Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 17
FRÆÐIGREINAR / L-YFLÆKNINGAR
framskyggna hlutans (tafla I). Karlar voru í
meirihluta eða 99 af 167 (59,3%). Meðalaldur
kvenna var hins vegar marktækt hærri eða 77,2 ár
±11,9 á móti 71,2 ári ± 13,8 hjá körlunum (p-gildi
=0,004). Aldursdreifing sjúklingahópsins var frá
26 ára aldri til tíræðs, en flestir sjúklinganna voru í
aldurshópnum 74-85 ára eða 32,3%.
Gáttatif í köstum (paroxysmal atrial
fibrillation) höfðu 52% sjúklinga og reyndist ekki
vera marktækur munur milli hluta rannsóknar-
innar eða kyns sjúklinganna.
Tólf einstaklingar höfðu tekið amíódarón.
Ellefu þeirra notuðu lyfið að staðaldri en einn
einstaklingur hafði tekið lyfið í skamman tíma og
var hann sá eini þeirra sem hafði skjaldkirtils-
hormón utan viðmiðunarmarka.
Skjaldkirtilsstarfsemi: Fullnægjandi upplýsingar
um skjaldkirtilspróf fengust hjá 135 sjúklingum
(81%), þar af hjá 34 af 58 (58,6%) í afturskyggna
hluta rannsóknarinnar og hjá 101 af 109 (92,7%) í
framskyggna hluta hennar. Fullnægjandi
upplýsingar um niðurstöður skjaldkirtilsprófa
voru oftar til staðar hjá konum, 59 af 68 (86,8%),
en körlum, 76 af 99 (76,8%) en munurinn var þó
ekki marktækur (p-gildi=0,ll). Afbrigðileg skjald-
kirtilspróf greindust hjá 24 af 135 (17,8%)
sjúklingum. Hlutfall afbrigðilegra prófa reyndist
svipað í báðum hlutum rannsóknarinnar (tafla II).
Konur höfðu hins vegar marktækt oftar óeðlileg
skjaldkirtilspróf (17 af 59 eða 28,8%) en karlar
(sjö af 76 eða 9,2%) (p-gildi =0,003). Algengast
var einangrað frávik á skjaldstýrihormóni eða 17
af 24 (70,8%). Gildi skjaldstýrihormóns var
hækkað hjá 10 (41,7%) og lækkað hjá sjö (29,2%).
Vanstarfsemi í skjaldkirtli greindist hjá tveimur af
24 (8,3%), önnur afbrigði voru sjaldgæfari og
ofstarfsemi í skjaldkirtli var ekki greind í neinu
tilviki (tafla III). Af þeim 24 sem höfðu óeðlileg
skjaldkirtilspróf höfðu tveir fyrri sögu um skjald-
kirtilssjúkdóm og einn var að taka amíódarón
(tafla II).
Grunnsjúkdómar: Upplýsingar um grunnsjúk-
dóma fengust úr sjúkraskrám allra sem rannsókn-
in náði til. Ekki reyndist vera marktækur munur á
fjölda grunnsjúkdóma hjá sjúklingunum þegar
litið var til hluta rannsóknarinnar eða kyns.
Algengast var að hver sjúklingur hefði einungis
einn grunnsjúkdóm eða 120 af 167 (71,9%). Tveir
grunnsjúkdómar voru til staðar hjá 39 (23,4%),
þrír grunnsjúkdómar hjá sjö (4,2%) og fjórir hjá
einum (0,6%). Háþrýstingur var algengasti
grunnsjúkdómurinn (76 af 167; 45,5%). Krans-
æðasjúkdómur kom þar næstur og síðan
sjúkdómur í lokum hjarta (tafla IV). Langvinnur
lungnasjúkdómur og hjartavöðvasjúkdómur
reyndust sjaldgæfari. Tæplega fimmtungur sjúk-
linga hafði engan þekktan grunnsjúkdóm. Ekki
reyndist marktækur munur á
tíðni grunnsjúkdóma milli
aftur- og framskyggna hluta
rannsóknarinnar eða eftir því
hvort gáttatifið var viðvarandi
eða í köstum. Þeir sem höfðu
gáttatif íköstum höfðu sjaldnar
greinanlegan grunnsjúkdóm þó
það næði ekki mark-
tækimörkum (p-gildi =0,08).
Konur höfðu oftar háþrýsting
sem grunnsjúkdóm en karlar,
en hjá körlum reyndust tveir
grunnsjúkdómanna marktækt
algengari, annars vegar hjarta-
vöðvasjúkdómur, hins vegar
flokkurinn aðrir sjúkdómar
(tafla IV). Þeir sjúklingar sem
höfðu skjaldkirtilspróf fyrir
utan viðmiðunarmörk reynd-
ust hafa marktækt oftar aðra
sjúkdóma en þá grunnsjúk-
dóma sem sérstaklega var leitað
eftir eða 18,2% á móti 4,8% hjá
þeim sem höfði skjaldkirtilspróf
innan viðmiðunarmarka (p-
gildi =0,003). Annars var ekki
marktækur munur á tíðni
grunnsjúkdóma hjá sjúklingum
eftir því hvort skjaldkirtilspróf
voru innan eða utan við-
miðunarmarka.
Umræða
Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hluti hennar er
afturskyggn. Felur það í sér nokkra óvissu um
áreiðanleika á skráningu upplýsinga í sjúkraskrár.
Akveðið var að taka saman í eina heild upplýsingar
úr framskyggna og afturskyggna hluta rannsóknar-
innar eftir að samanburður hafði leitt í ljós að
hlutarnir voru einsleitir hvað varðar aldurssam-
Tafla II. Kynjaskiptar niðurstöður mælinga á skjaldkirtilshormónum sem lágu utan við- miðunarmarka. Mæligildi utan viðmiðunar- marka feitletruð.
TSH T4 T3
(mU/L) (nmól/L) (nmól/L)
Karlar
13,2 119 1,01
9,8 110 1,63
28,0 48 n
1,26 17 0,86
7,98 n n
0,04 80 n
3,63 48 1,22
Konur
0,ll 95* 1,28*
6,5 102 n
0,1 62 1,9
0,03 94 n
1,3 173 2,02
0,05 41 1,57
0,1 102 2,2
12,2 112 0,8
3,52 185; 2,792
7,0 56 1,22
6,0 130 2,06
6,23 393 0,92*
0,05 134 1,68
10,0 115 1,89
2,31 227 2,3
7,3 68 2,02
8,0 80 1,64
1 Sjúklingur á uppbótarmeðferö meó skjaldkirtils-
hormónum.
2 Sjúklingur hefur tekiö amíódarón (Cordarone®) í 10
daga.
3 Sjúklingur hefur fengiö geislajoömeóferö.
TSH = skjaldstýrihormón (thyroid stimulation hormone).
T« = týróxín (thyroxine).
Ta = þríjoóótýrónín (triiodothyronine) n = mæligildi ekki til staöar.
Tafla III. Sundurgreining á skjaldkirtilsprófum sem lágu utan viðmiðunarmarka,
rauntölur og hlutfall af heild.
Karlar Konur Basöi kynin
n (%)’ n (%)■ n (%)!
Einangruð hækkun á TSH 3 (30) 7 (70) 10 (41,7)
Einangruð lækkun á TSH 1 (14,3) 6 (85,7) 7 (29,2)
Vanstarfsemi í skjaldkirtli 1 (50) 1 (50) 2 (8,3)
Lækkun á T4 og/eða T3 2 (100) 0 (0) 2 (8,3)
Hækkun á T4 og/eóa T3 0 (0) 3 (100) 3 (12,5)
TSH = skjaldstýrihormón (thyroid stimulating hormone).
T4 = týroxín (thyroxine).
T3 = þríjoðótýrónín (triodothyronine).
1 Hundraðshluti hvors kyns innan hvers undirflokks.
2 Hundraöshluti hvers undirflokks af heildarfjölda skjaldkirtilsprófa sem lágu utan viðmiöunarmarka.
Læknablaðið 2000/86 745
L