Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR / RITSTJÓRNARGREIN
fylgikvilla og líklegast deyja 15 sjúklingar af völdum
meðferðarinnar árlega!
Meðferðarrannsóknir á rófecoxíb sýna að
hlutfallsleg áhætta fyrir alvarlegum ROBs sé 0,49
miðað við meðferð með eldri salílyfjum (4). Hvað
þýða þessar tölur? Sjúklingar með iktsýki og án
annarra áhættuþátta fyrir magakvillum hafa 0,4%
áhættu á ROBs við meðferð með salílyfjum, ef sami
sjúklingahópur er meðhöndlaður með COX-2 hemli,
þá lækkar þessi áhætta um 50% eða í 0,2%. Þetta
samrýmist því að 500 sjúklinga með iktsýki og án
annarra áhættuþátta fyrir magablæðingu þarf að
meðhöndla í eitt ár, til þess að bjarga einum sjúklingi
frá ROBs af völdum salflyfja. Hver verður þá
kostnaðurinn við að koma í veg fyrir þennan eina
magafylgikvilla, ef viðkomandi er meðhöndlaður
með COX-2 hemli í stað ósértæks salflyfs? Jú, heilar
19 milljónir króna! Þá er ekki reiknað með sparnaði
heilbrigðiskerfisins vegna þess fylgikvilla sem komist
var fyrir, né annars tengds þjóðfélagskostnaðar, enda
stórt og erfitt reikningsdæmi - en hvað má
magablæðing af völdum lyfjameðferðar hjá
heilbrigðum einstaklingi í fullu lífsstarfi kosta?
Skoðum sama dæmi hjá áhættuhópi, til dæmis
eldri einstaklinga með fyrri sögu frá meltingarfærum.
Þessi hópur hefur mun hærri áhættu á alvarlegum
fylgikvillum af völdum salflyfja, eða um 5%. Þetta
endurspeglast þá í því að einungis 40 sjúklinga þarf
að meðhöndla með COX-2 hemli í stað ósértæks
salflyfs til þess að bjarga einum sjúklingi frá ROBs.
Hér verður kostnaðurinn af að koma í veg fyrir
alvarlegan magafylgikvilla salflyfa eingöngu ein og
hálf milljón króna!
Að framan eru tekin einföld reikningsdæmi um
lífshótandi fylgikvilla meðferðar, sem oft er gefin án
alvarlegs sjúkdóms. Þá er ekki gert ráð fyrir
persónulegum skaða, né öðrum fylgikvillum sem
salflyf geta valdið, né kostnaði samfélagsins vegna
sjálfra fylgikvillanna! Öðrum og flóknari reikni-
aðferðum má beita og finna hagstæðari saman-
burðartölur, einnig má bera saman ósértæk salílyf
með eða án annarra forvarnarlyfja, en það er
eftirlátið öðrum.
Niðurstöður sem liggja fyrir frá meðferðar-
rannsóknum styrkja þá skoðun að þessi nýju COX-2
lyf hafi ýmislegt umfram eldri ósértæku salflyfin, en
ábyggilegar niðurstöður um öryggi þeirra með tilliti
til sjaldgæfra fylgikvilla koma þó ekki fram fyrr en
eftir nokkur ár, er notkun þessara lyfja hefur orðið
almenn og faraldsfræðilegum athugunum á fylgi-
kvillum tengdum þessum lyfjaflokki er lokið, það er
að segja postmarketing studies. Ef niðurstöður
þessara rannsókna verða jákvæðar, verður hér
verulegur ávinningur fyrir stóran hóp sjúklinga með
tilliti til öryggis!
Heimildir
1. Jóhannesson Þ. Asperín. Acetýlsalicýlsýra og önnur salílyf.
Læknablaðið 2000; 86: 755-68.
2. Lyfjamál 84. Sala bólgueyðandi lyfja (ATC-MOIA) á fslandi
1990-1999. Læknablaðið 2000; 86: 310.
3. Simon LS, Weaver AL, Graham DY, Kivitz AJ, Lispsky PE,
Hubbard RC, et al. Anti-inflammatory and upper gastro-
intestional effects of celecoxib in rheumatoid arthritis. A
randomized controlled trial. JAMA 1999; 282:1921-8.
4. Langman MJ, Jensen DM, Watson DJ, Harper SE, Zhao PL,
Quan H, et al. Adverse upper gastrointestinal effects of
rofecoxib compared with NSAIDs. JAMA 1999; 282:1929-33.
5. Silverstein FE, Graham DY, Senior JR, et ai. Misoprostoi
reduced serious complications in patients with rheumatoid
arthritis receiving nonsteroidal anti-inflammatory drugs. A
randomized double-blend, placebo-controlled trial. Ann
Intern Med 1995; 123: 241-9.
6. Freemantle N. Cost-effectiveness of non-steroidai anti-
inflammatory drugs (NSAIDs) - what makes a NSAID good
value for money? Rheumatology 2000; 39: 232-4.
7. van Dieten HEM, Korthals-de Bos IBC, van Tulder MW
Lems WF, Dijkmans BAC, Boer M. Systemic review of the
cost effectiveness of prophylactic treatments in the prevention
of gastrophay in patients with rheumatoid arthritis taking
non-steroidal anti-inflammatory drugs. Ann Rheum Dis 2000;
59:753-9.
Atacand
Hiisslc, 970003
Töflur, C 09 C A 06 RB
Hver tafla inniheldur Candesartanum INN, cílexetíl 4 mg, 8
mg eða 16 mg. Abendingar: Hár blóðþrýstingur. Skammtar
og lyfjagjöf: Skönimtun: Venjulegur viðhaldsskammtur
Atacand er 8 mg eða 16 mg einu sinni á dag. Lyfið má taka
með eða án matar og án tillits til aldurs. Hjá sjúklingum með
alvarlega skerta nýrnastarfsemi (þ.e. kreatínín klerans <30
ml/mín.) skal hefja meðferð með 4 mg. Börn: Lyfið er ekki
ætlað börnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir einhverju af
innihaldsefnum lyfsins. Meðganga og brjóstagjöf. Varnaðar-
orð og varúðarreglur: Skyld lyf geta aukið þvagefni í blóði
og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með tvfhliða nýrnaslag-
æðaþrengsli eða þrengsli í slagæð að einu nýra ef aðeins eitt
nýra er til staðar. Þetta getur einnig átt við um angíótensín II
viðtaka antagónista. Hjá sjúklingum með alvarlega skert
blóðrúmmál geta einkenni lágþrýstings komið fram. Sam-
tímis gjöf á Atacand og kalíumsparandi þvagræsilyfi getur
valdið hækkun á kalíumþéttni í sermi. Milliverkanir: Engar
þekktar. Aukaverkanir: Lágþrýstingur vegna áhrifa lyfsins.
Lyflirif: Eiginleikar: Candesartan er angíótensín II viðtaka
blokki, sérhæfður fyrir ATl viðtaka, með sterka bindingu
við og hæga losun frá viðtakanum. Það hefur enga eigin
virkni. Blóðþrýstingslækkandi verkun hefst innan 2 klst., há-
marks blóðþrýstingslækkandi verkun næst innan fjögurra
vikna og helst við langtíma meðferð. Blóðþrýstingslækkun
af völdum lyfsins helst jöfn í 24 klst. og þess vegna er nægj-
anlegt að gefa lyfið einu sinni á dag. Candesartan eykur
blóðflæði um nýru og viðheldur eða eykur gaukulsíunar-
hraða á meðan viðnám nýrnaæða og síunarhlutfall minnkar.
Atacand hefur engar óæskilegar verkanir á blóðsykur eða
blóðfitu.
Pakkningar og verð:
Töflur 4 mg: 28 stk. 2853 kr.; 98 stk. 7966 kr.; 1 tafla x 98 stk.
6858 kr. Töflur 8 mg: 28 stk. 3172 kr.; 98 stk. 8987 kr.; 1 tafla
x 98 stk. 7837 kr. Töflur 16 mg: 28 stk. 3810 kr.; 98 stk. 10980
kr.; 1 tafla x 98 stk. 9797 kr. Greiðsluþátttaka: B
Sjá ítarlegri upplýsingar um lyfið í texta Sérlyfjaskrár 1999
Umboð á Islandi:
Pharmaco hf. AstraZeneca
Hörgatúni 2,210 Garðabær
Sími: 535-7151 Fax: 565-7366
Læknablaðið 2000/86 741