Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 32
r FRÆÐIGREINAR / LYFJAFRÆÐI Mynd 2. Gömul askja undan magnýltöflum, merkt Stjörnuapóteki á Akureyri. Áletrunin ber með sér, að í töflunum væri „syremœttende tilsœtning", en það var 70 mg af magnesíumoxíði á móti 500 mg af acetýlsalicýlsýru eða nóg til þess að metta sýruna í lausn. Danski textinn er til vitnis um, hve dönsk áhrifríktu lengi í lyfsölumálum á íslandi, en flestir lyfjafrœðingar voru lengi menntaðir í Danmörku. Ljósm.: Þorkell Þorkelsson. Mynd 3. Sir John Vane, breskur vísindamaður, sem seltifram þá kenningu árið 1971, að aspirín og önnur salílyf verkuðu með því að blokka enzým, sem síðar nefndist cýklóoxígenasi (COX). Hannfékk Nóbelsverðlaun árið 1982 ásamt tveimur Svíum (Sune Bergström og Bengt Samuelsson), sem mest höfðu unnið jafnframt honum að rannsóknum á prostaglandínum. Ljósm.: Jóhannes Long eftir mynd í (1). sýrueiginda sinna, en þessi óþægindi segi lítið til um, hvort lyfin séu líkleg til þess að valda blæðingum eða djúpstæðum skemmdum í slímhúðinni. Raunar veldur acetýlsalicýlsýra meiri blæðingum frá maga- slímhúð og djúpskemmdum en salicýlsýra (sem er sjö sinnum sterkari sýra; sjá formúlur) og er meðal þeirra salílyfja, er verka verst á slímhúð í maga og þörmum (23). Þetta er þó ekki ótvírætt. Nú er vitað með allmikilli vissu, að þessar skemmdir er að rekja til hömlunar á myndun mikilvægra lífefna í maga- slímhúð, sem prostaglandín heita og rætt verður um á eftir. Önnur algeng hjáverkun eftir aspirín er aukin hætta á blæðingum. Árið 1968 fannst, að 150 mg skammtur af aspiríni nægði til þess að lengja blæðingartíma marktækt. Það vakti athygli, að verkunin hélst í marga daga og salicýlsýra hafði enga slíka verkun (18). Aukin blæðingarhætta er vissulega hjáverkun eftir aspirín og langflest salílyf, en getur einnig haft mikið gildi til segavamar við hjarta- og æðasjúkdóma. Um gildi acetýlsalicýlsýru til sega- varnar verður rætt á eftir. Salílyf hafa ýmsar aðrar hjáverkanir, en þær vega venjulega minna en þær hjáverkanir, sem nefndar eru hér að ofan. Má þar nefna nýrnaskemmdir (bráð nýrnabilun, sem oftast er endurræk og tengist lélegri nýrnastarfsemi) og viðvarandi nýrnaskemmdir við langvarandi töku stórra skammta og svokallað aspirínóþol (mest áberandi í fólki með astma). Suð fyrir eyrum getur verið einkenni um yfirvofandi eitrun af völdum acetýlsalicýlsýru og fleiri salílyfja. Þá getur höfuðverkur fylgt töku salílyfja, einkum stórra skammta, og ekki síst töku indómetacíns. Loks má nefna, að salflyf geta dregið úr hríðum og seinkað fæðingu. Paracetamól getur í sjaldgæfum tilvikum valdið óþoli, sem líkist aspirínóþoli, en veldur ekki öðrum hjáverkunum, sem hér eru taldar. Gott yfirlit yfir feril aspiríns til 1969 er grein Colliers (18). III. Aspirín og önnur salílyf 1971-2000. A. Salflyf og prostaglandín. Nvjar ábendingar. Ný lyf: I' lok sjöunda áratugarins má segja, að menn hefðu engar marktækar hugmyndir haft um, hvernig aspirín verkar (18). Árið 1934 hafði sænskur vísindamaður, von Euler að nafni, fundið að í sæðisvökva hrúta væru lífefni, sem gætu dregið saman suma slétta vöðva, en víkkuðu jafnframt æðar. Annar vísindamaður (Goldblatt) gerði um það bil samtímis svipaða uppgötvun í Englandi. Von Euler taldi, að efni þetta væri fitusýra. Nefndi hann efnið prostaglandín eftir blöðruhálskirtlinum, sem á latínu heitir Glanditla prostata. Síðar kom í ljós, að hér er um að ræða röð skyldra efna og þau væru öll að kalla dregin af sömu fitusýru, araktdonsýru (24). Arakídonsýra, sem alltaf er bundin fosfórfitum í frumuhimnum, getur losnað úr þeim við örvun, sem samfara er eðlilegri líkamsstarfsemi, en einnig við hvers konar áreiti svo sem þrýsting, hita, geislun, áverkun af völdum efna eða við mótefnasvörun. Arakídonsýra losnar fyrir tilstilli svokallaðra fosfólípasa, sem virkjast vegna fyrrgreindrar örvunar eða áreitingar og kljúfa tengið við fosfórfitumar í frumuhimnu (mynd 4). Frí arakídonsýra hvarfast viðstöðulaust fyrir tilstilli tveggja enzýmkerfa: cýklóoxígenasa og lípoxígenasa, en einnig í nokkrum mæli fyrir tilstilli tiltölulega ósérhæfs mónóoxígenasa Fyrra enzým- kerfið, sem raunar er tvískipt (mynd 4), stuðlar að myndun prostaglandína og skyldra efna, en hitt kerfið (eru í raun fleiri hliðstæð enzýmkerfi), sem ekki ræðir hér frekar, stuðlar meðal annars að myndun svokallaðra levkótríena, en þau geta verið öflugir bólguvakar (inflammatory mediators). Prostaglandín myndast hratt og þau verka stutt og umbrotna mjög fljótt. Prostaglandín eru nauðsynleg fyrir starfsemi fjölda líffæra svo sem nýrna, lifrar, æða, maga og þarma, eggjastokka og fleira. Prostaglandín myndast einnig í miðtaugakerfinu. í maga stjórna prostaglandín saltsýruseytrun að hluta, myndun slíms og annarra vemdandi efna og tryggja, að blóðrás í slímhúðinni sé fullnægjandi. Sum þessara efna, einkum PGE^, myndast við bólgusvörun og geta verið bólguvakar (24). Árið 1971 tókst breskum vísindamanni, Sir John Vane (mynd 3), að sýna fram á, að í tilraunaglösum hefðu acetýlsalicýlsýra og önnur salílyf hamlandi áhrif á myndun prostaglandína (25). Vane benti jafn- framt á, að með þessari uppgötvun mætti tengja bólgueyðandi verkun, verkjadeyfandi verkun og 758 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.