Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 17

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 17
FRÆÐIGREINAR / L-YFLÆKNINGAR framskyggna hlutans (tafla I). Karlar voru í meirihluta eða 99 af 167 (59,3%). Meðalaldur kvenna var hins vegar marktækt hærri eða 77,2 ár ±11,9 á móti 71,2 ári ± 13,8 hjá körlunum (p-gildi =0,004). Aldursdreifing sjúklingahópsins var frá 26 ára aldri til tíræðs, en flestir sjúklinganna voru í aldurshópnum 74-85 ára eða 32,3%. Gáttatif í köstum (paroxysmal atrial fibrillation) höfðu 52% sjúklinga og reyndist ekki vera marktækur munur milli hluta rannsóknar- innar eða kyns sjúklinganna. Tólf einstaklingar höfðu tekið amíódarón. Ellefu þeirra notuðu lyfið að staðaldri en einn einstaklingur hafði tekið lyfið í skamman tíma og var hann sá eini þeirra sem hafði skjaldkirtils- hormón utan viðmiðunarmarka. Skjaldkirtilsstarfsemi: Fullnægjandi upplýsingar um skjaldkirtilspróf fengust hjá 135 sjúklingum (81%), þar af hjá 34 af 58 (58,6%) í afturskyggna hluta rannsóknarinnar og hjá 101 af 109 (92,7%) í framskyggna hluta hennar. Fullnægjandi upplýsingar um niðurstöður skjaldkirtilsprófa voru oftar til staðar hjá konum, 59 af 68 (86,8%), en körlum, 76 af 99 (76,8%) en munurinn var þó ekki marktækur (p-gildi=0,ll). Afbrigðileg skjald- kirtilspróf greindust hjá 24 af 135 (17,8%) sjúklingum. Hlutfall afbrigðilegra prófa reyndist svipað í báðum hlutum rannsóknarinnar (tafla II). Konur höfðu hins vegar marktækt oftar óeðlileg skjaldkirtilspróf (17 af 59 eða 28,8%) en karlar (sjö af 76 eða 9,2%) (p-gildi =0,003). Algengast var einangrað frávik á skjaldstýrihormóni eða 17 af 24 (70,8%). Gildi skjaldstýrihormóns var hækkað hjá 10 (41,7%) og lækkað hjá sjö (29,2%). Vanstarfsemi í skjaldkirtli greindist hjá tveimur af 24 (8,3%), önnur afbrigði voru sjaldgæfari og ofstarfsemi í skjaldkirtli var ekki greind í neinu tilviki (tafla III). Af þeim 24 sem höfðu óeðlileg skjaldkirtilspróf höfðu tveir fyrri sögu um skjald- kirtilssjúkdóm og einn var að taka amíódarón (tafla II). Grunnsjúkdómar: Upplýsingar um grunnsjúk- dóma fengust úr sjúkraskrám allra sem rannsókn- in náði til. Ekki reyndist vera marktækur munur á fjölda grunnsjúkdóma hjá sjúklingunum þegar litið var til hluta rannsóknarinnar eða kyns. Algengast var að hver sjúklingur hefði einungis einn grunnsjúkdóm eða 120 af 167 (71,9%). Tveir grunnsjúkdómar voru til staðar hjá 39 (23,4%), þrír grunnsjúkdómar hjá sjö (4,2%) og fjórir hjá einum (0,6%). Háþrýstingur var algengasti grunnsjúkdómurinn (76 af 167; 45,5%). Krans- æðasjúkdómur kom þar næstur og síðan sjúkdómur í lokum hjarta (tafla IV). Langvinnur lungnasjúkdómur og hjartavöðvasjúkdómur reyndust sjaldgæfari. Tæplega fimmtungur sjúk- linga hafði engan þekktan grunnsjúkdóm. Ekki reyndist marktækur munur á tíðni grunnsjúkdóma milli aftur- og framskyggna hluta rannsóknarinnar eða eftir því hvort gáttatifið var viðvarandi eða í köstum. Þeir sem höfðu gáttatif íköstum höfðu sjaldnar greinanlegan grunnsjúkdóm þó það næði ekki mark- tækimörkum (p-gildi =0,08). Konur höfðu oftar háþrýsting sem grunnsjúkdóm en karlar, en hjá körlum reyndust tveir grunnsjúkdómanna marktækt algengari, annars vegar hjarta- vöðvasjúkdómur, hins vegar flokkurinn aðrir sjúkdómar (tafla IV). Þeir sjúklingar sem höfðu skjaldkirtilspróf fyrir utan viðmiðunarmörk reynd- ust hafa marktækt oftar aðra sjúkdóma en þá grunnsjúk- dóma sem sérstaklega var leitað eftir eða 18,2% á móti 4,8% hjá þeim sem höfði skjaldkirtilspróf innan viðmiðunarmarka (p- gildi =0,003). Annars var ekki marktækur munur á tíðni grunnsjúkdóma hjá sjúklingum eftir því hvort skjaldkirtilspróf voru innan eða utan við- miðunarmarka. Umræða Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hluti hennar er afturskyggn. Felur það í sér nokkra óvissu um áreiðanleika á skráningu upplýsinga í sjúkraskrár. Akveðið var að taka saman í eina heild upplýsingar úr framskyggna og afturskyggna hluta rannsóknar- innar eftir að samanburður hafði leitt í ljós að hlutarnir voru einsleitir hvað varðar aldurssam- Tafla II. Kynjaskiptar niðurstöður mælinga á skjaldkirtilshormónum sem lágu utan við- miðunarmarka. Mæligildi utan viðmiðunar- marka feitletruð. TSH T4 T3 (mU/L) (nmól/L) (nmól/L) Karlar 13,2 119 1,01 9,8 110 1,63 28,0 48 n 1,26 17 0,86 7,98 n n 0,04 80 n 3,63 48 1,22 Konur 0,ll 95* 1,28* 6,5 102 n 0,1 62 1,9 0,03 94 n 1,3 173 2,02 0,05 41 1,57 0,1 102 2,2 12,2 112 0,8 3,52 185; 2,792 7,0 56 1,22 6,0 130 2,06 6,23 393 0,92* 0,05 134 1,68 10,0 115 1,89 2,31 227 2,3 7,3 68 2,02 8,0 80 1,64 1 Sjúklingur á uppbótarmeðferö meó skjaldkirtils- hormónum. 2 Sjúklingur hefur tekiö amíódarón (Cordarone®) í 10 daga. 3 Sjúklingur hefur fengiö geislajoömeóferö. TSH = skjaldstýrihormón (thyroid stimulation hormone). T« = týróxín (thyroxine). Ta = þríjoóótýrónín (triiodothyronine) n = mæligildi ekki til staöar. Tafla III. Sundurgreining á skjaldkirtilsprófum sem lágu utan viðmiðunarmarka, rauntölur og hlutfall af heild. Karlar Konur Basöi kynin n (%)’ n (%)■ n (%)! Einangruð hækkun á TSH 3 (30) 7 (70) 10 (41,7) Einangruð lækkun á TSH 1 (14,3) 6 (85,7) 7 (29,2) Vanstarfsemi í skjaldkirtli 1 (50) 1 (50) 2 (8,3) Lækkun á T4 og/eða T3 2 (100) 0 (0) 2 (8,3) Hækkun á T4 og/eóa T3 0 (0) 3 (100) 3 (12,5) TSH = skjaldstýrihormón (thyroid stimulating hormone). T4 = týroxín (thyroxine). T3 = þríjoðótýrónín (triodothyronine). 1 Hundraðshluti hvors kyns innan hvers undirflokks. 2 Hundraöshluti hvers undirflokks af heildarfjölda skjaldkirtilsprófa sem lágu utan viðmiöunarmarka. Læknablaðið 2000/86 745 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.