Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI óvirkt meðan frumurnar lifa eða í um 8-10 daga, og tromboxan myndast ekki. Þessu er annan veg farið í innþeli æða, sem mynda prostacyklín, því að þær frumur geta endurnýjað enzýmið. Myndast þá prostacyklín strax á ný þrátt fyrir, að aspirín hafi verið gefið. Þar að auki er COX 2 einnig (eða jafnvel mest) að verki við myndun prostacyklíns í æðaþeli. Hér kemur svo enn til, að drjúgmikið af acetýlsalicýlsýru ummyndast í salicýlsýru, sem er án segavarnandi verkunar, þegar í blóðbrautinni á leið frá maga og þörmum til lifrar. Hömlun á COX 1 af völdum acetýlsalicýlsýru verður þess vegna að verulegu leyti í „litlu blóðrásinni" á leið til lifrar, en ekki í blóðrás líkamans í heild („stóra blóðrásin“)(47,48). Við æðakölkun er segamyndun helsta orsök blóðrásartruflana í hjarta, heila og víðar og leiðir til hjartadreps eða blóðþurrðarheilaslags, ef hlutað- eigandi æðar lokast alveg eða næstum alveg. Við blóðrásartruflanir í hjarta og heila af þessum toga er hætta á stöðugri virkjun blóðflagna og myndun tromboxans. Öll salflyf geta dregið úr myndun tromboxans (nema salicýlsýra og paracetamól), en ekkert þeirra gerir það í jafnlitlum skömmtum og acetýlsalicýlsýra, né hefur heldur jafnlanga verkun og hún. Ekkert bendir í svipinn til annars en 150 mg af aspiríni sé venjulega nærri því að vera æskilegur sólarhringsskammtur til segavarnar við blóðrásar- truflanir í heila og hjarta, enda þótt bæði minni og stærri skammtar séu einnig gefnir (um 75-300 mg). Eins og staða mála er í dag hefur aspirín marktæka varnandi verkun gegn hjartadrepi í fólki með hjartaöng og það er, ásamt öðrum segavamandi og svokölluðum segaleysandi lyfjum, veigamesta lyfið við meðferð á bráðu hjartadrepi. Það veitir einnig marktæka annarsstigs vörn gegn nýju hjartadrepi í fólki, sem áður hefur fengið hjartadrep. Þá er aspirín gagnlegt eða nauðsynlegt lyf við æðavíkkun (til þess að þrýsta burt fyrirstöðu af völdum kölkunar- breytinga í hjartaæðum) eða hjáveituaðgerðir. Nota- gildi aspiríns til fyrstastigs forvarnar gegn hjartadrepi í heilbrigðu fólki er hins vegar ekki eins ótvírætt (48). Alveg nýlega hafa verið birtar rannsóknir á nokkur þúsund körlum í Bretlandi á aldrinum 45-69 ára, sem taldir voru lfklegir til þess að fá hjartadrep eða heilaslag og var gefið 75 mg af aspiríni í lyfjaformi sérstakrar gerðar (controlled release formulation) í um það bil sjö ár. Niðurstöðutölur sýndu, að varnandi verkun aspiríns gegn hjartadrepi eða heilaslagi réðst af slagblóðþrýstingi þannig, að aspirín hafði litla sem enga varnandi verkun, ef þrýstingurinn var yfir 145 mm Hg. Höfundar fara þó varlega í sakirnar í ályktunum sínum: „Although suggestive on their own, our findings could be taken as firm evidence for decisions in clinical practice only if they were confirmed by results from other primary prevention trials“(49). Aspirín er notað til þess að varna heilaslagi í fólki, sem hefur haft einkenni um tímabundna blóðþurrð í heila. Ágæti aspiríns í þessa veru hefur nýlega verið staðfest í tveimur mjög stórum rannsóknum (skammtar voru 160 mg eða 300 mg á dag) (50). I sambandi við notkun aspiríns við heilaslag er það vandamál, að í um 15% tilfella er heilaslag ekki vegna beinnar blóðþurrðar, heldur fremur vegna blæðinga (24). Notagildi aspiríns til fyrstastigs forvamar gegn heilaslagi í heilbrigðu fólki er óljóst. I meðgöngu eykst vægi prostacyklíns og vægi tromboxans minnkar þannig, að virkni prostacyklíns verður ríkjandi. Er það vegna aðlögunar á blóðflæði um fylgju í þágu fóstursins. Ef þessi aðlögun verður ekki sem skyldi, er hætt við hlutfallslegri ofvirkni tromboxans. Móðirin fær þá meðal annars hækkaðan blóðþrýsting og stundum mjög til muna. Aspirín í venjulegum segavamandi skömmtum getur þá bætt ástandið eða komið í veg fyrir það (24,1). Á síðustu 10 árum eða svo hafa komið fram vísbendingar um, að aspirín gæti verndað æðaþel með öðrum hætti en að hamla myndun tromboxans. Nýlega hefur verið sýnt fram á, að aspirín, eitt allra salflyfja, getur í tilraunaglösum stuðlað að bindingu jáms í þar til gert prótín (ferritín) í æðaþeli með því að auka myndun þess. Magnið, sem notað var, svaraði til segavarnandi skammta af acetýlsalicýlsýru. Þetta er hugsanlega mjög mikilvægt, því að frítt járn getur valdið vefjaskemmdum vítt og breitt í líkamanum (51). Ef þetta er rétt, gæti aspirín átt eftir að fá enn meira vægi við hjarta- og æðasjúkdóma en nú er. C. Verkjadeyfandi verkun endurmctin: Collier (18) hélt því fram, að aspirín hefði verkjadeyfandi verkun, sem bundin væri við eða í námunda við þá staði þar, sem sársauki ætti upphaf sitt, og væri þannig tengd bólgusvörun. Það gæti þó haft verkjadeyfandi verkun í tilraunum áður en nokkur bólgusvörun kæmi fram og í minni skömmtum en þyrfti til þess að fá bólgu- eyðandi verkun. Hér kemur svo enn til, að paraceta- mól hefur, svo sem áður er nefnt, verkjadeyfandi verkun og hitastillandi verkun á borð við acetýlsali- cýlsýru, en er án bólgueyðandi verkunar. Við mat á verkjadeyfandi verkun aspiríns hefur það valdið vandkvæðum, að aspirín og önnur salflyf hafa hlutfallslega mun meiri verkun á verk við ýmiss konar langvinna sjúkdóma, svo sem bólgusjúkdóma eða illkynja sjúkdóma, en á heiftarlegan, bráðan verk, svo sem við hjartadrep eða beinbrot, eða á flestar tegundir tilraunalegs sársauka. Einkum þetta síðasta hefur valdið því, að fram eftir árum var erfitt að meta verkjadeyfandi verkun aspiríns í tilraunum. Fyrst eftir að Vane (25) birti hina merku ritgerð sína um ætlaðan verkunarhátt aspiríns, var almennt talið, að verkjadeyfandi verkun salflyfja væri að rekja til hömlunar á virkni cýklóoxígenasa í námunda við Læknablaðið 2000/86 761
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.