjá sama hópi sjúklinga. Efniviður og aðferðir Rannsóknin náði til sjúklinga sem lögðust inn á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akraness og fengu útskriftargreininguna gáttatif (ICD 9 427.3, ICD 10 148) á árunum 1993-1997. Gáttatif var greint þegar p- bylgjur voru ekki til staðar í hjartarafriti sjúklinga og sleglasvörun var óregluleg. Skráð var hvort um viðvarandi gáttatif eða gáttatif í köstum var að ræða. Taldist gáttatif viðvarandi ef það var til staðar í fyrri legum, án vitneskju um að sjúklingur hafi farið í réttan takt á milli lega, annars var það flokkað í köstum líkt og nýgreint gáttatif. Snið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar afturskyggnt (1993-1994) og hins vegar framskyggnt frá upphafi aprflmánaðar 1995 til loka desember- mánaðar 1997. Hver sjúklingur var einungis talinn einu sinni á rannsóknartímabilinu, þó hann legðist oftar inn á lyflækningadeildina. Var jafnan stuðst við fyrstu innlögn hvers sjúklings, nema upplýsingar í þeirri legu teldust ófullnægjandi og seinni lega innihélt þær upplýsingar sem leitað var eftir. í afturskyggna hluta rannsóknarinnar var farið yfir sjúkraskrár þeirra sjúklinga sem fengið höfðu útskriftargreininguna gáttatif og upplýsinga um skjaldkirtilspróf aflað. í framskyggna hluta rann- sóknarinnar var mælt skjaldstýrihormón (thyroid stimulating hormone, TSH), týroxín (T4) og þríjoðótýrónín (T3) í sermi sjúklinga við innlögn. Upplýsingar um skjaldkirtilspróf voru taldar fullnægjandi ef niðurstöður úr mælingum á skjald- stýrihormóni lágu fyrir í afturskyggna hluta rann- sóknarinnar og ef skjaldstýrihormón og T4 og/eða T3 var mælt í framskyggna hluta rannsóknarinnar. Við mat á niðurstöðum skjaldkirtilsprófa var stuðst við viðmiðunarmörk rannsóknarstofu Sjúkrahúss Akra- ness. Var ofstarfsemi á skjaldkirtli skilgreind sem lækkun á skjaldstýrihormóni ásamt hækkun á T4 og/eða T3. Vanstarfsemi á skjaldkirtli var talin vera til staðar ef skjaldstýrihormón var hækkað og T4 lækkað. I rannsókninni var leitað eftir háþrýstingi og hjartasjúkdómum sem hafa þekkt tengsl við gáttatif svo og öðrum mögulegum orsakaþáttum svo sem langvinnum lungnasjúkdómi, áfengisneyslu og sykursýki. Við öflun upplýsinga um grunnsjúkdóma var ekki einungis farið eftir útskriftargreiningum heldur öll fyrirliggjandi sjúkragögn lesin yfir af höfundum með það að ntarkmiði að finna fyrri greiningar og meta hvort ógreindur grunnsjúkdómur væri til staðar. Leitað var eftir upplýsingum um fyrri skjaldkirtilssjúkdóma og hvort viðkomandi væri á skjaldkirtilslyfjum eða tæki amíódarón (Cordarone®). Rannsóknin var samþykkt af læknaráði Sjúkra- húss Akraness. Við tölfræðilega útreikninga var beitt kí- kvaðratsprófi, nema við útreikning á mismun meðaltala þar sem beitt var t-prófi (Student’s t- test), og tölfræðileg marktækni miðuð við p-gildi <0,05. Gefin eru upp meðaltöl, staðalfrávik og seiling (range), þar sem við á. Við tölfræðilega útreikninga var notast við töflureikninn Microsoft® Excel 2000. Niðurstöður Sjúklingahópurinn: Á þeim fimm árum sem rannsóknin náði til fengu 167 einstaklingar af þeim sem lögðust inn á lyflækningadeild Sjúkrahúss Akra- ness greininguna gáttatif. Á hverju ári rannsóknar- innar kom svipaður fjöldi sjúkiinga inn í rannsóknar- hópinn eða að meðaltali 33±4,9 (29-40). í aftur- skyggna hlutanum voru 58 einstaklingar og 109 í þeim framskyggna. Samsetning rannsóknarhópsins með tilliti til aldurs og kyns var sambærilegur milli aftur- og 744 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.