Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 75

Læknablaðið - 15.11.2000, Page 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SJÚKLINGATRYGGIN þeir eru að vinna í vinnumhverfi sem stenst gæðakröfur. Ég held að menn verði að hugsa sig um tvisvar varðandi tæki og tól og gæta þess að vinna eftir þeim stöðlum sem fagaðilar krefjast. Petta skerpir á því að menn geri kröfum um gott vinnuumhveríi." Beint út í verðlagið „Ef við lítum á það sem snýr að tryggingafélögunum þá reikna ég með því að þau muni öll bjóða upp á tryggingu af þessu tagi. Það er hins vegar alveg óvíst hvað hún mun kosta. Þetta verður örugglega trygging til viðbótar þeirri tryggingu sem sjálfstætt starfandi læknar taka í dag og þar af leiðandi aukakostnaður.“ Nú hefur verið sagt að setning laganna eigi ekki að breyta mjög miklu frá því sem nú er... „Ég get ekki séð að nokkuð bendi til annars en þarna verði veruleg breyting. Með því að rýmka bótarétt og auðvelda fólki að sækja bætur munu tryggingafélögin hækka iðgjöldin. Það verða sjúklingurinn eða hið opinbera sem koma til með að borga að lokum. Þennan kostnað mun læknar ekki taka á sig, heldur verður því hleypt beint út í verðlagið." Mun þetta setja svip á þœr kjaraviðrœður sem nú standa yfir? „Við munum taka þetta upp um leið og við sjáum hvaða taxtar verða hjá tryggingafélögunum. Við verðum að semja um hærra verð á öllu sem við gerum ef við aukum kostnaðinn.“ Trygging sem sjúklingar vissu ekki um „Ég hef enga tölu yfir hversu oft sjúklingar nýta sér þá tryggingu sem sjálfstætt starfandi læknar eru með nú. Almennt held ég að sjúklingum sé ekki kunnugt um hana. Það hefur ekki farið fram nein opinber kynning á því og þar af leiðandi held ég að hún hafi verið lítið notuð af sjúklingum. Mig grunar að tryggingafélögin hafi sloppið ansi vel frá henni og við læknar þá auðvitað líka varðandi iðgjöldin. Ef málum fjölgar má eiga von á að iðgjöld hækki.“ Skot út í loftið „Það er reiknað með því í fylgiskjali með frumvarpinu að frumvarpið muni auka kostnað í kerfinu um allt að 220 milljónir á ári. Þetta eru miklir peningar, en ég held þó að menn séu að skjóta algjörlega út í loftið með þessum áætlunum. Það er í raun ekkert vitað. Ef hins vegar er litið til kostnaðar í öðrum löndum þá hef ég grun um að þessi upphæð sé gróflega vanáætluð. Ég dreg þessa ályktun af því sem ég hef í kringum mig.“ Vildi sjá aðrar áherslur „Það er líka annað sem kom mér á óvart. Öllu sem varðar aukaverkanir lyfja er algerlega ýtt út af borðinu. Mér finnst það afar sérkennilegt, því það getur orðið aukaverkun af lyfameðferð sem veldur tjóni, en þá þarf að sækja þann rétt eftir mjög erfiðum leiðum. Það olli mér vonbrigðum varðandi þessi lög að ég hélt að með þeim ætti að færa þeim bætur sem hefðu orðið fyrir aukaverkunum af meðferð, lyfjum eða einhveiju sem ekki væri saknæmt. I lögunum er hins vegar fyrst og fremst verið að fjalla um það sem er að einhverju leyti saknæmt, bilun í tækjum, ranga meðferð og fleira því um líkt. Það er ekki nema einn liður af fjórum sem fjallar um aukaverkanir og annað sem ekki er saknæmt og þá með undantekningum." Aukin skriffinnska „Skriffinnska mun aukast til muna með tilkomu nýju laganna. Það mun meðal annars verða hjá Trygginga- stofnun ríkisins sem sér um framkvæmdina hvað varðar þá einstaklinga sem vinna í opinberri þjónustu. Þar má gera ráð fyrir meiri vinnu sem fylgir framkvæmd laganna. Lögin munu einnig auka á skriffinnskuna hjá læknum. Það er alveg óljóst hvort þeir geta rukkað fyrir allan þann tíma sem fer í svona lagað, hvort sem tjón verður metið bótaskylt eða ekki. Eftir sem áður þarf að senda inn alls kyns vottorð bæði til Tryggingastofnunar og tryggingafélaganna." Með tryggingar í lagi fyrir áramót Nú styttist tíminn til áramóta. Hvernig á að bregðast við? Munu lœknar til dœmis hafa eitthvert samráð um að leita tilboða í tryggingarnar? „Já, stórráð Læknafélags Reykjavíkur hefur rætt málið á fundum sínum og leitað verður útboða varðandi rekstarstöðvunartryggingu, mistakatrygg- ingu og aðrar tryggingar sem nauðsynlegar eru. Það verður að vinna hratt, tíminn er naumur og tryggingafélögin ekki búin að gefa út gjaldskrár enda reglugerðin mjög seint á ferðinni frá ráðuneytinu. Það er alveg óþolandi hve seint ráðuneytið tekur við sér. Við verðum að sjá hvort tími vinnst til að gera þetta í samfloti. En það væri hið besta mál að standa saman frekar fleiri en færri og gæfi okkur betri stöðu gagnvart tryggingafélögunum. Það eru reyndar fleiri tryggingar en þær sem varða sjúklingatrygginguna sem við munum reyna að spyrða saman. Sjálfstætt starfandi læknar þurfa að fara að velta fyrir sér hvort þeir þurfa ekki að hafa rekstrarstöðvunartryggingu. Menn geta orðið fyrir rekstrarstöðvun og verulegu tekjutapi eða tjóni þar af leiðandi. Ástæðurnar geta verið margar svo sem veikindi eða skemmdir á húsnæði og tækjum. Sjúklingatryggingin verður kannski til þess að læknar hugi betur að öllum sínum trygginum. Það sem skiptir mestu er að menn gái að sér, séu með tryggingar og að þær séu í lagi. Annars geta þeir lent í slæmum málum.“ -aób Læknablaðið 2000/86 797
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.