Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.11.2000, Blaðsíða 18
FRÆÐIGREINAR / LYFLÆKNINGAR r setningu, kynjaskiptingu, hlutfall þeirra sem höfðu skjaldkirtilspróf utan viðmiðunarmarka, tíðni og dreifingu grunnsjúkdóma, fjölda tilfella er komu inn í rannsóknina hvert ár og hvort gáttatif var viðvarandi eða í köstum. Skjaldkirtilsstarfsemi: Fullnægjandi upplýsingar um niðurstöður úr skjaldkirtilsprófum fengust hjá meirihluta sjúklinganna (81%). Skortur á upp- lýsingum um niðurstöður skjaldkirtilsprófa var eins og vænta mátti mun algengari í afturskyggna hluta rannsóknarinnar. Erlendar rannsóknir hafa gefið mismunandi upplýsingar um tengsl skjaldkirtilssjúkdóms og gáttatifs. Þessar rannsóknir hafa ýmist stuðst við mælingar á T4 eingöngu eða notast við ný og mun næmari próf á skjaldstýrihormóni. Rannsókn sem byggði á niðurstöðum T4 mælinga sýndi fram á að ofstarfsemi í skjaldkirtli væri algeng hjá konum sem dvöldu á stofnunum og voru með gáttatif (12). Önnur rannsókn kemst að þeirri niðurstöðu að skjaldkirtilssjúkdómur sé sexfalt algengari meðal aldraðra einstaklinga með gáttatif en þeirra sem ekki hafa sjúkdóminn (6). í langtíma framskyggnri rannsókn reyndist hins vegar ekki unnt að sýna fram á tengsl milli gáttatifs og skjaldkirtilssjúk- dóms (5). í okkar rannsókn var enginn sjúkling- anna með ofstarfsemi í skjaldkirtli og er það í samræmi við niðurstöður erlendrar rannsóknar sem studdist við mælingar með næmu skjald- stýrihormóns- (TSH-) prófi og náði til karlmanna á hjúkrunarheimili (13). Skjaldkirtilspróf voru óeðlileg hjá 17,8% sjúklinganna, en algengast var að um ósértækar breytingar væri að ræða sem ekki benda til sérstaks sjúkdóms í skjaldkirtli. Þetta er í samræmi við niðurstöður nýlegrar rannsóknar á gagnsemi þess að mæla skjaldstýrihormón í nýgreindu gáttatifi. I þeirri rannsókn reyndist algengt að skjaldstýrihormón væri utan viðmiðunarmarka en sjaldgæft að um raunverulegan sjúkdóm í skjaldkirtli væri að ræða (11). í annarri nýlegri rannsókn, sem að hluta til byggir á niðurstöðum mælinga á skjaldkirtilshormónum aldraðra Islend- inga, reyndust 19% íslensku einstaklinganna hafa skjaldstýrihormón utan viðmiðunarmarka í handahófssýni (14). Algengasta truflunin á Tafla IV. Tíöni grunnsjúkdóma hjá rannsóknarhópnum í heild og eftir kynjaskiptingu. Marktæki miðaö viö p-gildi <0,05. Karlar % Konur % p-gildi Basði kynin % Kransæðasjúkdómur 30,3 20,6 0,12 26,3 Háþrýstingur 37,4 57,4 0,005 45,5 Lokusjúkdómur 15,2 17,6 0,65 16,2 Hjartavöðvasjúkdómur 8,1 1,5 0,03 5,4 Langvinnur lungnasjúkdómur 7,1 11,8 0,26 9,0 Aðrir sjúkdómar 16,2 5,9 0,02 12,0 Enginn grunnsjúkdómur 21,2 16,2 0,36 19,2 skjaldkirtilsprófum þessara einstaklinga, líkt og hjá sjúklingum okkar, var einangruð hækkun á skjaldstýrihormóni. Ekki er getið um takt hjartsláttar þessara einstaklinga en ástæða breytinganna talin geta skýrst af mikilli joðinntöku íslendinga. Af þessum tölum má álykta að tíðni óeðlilegra skjaldkirtilsprófa hjá sjúklingum sem leggjast inn á lyflækningadeild og hafa gáttatif sé ekki frábrugðin því sem gerist hjá einstaklingum á sambærilegum aldri í þjóðfélag- inu hverju sinni. Hjá sjö einstaklingum í okkar sjúklingahópi (29,2%) var um eingangraða lækkun á skjaldstýrihormóni að ræða. I Framing- ham rannsókninni var athugað hvort lækkun á skjaldstýrihormóni feli í sér framtíðaráhættu á gáttatifi eða sjúkdómi í skjaldkirtli. í þeirri rannsókn var eldri einstaklingum með einangraða lækkun á skjaldstýrihormóni (<0,1 mU/L) en ekki gáttatif fylgt eftir í 10 ár. Kom í ljós að þessir einstaklingar hafa þrefalda áhættu að fá gáttatif í samanburði við þá einstaklinga sem höfðu skjaldstýrihormón innan viðmiðunarmarka við upphaf rannsóknartímans. Athygli vekur þó að einungis tveir af 13 þeirra sem fengu gáttatif á eftirlitstímanum þróuðu með sér ofstarfsemi í skjaldkirtli (15). í rannsókn okkar reyndust tveir sjúklingar hafa vanstarfsemi í skjaldkirtli, annar þeirra hafði haft ofvirkan skjaldkirtil og fengið meðferð með geislajoði. Bráð og langvinn veikindi geta leitt til truflana á skjaldkirtilsprófum. Er hér einkum um að ræða lækkun á T3 og/eða T4, en áhrif á skjaldstýrihormóna eru lítil og eru þau algengust í endurbata sjúklinga eftir bráð veikindi (16). Mörg lyf geta einnig haft áhrif á niðurstöður mælinga á skjaldkirtilshormónum, ýmist með truflun á dreifingu eða niðurbroti þeirra eða með áhrifum á losun skjaldstýrihormóns. Sykursterar og dópamín hafa bælandi áhrif á losun skjaldstýrihormón en fúrósemíð og salísýlöt hafa áhrif á dreifingu skjaldkirtilshormóna í blóði (16). Amíódarón (Cordarone®) sem er talsvert notað við gáttatifi hefur hins vegar margvísleg áhrif á starfsemi skjaldkirtilsins. Einn af þeim 24 sjúklingum sem höfðu skjaldkirtilspróf utan viðmiðunarmarka hafði tekið amíódarón í skamman tíma en 11 aðrir sjúklingar notuðu lyfið að staðaldri. Sú staðreynd að konur eru í miklum meirihluta þeirra sjúklinga sem hafa brengluð skjaldkirtilspróf gæti skýrst af því að skjaldkirtilssjúkdómar eru mun algengari hjá konum en körlum, þar með talin einangruð hækkun á skjaldstýrihormóni (subclinical hypo- thyroidism) sem var algengasta brenglunin á skjaldkirtilsprófum í þessari rannsókn. Athygli vekur að enginn okkar sjúklinga hafði ofstarfsemi í skjaldkirtli. Það, og að tíðni óeðlilegra skjaldkirtilsprófa er nærri hin sama í sjúklingahópi 746 Læknablaðið 2000/86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.