Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 73

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 73
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGING Sjúklingar munu nýta aukinn rétt Umræöa um lög um sjúklingatryggingu, sem taka gildi um áramótin, er að þessu sinni fyrirferðar- mikil í Læknablaðinu. Viðhorf lækna til laganna eru eitt af því sem blaðið leggur áherslu á að kynna. I síðasta Læknablaði var rætt við Guðmund I. Eyjólfsson en nú er það Stefán E. Matthíasson æðaskurðlæknir sem skoðar lögin með les- endum Læknablaðsins. Hann hefur langa reynslu af sjálfstæðum rekstri meðal annars hjá Lœkn- ingu við Lágmúla þar sem meðal annars er rekin skurðstofa. Hann er jafn- framt skurðlæknir á Land- spítala Fossvogi og situr í samráðsnefnd Lækna- Stefán E. Matthíasson. féla8s Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins. Hann var fyrst spurður um reynslu sína af tryggingamálum lækna. „Öllum sem vinna eftir samningi Tryggingastofn- unar ríkisins ber skylda til að vera með sjálfstæða mistakatryggingu hjá tryggingafélögunum, sam- kvæmt samningi sem gerður var árið 1998. Við sem sitjum í samráðsnefnd LR og TR höfum haft af því nokkrar áhyggjur að sumir hveijir hafi ekki hirt um að fá sér slíka tryggingu. Fram til þessa höfum við treyst því að menn fari eftir samningnum og fengju sér tryggingu en ekki sérstaklega gengið eftir því að þeir geri það. Það er litið svo á að menn séu ekki að vinna eftir samningnum hafi þeir ekki tryggingu. Ef eitthvað bregður út af eru gríðarlega miklir peningar í húfi. Ekki aðeins vegna skaðabóta heldur líka við allan málarekstur. Við sem vinnum við skurðlækningar höfum orðið vör við að sjúklingar eru orðnir sér meðvitaðri um þann rétt sem þeir hafa. Fólk er ekki lengur hrætt við að óska eftir bótum vegna meintra mistaka eða rangrar meðferðar, eins og það var fyrir nokkrum árum. Það er þróun sem kemur til með að halda áfram.“ Hrein viðbót „Mér sýnist að þessi nýja sjúklingatryggingarlöggjöf opni nýjar dyr. Samkvæmt henni er sönnunarbyrðin létt, þannig að það verður auðveldara að sækja sér fébætur. Það væri óeðlilegt að ætla að fólki muni ekki nýta sér rétt sinn. Því verðum við að gefa okkur að það verði miklu meiri ásókn í bætur en verið hefur. Það kemur til af tvennu. Almennt er orðin miklu meiri umræða um réttindi sjúklinga. Hið opinbera hefur gengið fram í því og gefið út bæklinga um lög og réttindi sjúklinga og dreift víða. Heilbrigðisráðherra hefur líka gert mikið til að upplýsa fólk og það er í sjálfu sér af hinu góða. Eitt af því sem ég held að komi til með að hafa áhrif er að bótafjárhæðin er lækkuð niður í 50.000 krónur þannig að líklegra er að fólk sæki sinn rétt þó um tiltölulega lítinn skaða sé að ræða. Þetta kemur hins vegar alls ekki í veg fyrir að menn geti sótt sinn rétt samkvæmt þeim skaðabótalögum sem eru í gildi í dag. Hámarkið er reyndar ekki nema fimm milljónir. Þannig að þetta kemur til með að verða hrein viðbót við þann rétt sem sjúklingar hafa nú.“ Heyra góðu ráðin á göngunum fortíðinni til? „Annað sem ég rek augun í er að einn hópur sjúklinga lendir á milli vita. Það er samstarfsfólkið á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðum, vinir, gestir og gangandi sem læknar hafa sinnt í hjáverkum. Það er algengt að við sem vinnum á sjúkrastofnunum séum beðin um ráð eða jafnvel meðferð í framhjáhlaupi úti á göngum. Þar eru um að ræða eru sjúklinga sem eru ekki innritaðir á spítala og falla þar af leiðandi ekki undir þá sjúklinga sem spítalarnir líta á sem sína. Fyrir þá lækna sem eru ekki starfandi úti í bæ, heldur aðeins inni á spítala, eru nauðsynlegt að hafa tryggingu ef þeir ætla að sinna einhverju svona aukaverkum. Sjúklingar geta - og eiga fullan rétt á því - að óska eftir bótum samkvæmt þessum lögum ef eitthvað fer úrskeiðis. Þá mun spítalakerfið og Tryggingastofnun sem umbjóðandi hins opinbera væntanlega ekki sinna slíkum erindum. Þannig að annað hvort verða menn að hætta að liðsinna samstarfsfólkinu eða kaupa sér tryggingu og þá held ég að sé vænlegra til árangurs að vera með tryggingu.“ Til góðs ef vinnuumhverfi stenst gæðakröfur „Við erum einfaldlega að fara inn í allt annað vinnuumhverfi en var fyrir nokkurm árum. Það þarf ekki að breyta svo miklu fyrir lækna svo fremi sem Læknablaðið 2000/86 795
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.