Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 7
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN Matarsýkingar á nýrri öld Smitsjúkdómar sem berast með fæðu hafa valdið vaxandi áhyggjum á undan- förnum árum víða um heim. Faraldsfræði þessara sjúkdóma hefur tekið umtals- verðum breytingum. Sumir sjúkdóms- valdar hafa breiðst um heim allan enda hafa alþjóðleg við- skipti með matvæli færst mjög í vöxt. Breytingar hafa orðið á búskaparháttum og slátrun búfénaðar og stórframleiðsla færst í vöxt. Neytendur gera kröfur um ferskleika matvöru og lífræna ræktun. Vandamál sem tengjast matarsýkingum snerta heilbrigðisyfirvöld, eftirlitsstofnanir, matvæla- framleiðsluna og þá sem sjá um dreifingu og framreiðslu matvæla. A herðum heilbrigðisyfirvalda hvflir sú lagalega skylda að greina með skjótum hætti hættulegar sýkingar í mönnum og er þeim jafnframt skylt að grípa til viðeigandi aðgerða til að sporna við frekari útbreiðslu þeirra. Slíkir sjúkdómar eru nefndir tilkynningaskyldir sjúk- dómar, en undir þá falla matarsýkingar. A langri leið fæðunnar frá haga, vatni eða sjó til maga neytandans eru tækifærin mörg fyrir sýkla að menga hana. Vöktun á sýkingarvöldum í landbúnaði, sjávarútvegi og matvælum á markaði er á höndum yfirdýralæknis, Rannsóknarstofu fiskiðnaðarins, Hollustuverndar ríkisins og heil- brigðiseftirlitanna í landinu. Við búum því við margbrotið og flókið eftirlitskerfi með matvælum sem ýmist er á sveitastjórnarstigi eða á hendi ríkisvaldsins á forræði margra ráðuneyta. Breyt- ing sem gerð var á sóttvarnalögum á þessu ári miðar að því að auka viðbragðsflýti og sam- hæfingu aðgerða gegn meðal annars matarsýk- ingum sem ógna heilsu manna. Þá hafa komið fram hugmyndir um að einfalda opinbert eftirlit með matvælum með því að setja það undir einn hatt eða matvælastofnun. Reynsla undanfarinna tveggja ára af matarsýkingum á Islandi skýrir vel þann vanda sem við er að etja. Farsóttir af hvaða toga sem er Höfundur er sóttvarnayfirlæknir hjá landlæknisembættinu. geta birst sem stök tilfelli sem greinast á mismunandi stöðum á mismunandi tíma annars vegar eða sem atsótt eða hópsýking þar sem fjöldi manna sýkist á sama stað nálægt í tíma. Einfaldasta (og besta) skilgreiningin á slíkum sóttum er þegar fjöldi sjúkdómstilfella verður meiri en búast má við. Á árinu 1998 greindust fleiri tilfelli af kampýlóbaktersýkingum í mönnum en áður hafði þekkst hér á landi. Sjúkdómstilfellin voru dreifð um landið og virtust ekki tengjast innbyrðis. Það var ekki fyrr en í ársbyrjun 1999, þegar gögn voru tekin saman um sýkingar á árinu áður, að umfang vandans varð ljóst. Á sama tíma tók gildi reglugerð um tilkynningaskylda sjúk- dóma sem byggðist á nýjum sóttvarnalögum en þar voru kampýlóbaktersýkingar í fyrsta sinn gerðar tilkynningaskyldar. í samræmi við þessi nýju lög var viðkomandi eftirlitsstofnunum gert viðvart um vandann. Það sýndi sig að þessar stofnanir höfðu takmarkaða fjármuni til að gera kannanir á mengun matvæla og varð af þeim sökum dráttur á nauðsynlegum rannsóknum á mengun matvæla. Þær takmörkuðu kannanir sem gerðar höfðu verið á matvælum á markaði sýndu að kampýlóbakter hefði einungis fundist í kjúk- lingum. Þegar leið á vorið 1999 varð ljóst að sjúkdómstilfellum af völdum kampýlóbakter fjölgaði umfram það sem verið hafði árið áður. Var þá almenningur upplýstur um það að mengaðir kjúklingar gætu valdið faraldrinum í mönnum og var það gert með þeim hætti að eftir var tekið. Var fólki bent á hvernig það gæti forðast sýkingu með því að meðhöndla kjúklinga og önnur matvæli á réttan hátt. Kjúk- lingaiðnaðurinn brást illa við þessum tilmælum og taldi sig órétti beittan. Frekari rannsóknir fóru fram á orsök faraldursins síðsumars 1999 með sérstökum stuðningi ríkisstjórnarinnar. Jafnframt þessu stóð yfir rannsókn á vegum rann- sóknarstofnunar bandaríska landbúnaðaráðu- neytisins og Háskóla íslands á kampýlóbakter- mengun í kjúklingaeldinu og sláturhúsum hér á landi. Rannsóknir þessar staðfestu á endanum þá fyrirliggjandi vitneskju að kjúklingar voru eina matvaran á markaði þar sem mengun af völdum kampýlóbakter fannst og að kjúklingar voru sú matvara sem flestir þeirra sem sýktust höfðu neytt. Faraldsfræðileg rannsókn á þessari sótt var fyrst og fremst lýsandi. Erfitt var um vik að beita Haraldur Briem Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu lokaformi greinar samþykkir og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Handriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirtalinni röð: • Titilsíða, höfundar, stofnanir, lykilorð • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Tiiflur og myndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar inyndir og gröf komi á rafrænu formi ásamt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfum fylgi með. Sérstaklega þarf að semja um birtingu litmynda. Eftir lokafrágang berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Taka skal fram vinnsluumhverfi. Sjá upplýsingar um frágang fræðilegra greina: http://www.icemed.is/ laeknabladid Umræðuhluti Skilafrestur efnis í umræðu- hluta er 20. hvers mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2000/86 735
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.