Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGAR
sem þessum og einstaklingum á sambærilegum
aldri úti í þjóðfélaginu, vekur upp spurningar um
gildi mælinga á skjaldkirtilshormónum hjá sjúk-
lingum sem leggjast inn á lyflækningadeild og hafa
gáttatif. Er það álit höfunda að venjubundin
mæling á skjaldkirtilshormónum hjá sjúklingahópi
sem þessum sé óþörf.
Grunnsjúkdómar: Niðurstöður erlendra rann-
sókna þar sem einstaklingum var fylgt eftir í þrjú
til 44 ár gefa sterklega til kynna tengsl og jafnvel
orsakasamhengi gáttatifs við ákveðna sjúkdóma
(4,5,17). Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós að
gáttatif kemur oftast fyrst fram eftir að annar
hjarta- og æðasjúkdómur er greindur (4,5,17).
Háþrýstingur og kransæðasjúkdómur tengjast
gáttatifi sterkustu böndunum. Hjartavöðvasjúk-
dómur og lokusjúkdómur í hjarta eru einnig taldir
mikilvægir áhættuþættir fyrir tilurð gáttatifs en
þeir eru mun sjaldgæfari en þeir fyrrnefndu.
Niðurstöður okkar rannsóknar koma ágætlega
heim og saman við niðurstöður þessara rann-
sókna. Hins vegar var niðurstaða íslenskrar rann-
sóknar sem náði til einstaklinga á aldrinum 32 til
64 ára að viðvarandi gáttatif hefði ekki marktæk
tengsl við kransæðasjúkdóm, háþrýsting eða lang-
vinnan lungnasjúkdóm miðað við samanburðar-
hóp (2). í okkar rannsókn var ekki marktækur
munur á grunnsjúkdómum sjúklinga með
viðvarandi gáttatif og gáttatif í köstum og er það
frábrugðið því sem áður hefur verið lýst erlendis
(!)•
Samantekt: Algengt er að skjaldkirtilspróf séu
óeðlileg hjá sjúklingum sem leggjast inn á
lyflækningadeild og hafa gáttatif. Breytingar
þessar eru að mestu leyti ósértækar og líklega
vegna áhrifa bráðra eða langvarandi veikinda svo
og lyfja. Raunverulegur sjúkdómur í skjaldkirtli er
sjaldgæfur í þessum sjúklingahópi. Venjubundin
mæling á skjaldkirtilshormónum hjá þessum hópi
sjúklinga er því óþörf. Háþrýstingur, kransæða-
sjúkdómur og lokusjúkdómur í hjarta eru algeng-
astir grunnsjúkdóma hjá þessum hópi sjúklinga
Þakkir
Höfundar færa læknariturum Sjúkrahúss Akraness
bestu þakkir fyrir veitta aðstoð við tiltekt
sjúkraskráa.
Heimildir
1. Camm AJ, Obel OA. Epidemiology and mechanism of atrial
fibrillation and atrial flutter. Am J Cardiol 1996; 78 (8A): 3-11.
2. Önundarson PT, Thorgeirsson G, Jonmundsson E, Sigfusson
N, Hardarson Th. Chronic atriai fibrillation - epidemiologic
features and 14 year follow up: a case control study. Eur Heart
J 1987; 8: 521-7.
3. Feinberg WM, Blacksher JL, Laupacis A, Kronmal R, Hart
RG. Prevalence, age distribution, and gender of patients with
atrial fibrillation. Arch Intern Med 1995; 155:469-73.
4. Kannel WB, Abbott RD, Savage DD, McNamara PM.
Epidemiologic features of chronic atrial fibrillation - The
Framingham study. N Engl J Med 1982; 306:1018-22.
5. Krahn AD, Manfreda J, Tate RB, Mathewson FAL, Cuddy TE.
The natural history of atrial fibrillation: Incidence, risk factors,
and prognosis in the Manitoba follow-up study. Am J Med
1995; 98: 476-84.
6. Fagerberg B, Lindstedt G, Strömblad SO, Darpö B, Nyström
E, Sjöström L, et al. Thyrotoxic atrial fibrillation: an
underdiagnosed or overdiagnosed condition? Clin Chem 1990;
36/4: 620-7.
7. Fauci AS, Braunwald E, Isselbacer KJ, Wilson JD, Martin JB,
Kasper DL, et al. Harrison’s principles of internal medicine.
14th ed. New York McGraw-Hill; 1998:1264-5.
8. Langenberg M, Hellesmons BSP, van Ree JW, Vermeer F,
Lodder J, Schouten HJA, et al. Atrial fibrillation in elderly
patients: prevalence and comorbidity in general practice. BMJ
1996; 313:1534.
9. Giladi M, Aderka D, Zeligman-Melatzki L, Finkelstein A,
Ayalon D, Levo Y. Is idiopathic atrial fibrillation caused by
occult thyrotoxicosis? A study of one hundred consecutive
patients with atrial fibrillation. Int J Cardiol 1991; 30: 309-13.
10. Presti CF, Hart RG. Thyrotoxicosis, atrial fibrillation, and
embolism, revisited. Am Heart J 1989; 117: 976-7.
11. Krahn AD, Klein GJ, Kerr CR, Boone J, Sheldon R, Green M,
et al. How useful is thyroid function testing in patients with
recent onset atrial fibrillation. Arch Intern Med 1996; 156:
2221-4.
12. Cobler JL, Williams ME, Greenland P. Thyrotoxicosis in
institutionalized elderly patients with atrial fibrillation. Arch
Intern Med 1984; 144:1758-60.
13. Siebers MJ, Drinka PJ, Vergauwen C. Hyperthyroidism as a
cause of atrial fibrillation in long-term care. Arch Intern Med
1992; 152:2063-4.
14. Laurberg P, Petersen KM, Hreidarson A, Sigfusson N, Iversen
E, Knudsen PR. Iodine intake and the pattern of thyroid
disorders: a comparative epidemiological study of thyroid
abnormalities in the elderly in Iceland and in Jutland,
Denmark. J Clin Endocrinol Metab 1998; 83: 765-9.
15. Sawin CT, Geller A, Wolf PA, Belanger AJ, Baker E,
Bacharach BA, et al. Low serum thyrotropin concentrations as
a risk factor for atrial fibrillation in older persons. N Engl J
Med 1994; 331:1249-52.
16. Cavaleri RR. The effects of nonthyroid disease and drugs on
thyroid function tests. Medical clinics of North America 1991;
75: 27-39.
17. Psaty BM, Manolio TA, Kuller LH, Kronmal RA, Cushman
M, Fried LP, et al. Incidence of and risk factors for atrial
fibrillation in older adults. Circulation 1997; 96: 2455-61.
Læknablaðið 2000/86 747